Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 61
SAMVINNAN 139 ara þjóða, hefir sambúðin farið batnandi dag frá degi. Og nú er svo komið, að menn viðurkenna, að hin andlegu og viðskiftalegu bönd, er tengja Noreg og Svíþjóð saman, hafi aldrei verið jafn trygg og sterk eins og nú. ísland fylgdi Noregi í stjómmálafélagsskap við Dan- mörku. En er til lengdar lét, minkuðu skifti Islendinga og Norðmanna, en Danir urðu í verki „yfirþjóðin“ gagnvart Islendingum, eins og Norðmönnum. Sú sambúð vekur ekki gleðitilfinningu í hugum okkar íslendinga. Því lengur sem hin dansk-íslenska stjórnmálastarfsemi stóð, því meir hnignaði hag íslendinga, og því djúpsettari kala báru þeir í hug sér til dönsku stjórnendanna og dönsku þjóðar- innar yfirleitt. Frá 1874 til 1918 var hið formlega vald Dana yfir ís- Jandi sí-þverrandi. Að sama skapi rétti íslenska þjóðin við, alveg hliðstætt því sem orðið hafði í Noregi frá 1814 til 1905, og að sama skapi minkaði óbeit íslendinga á dönsku þjóðinni. Og síðan 1918 hefir lítið borið á árekstr- um milli Dana og íslendinga. í stað sífeldra illinda og hnútukasta, sem áður voru tíð í blöðum beggja þjóðanna, hefir komið friður, að minsta kosti um stundarsakir, og vaxandi vingjarnleg skifti milli þessara þjóða. Deiluefni kunna að vísu að vera enn til, þótt ekki hafi á reynt í bili, en það eru einmitt leyfar frá yfirdrotnunartíma stærn þjóðarinnar. Og lausnin þar er vitanlega sú hin sama og reynd hefir verið, að slíta óeðlilega fjötra milli þjóða, skapa vaxtarskilyrði fyrir frjálsa samvinnu. Aðeins ein þjóð er nú til á Norðurlöndum, sem ekki hefir frjáls forráð sinna mála. Það er líka minsta þjóðin, Færeyingar. Þar er enn sama sagan sögð, eins og íslend- ir.gar og Norðmenn hafa fyrrum haft að segja frá stjórn- málasamvinnu við sterkari þjóð. Það er mannfæðin ein í Færeyjum, en ekki viljaleysi ,sem veldur því, að eyjar- skeggjar hafa ekki, meir en orðið er, skorið á stjórnmála- strengi þá er tengja eyjamar við Danmörku. Hver er þá niðurstaðan, þegar litið er yfir reynslu Norðurlandaþjóðanna ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.