Samvinnan - 01.06.1927, Side 24

Samvinnan - 01.06.1927, Side 24
102 SAMVINNAN Svo sem kunnugt er hefir myndast í Sví- Eldspýtna- þjóð hringur um eldspýtnaframleiðsluna. hringurinn og Mikið af því fé, sem hringurinn ræður Danir. yfir er frá Englandi og Ameríku. Teygir hann nú klær sínar út um allan heim. Grikkland og Pólland hafa fengið með háum vöxtum lán hjá hringnum, en um leið orðið að veita honum einkarétt með vörur sínar í landinu. Um leið hefir verðið á eldspýt- unum stígið til stórra muna í báðum löndunum. Lang- helsti keppinautur hringsins er samvinnuheildsala Finna. Hún rekur eldspýtnagerð. Verðmunurinn er svo mikill, að Danir hafa reiknað út, að ef öll þjóðin hefði eingöngu keypt finskar samvinnueldspýtur, þá hefði það sparað neytendum eina miljón króna og auk þess gefið ríkissjóði 600 þús. kr. í toll. I ýmsum löndum, t. d. Englandi, kaupa samvinnufélög'in eingöngu eldspýtur frá samvinnuheild- sölunni finsku. Það er óti'úlegt en samt satt, að jafn lítið Smjörverslun land og Danmörk framleiðir þriðjunginn Dana. af öllu því smjöri, sem kemur á heims- markaðinn. Þar að auki hafa Danir verið kennarar allra annara mentaþjóða í smjörgerð, eins og hún tíðkast nú. Langsamlega mestur hluti af öllu smjöri, sem selt er milli landa, flytst til Englands, eða nánar til- tekið um 80% af öllu smjöri á heimsmarkaðinum. Tvent er einkennilegt í þessu sambandi. Fyrst að Englending- ar framleiða svo lítið af því smjöri, sem þeir eyða, af því ' þeir hafa lagt sveitina í auðn að kalla má um leið og véla- iðjan hófst í stórbæjunum. Á hinn bóginn hafa Danir fjölgað meir býlum og ræktað betur jörðina á síðastliðn- um tveim mannsöldrum heldur en nokkur önnur þjóð. í Englandi hefir skammsýn samkepnisstefna lagt bænda- landið í auðn. í Danmörku hefir samvinnan verið líftaug- in í öllum aðgerðum bændanna. Þetta mikla kraftaverk, að hin litla danska þjóð skuli framleiða þriðjunginn af öllu smjöri, er kemur á heimsmarkaðinn, er bein afleiðing af samvinnustarfsemi bændanna í Danmörku.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.