Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 52
130
SAMVINNAN
leiksoppur í hendi leiðtoganna, og þegar fjöldi fólks kann
ekki að lesa, er hætt við að pólitísk mentun sé á lágu stigi.
Spánverjar reyndu með stjórnarskrá sinni frá 30.
júní 1876 að tryggja hinum mentuðu stéttum áhrif á störf
þingsins. Neðri deild er kosin með almennum kosningar-
rétti (aðeins karlmenn mega kjósa), en efri deild var
skipuð, auk nokkurra aðalsmanna, fulltrúum fyrir háskóla,
xúsindafélög og stjórnir borga og héraða. Konungur gat
f jölgað þessum fulltrúum ef þörf gerðist til að halda aðals-
mönnunum í deildinni í skefjum.
Þess má ennfremur geta að kjörskylda var lögleidd
fyrir alla kjósendur til neðri deildar: Þetta hefir þó haft
litla þýðingu. Verulegt pólitískt almenningsálit hefir ekki
orðið til á Spáni og flokkaskifting hefir verið á ringulreið.
Kjósendur hafa greitt atkvæði, af því að þeir voru skyld-
aðir til þess, en þeir hafa verið áliugalausir, og oft skoð-
analausir, og látið foringjana og embættismennina teyma
sig að kjörborðinu, og kosið eins og þeim þóknaðist.
Þingstjórnin varð því aldrei nema nafnið eitt á Spáni,
og þegar erfiðir tímar gengu yfir landið eftir lok heims-
styrjaldarinnar, komst los á alt stjómarfar, og endirinn
varð sá að nokkrir herforingjar gerðu uppreisn haustið
1923 og hrifsuðu völdin í sínai’ hendur. Hin gamla stjórn-
arskrá er að nafninu til ennþá í gildi, en í rauninni er
fullkomin hervaldsstj óm á Spáni og þingið áhrifalaust,
sem stendur. Það hefir verið rofið, og fundum þess frest-
að um óákveðinn tíma.
Á Ítalíu gekk þróunin í svipaða átt og á Spáni. í
kosningalögum frá 1882 var ákveðið að allir kjósendur
yrðu að vera læsir. Þetta varð til þess, að aðeins nokkur
hluti fullorðinna karlmanna fékk kosningarrétt. Árið 1919
var lögleiddur almennur kosningarréttur og hlutfallskosn-
inga.r Vegna þess hve margir kjósendur voru hvorki læs-
ir né skrifandi, voru listamir ekki merktir með bókstöf-
um eða nöfnum flokkanna, eins og annarsstaðar tíðkast,
heldur voru þeir auðkendir með m e r k j u m flokkanna,
myndum af einhverjum hlutum. Ennfremur var kjósend-