Samvinnan - 01.06.1927, Page 48

Samvinnan - 01.06.1927, Page 48
126 SAMVINNAN manna til að flytja frumvörp og áhrif þeirra á fjárveit- ingar hafa valdið endalausri sundrung og hreppapólitík, og hlutfallskosningamar orsaka það, að aldrei getur neinn flokkur fengið algerðan meiri hluta, og þess vegna verða fleiri flokkar, sem oft hafa ólíkar stefnuskrár, að ganga í bandalag til þess að mynda stjóm, og við þesskonar samninga er jarðvegurinn undirbúinn fyrir allskonar pólitiska verslun og þá siðspillingu, er af henni leiðir. Hlutfallskosningar virðast vera ósamrýmanlegar við þing- ræðið, enda eru einmenniskjördæmin með nánu sambandi milli þingmanns og kjósenda, hið upprunalega, og hið eðlilegasta. Óvíða var baráttan fyrir þingræðinu harðari en i Ðanmörku. Þar var þingstjóm komið á fót með Grund- vallarlögunum frá 5, júní 18 !9. Þróttmikill, en íhaldssam- ur og hugsjónasnauður ráðherra, Estrup, stjórnaði land- inu lengi gegn vilja neðri deildar (Fólksþingsins). Hann studdist við efri deild (Landsþingið), en í því réðu auð- ugir jarðeigendur mestu, vegna pólitískra sérréttinda. En alþýðan varð smátt og smátt einhuga gegn harðstjórn Estraps. Hann hélt út í lengstu lög; árin 1885 til 1894 voru engin fjárlög samþykt af þinginu (Ríkisdeginum), en stjórnin tók það fé er henni sýndist með bráðabyrgða- íjárlögum (Provisorier). Eftir þetta fór stjórn Hægri- manna að slaka á klónni og 1901 vék hún úr völdum og hafa íhaldsflokkarnir ekki síðan farið með stjóm í Dan- rnörku. Hin núverandi stjórnarskrá Dana er frá 5. júlí 1915. Hún er mjög frjálsleg, en annars ekki sérkennileg að neinu leyti. Aftur á móti eru kosningarlög Dana er samin voru 1920 allmerkileg, og ólík því sem víðast gerist í öðr- um ríkium. Landinu var upphaflega skift í einmenniskjördæmi, en nú var sú skifting orðin úrelt og kjördæmin afa> mis- jöfn að fólksfjölda, og þessu fylgdi líka sá galli, sem jafn- an loðir við tilhögunina um kjördæmakosningar, að ein- hver flokkur getur verið fjölmennur og haft ákveðna

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.