Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 86

Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 86
164 SAMVINNAN sneru prýðilega við sól, og' að á aðalhæð og lofti var rúm- góð og þægileg íbúð að flestu leyti. Þá skal horfið að húsinu í Kaupangi í Eyjafirði. Bergsteinn Kolbeinsson reisti þar laust eftir stríðslokin mikið og vandað hús, enda alt of dýrt fyrir meðaljarðir, því að það mun hafa kostað 40 þús. Guðjón Samúelsson húsameistari gerði teikninguna að húsinu, í samráði við Bergstein bónda. Kaupangur stendur austan megin Eyjafjarðarár, lítið eitt framar en Akureyri. Samkvæmt venjulegum kröfum manna varð húsið að snúa aðalhlið fram að sveit- inni, þ. e. í vestur og stafn í suður eða suðaustur*). Með þeim hætti varð ekki sólskinið notað svo sem frekast mátti verða. í fyrstu var gert ráð fyrir að hafa torf ofan á járnþakinu. Þess vegna eru þakgluggarnir bogamyndaðir, en sú bogalína fer ekki vel við gerð húss- ins að öðru leyti. En af einhverjum ástæðum hefir ekki orðið úr því að torfþak væri sett á húsið og myndi það þó hafa verið til prýði. En yfirleitt er húsið í Kaupangi hin prýðilegasta bygging. Kjallarinn er lágur, fremur ódýr og eingöngu notaður til geymslu. Ibúðarherbergin eru á aðalhæð. Mjög stór borðstofa er meðfram vesturhlið, en smáherbergi út frá að norðan austan og sunnan. Borðstofan er fyrst og fremst hituð upp, og hin minni herbergi eftir þörfum. í borðstofunni er borðað, unnið og setið. Þar er heimilis- fólkið saman nokkuð í fornum stíl. Með því að gera borð- stofuna veglega vildu þeir Guðjón og Bergsteinn vinna á móti þeirri tvístrun heimilisfólksins, sem óhjákvæmilega verður í leiguhúsum kauptúnanna, þar sem hver maður verður meir eða minna einangraður í sínu herbergi. Á loftinu eru aðallega svefnherbergi, bæði fyrir heimafólk og gesti. *) þegar heilsuhælið á Kristnesi, vestan Eyjafjarðar, var hygt í vor, var aðalhlið snúið móti suðri, en austurstafni fram í dalinn. Sólarhitinn var metinn mest. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.