Samvinnan - 01.06.1927, Side 69

Samvinnan - 01.06.1927, Side 69
SAMVINNAN 147 rænnar menningar, ekki eingöngu vegna sín, heldur líka vegna frændþjóðanna. Fyrir Norðmenn sem enn eru að mynda þjóðarmál sitt, verður íslenskan og íslenskar bók- mentir ómetanlegur, sannur bjargvættur. í öðru lagi eru bókmentimar sjálfar, fyrst hinar fomu, og síðar hinar nýju, með vissum hætti eðlilega sameign til afnota. íslendingar nema nú tungu frænd- þjóða sinna eins og útlend mál. Hver sæmilega mentaður íslendingur, jafnvel menn sem lítið eða ekki hafa gengið í skóla, geta lesið á frummálinu bækur Garborgs, Ibsens, Selmu Lagerlöf og H. C. Andersen. Að sama skapi eiga Norðmenn, Svíar og Danir að geta lesið Heimskringlu, Egilssögu, Njálu, Passíusálmana, ljóð Jónasar Hallgríms- sonar og Matthíasar. Ekki vegna Islendinga, heldur vegna sjálfra sín, til að skilja hið norræna mál, upprana og þró- un norrænnar menningar og sígildar, íslenskar bókmentir. Islendingar vilja enn eins og í fomöld vera frjáls þjóð stjórnarfarslega og í fjármálaefnum. En þeir vilja, eins og þá, vera í náinni og gagnkvæmri, andlegri samvinnu við frændur sína, sumpart veitandi, sumpart þiggjandi. íslendingar vita vel hvað þeir geta þar veitt og hvað þeir vilja þiggja, hvort heldur sem litið er á fomöld eða yfir- standandi tima. 10*

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.