Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 35
SAMVINNAN
113
aðhvort persónulega, eða með kjömum fulltrúum. Lögin
eiga að vera jöfn fyrir alla, hvort sem þau vemda eða
hegna. Allir borgarar em jafnir fyrir lögunum og hafa
jafnan rétt til þess að fá virðingarstöður, embætti og
opinber trúnaðarstörf, eftir því, sem hæfileikar þeirra og
dygðir leyfa, og án annars mismunar, en þess, er gáfur
þeirra og dygðir skapa“.
Síðan mannréttindayfirlýsingin var samþykt hefir
þróun stjórnmálalífsins gengið í bylgjum. Stundum hefir
verið kept beint að því marki, sem þar var sett, en stund-
um hafa komið afturkippir, harðir og langir. En nú er
svo komið að nálega allar mentaðar þjóðir viðurkenna
höfuðatriði hennar. Helstu atriði yfirlýsingarinnar, kenn-
ingamar um fullveldi þjóðarinnar, drottinvald laganna,
persónulegt og pólitískt frelsi einstaklingsins og borgara-
legt jafnrétti, hafa í sögunni hlotið nafnið: hugsjónirnar
frá 1789. Þær eru arfur stjómarbyltingarinnar miklu. Þó
að þær hefðu áður komið fram á Englandi, voru það þó
Frakkar, sem fyrst settu þær í kerfi, og kröfðust að þær
giltu fyrir alla borgara. Á Englandi var frelsið fyrst og
fremst eign æðri stéttanna, eins og vér höfum séð.
Á stjórnarbyltingatímunum voru gerðar margar til-
raunir til þess að semja stjómarskrá fyrir ríkið, sem væri
í samræmi við kenningar upplýsingarmannanna. Merki-
legust er stjórnarskráin frá 1793, enda eru það hin frjáls-
lyndustu stjómarlög, sem nokkru sinni hafa verið samin.
Aðalefnið í stjómarskránni var á þessa leið:
Á hverju ári áttu allir borgarar, sem voru orðnir 21
árs að aldri, að kjósa með beinum kosningum löggjafar-
þing, en ákvarðanir þingsins skyldu aðeins vera tillögur,
sem áttu að berast undir dóm þjóðarinnar. Ef viss hluti
kjósenda krafðist þess, átti almenn atkvæðagreiðsla að
fara fram um þær, og þær annaðhvort verða samþyktar
eða feldar. Á hverju ári átti þingið að kjósa framkvæmda-
nefnd (ráðuneyti), eftir tillögum kjördæmanna. Ennfrem-
ur var það skýrt tekið fram, að þjóðin hefði fullan rétt
8