Samvinnan - 01.06.1927, Page 63

Samvinnan - 01.06.1927, Page 63
SAMVINNAN 141 og að því er virðist góð fjármálaskifti við Norðmenn frá því landið bygðist, og þangað til þjóðveldið leið undir lok. Alt öðru máli var að skifta síðar um fjármálasam- vinnu Danmerkur við ísland eftir siðabót og fram á 19. öld. Danska ríkið og danskir þegnar höfðu þá, í skjóli stjórnmálasambandsins, aðstöðu til að gera ísland að fé- þúfu. Og sú verslunarkúgun varð þyngsti hlekkurinn, sem lagður var á Islendinga á allri niðurlægingaröld lands- ins. Þau skifti hafa fyr og síðar eitrað og gert beiskju- blandna sambúð Dana og íslendinga. Á hverju árí koma íjölmörg- norsk síldveiðiskip til íslands og stunda þar veiði yfir sumartímann, við hlið Islendinga. Hér er að ræða um fjármunalegt samstarf tveggja þjóða á miðun- um við ísland. Ekki hefir þetta samstarf orðið til að bæta sambúð frændþjóðanna. Þvert á móti hefir það orðið efni til úlfúðar á báðar hliðar. Fyrst er samkepni um mark- aðinn. í öðru lag'i þykir íslendingum frændur sínir ger- ast nærgöngulir við séreign Islendinga, landhelgina. Þá hefir Íslendingur þótt norskir fiskimenn ómentaðir og slarkgefnir, og viljað dæma norsku þjóðina eftir þessum mönnum. En í hinn bóginn hafa Norðmenn talið sig beitta gerræði og ójöfnuði af íslendingum og hafa kom- ið fram um það harðorðar umkvartanir í norskum blöð- um. Svipaða árekstra um fjármálaefni hefir gætt milli Dana og Norðmanna. Yfirráð og hagnýting Grænlands er stöðugt deiluefni milli landanna. Og undirrót þeirrar deilu er fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis. I sömu átt benda átökin um Gyldendalsverslun, eða norsku deild hennar. Gyldendal er svo sem kunnugt er stærsta bókaútgáfufélag í Danmörku. En sökum þess að danska hefir til skamms tíma verið mál mikils meiri hluta af norskum rithöfund- um, hefir Gyldendal haft útibú í Osló og gefið þar út verk hinna heimsfrægu norsku skálda. En þetta særði metnað norsku þjóðarinnar, og lokum kom þar að Norð- menn mynduðu félag og keyptu hið danska bókmentaúti- bú í Osló, svo að það yrði framvegis norskt fyrirtæki.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.