Samvinnan - 01.06.1927, Page 94

Samvinnan - 01.06.1927, Page 94
172 S A M V I N N A N krafan um holl og viðkunnanleg húsakynni. Þar er svo miklu ábótavant. Margir hafa bygt enda haft þess mikla þörf. Þeir hafa tekið aðflutta efnið í kaupfélaginu. All- oft fengið þar líka peninga til að borga verkalaun við bygginguna. Auðvitað getur enginn borgað mikinn bygg- ingarkostnað með framleiðslu eins árs. Bankar og láns- stofnanir þurfa að hlaupa þar undir baggann. En það hafa lánsstofnanirnar ekki gert svo að um muni. Afleiðingin er auðsæ. Skuldin myndast og helst við í kaupfélaginu. En svo á það ekki að vera. Kaupfélagið er aðeins til að kaupa inn þær vörur fyrir félagsmenn sína, sem þeir geta borgað á árinu. Hlutverk félagsins er að t r y g g j a f é 1 a g s m ö n nu m s a n n v i r ð i v ör- ar, en a 11 s ekki að ve r a ban ki þ ei'r r a. Jafn- vel jafn sjálfsögð eyðsla eins og sú, að bæta húsakynni fólksins og rafhita bæina má ekki verða til þess að kaup- félögunum sé breytt í banka, sem ekki er hlutverk þeirra. Þá eru kreppurnar tvær hvor annari hættulegri í þessurn efnum. Árið 1920 lögðu margir óheillavættir sam- an. Aftaka vorharðindi voru í mörgum sveitum, og bænd- ur neyddust til að kaupa feiknamikið af erlendum fóður- bæti handa skepnum sínum. Verðlag hafði verið hátt á afurðum 1919. Menn vonuðu að eitthvað svipað myndi verða 1920, og keyptu í búin eins og góðæri væri. Að- flutta varan var dýr með afbrigðum um vorið. En í lok vorkauptíðar byrjaði hrunið erlendis. Ullin og kjötið féllu meir en nokkurn g-at grunað. Aðflutta varan var þetta ár óvenjumikil og dýr, en innlenda framleiðslan úr hófi frarn verðlítil. Á þessu ári safnaði margur bóndinn skuldum án þess að ætla það. Síðan liðu nokkur meir og minna erfið ár. Þá kom uppgripaár við sjóinn 1924, og gott verslunarár í sveit- inni. Þá vaknaði hinn gamli hag*ur að nýju. Með hrað- aukinni kaupgetu kom hraðaukin eyðsla. Krónan var lát- in hækka stórkostlega, aðallega bygt á sjávargróðanum. Við það lömuðust fjölmargir bændur á tvennan hátt. Þeir höfðu keypt inn vorvörur í smáum krónum, og miðað

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.