Samvinnan - 01.06.1927, Page 70

Samvinnan - 01.06.1927, Page 70
Kaupfélögm Margar orsakir valda ýmist langlífi eða Hnignun og útsloknun kaupfélaga. í Frakklandi, þar vöxtur sem félögin, eins og áður er sagt, eru bæði kaupfélaga. mörg og fámenn, ber mikið á barnasjúk- dómunum. Á tíu árum fyrir stríðið leyst- ust að jafnaði 80 félög sundur árlega. Það var sama og 32 af hverjum 1000. Dauðinn heimsækir því að tiltölu við fjölda, helmingi fleiri frönsk kaupfélög heldur en franska menn. Að vísu eru kaupfélögin til muna langlífari í sum- um öðrum löndum, en allsstaðar koma slysin fyrir. Þegar kaupfélag leysist sundur, er vanalega gefin sama stutt- orða skýringin: Slæm stjórn. Eiginlega er það ekki undarlegt, þó að mistök verði á stjóm sumra kaupfélaga, þar sem teknir eru til forstöðu menn, sem ekki hafa á nokkum hátt búið sig sérstaklega undir það starf. Félögin eiga völ á tvennskonar mönnum. í fyrsta lagi þeim, sem vantar atvinnu, en er sama hvort þeir vinna að samkepnis- eða samvinnuverslun. í öðru lagi áhugamennina, þá sem hafa löngun til að vinna fyrir kaupfélögin og leggja sig í framkróka til að gera þeim gagn. Því miður eru hinir fymefndu auðfundnari. Og að því er þá snertir, geta kaupfélögin átt á hættu að fá úr- ganginn á markaðinum. Kaupmennimir borga venjulega betur og atvinnan er þar vissari*). *) Hér er dœmt út frá frönskum kringumstæðum, þar sem engin fræðsla er, svo að heitið geti, til að búa starfsmenn kaup- félaga undir verk sitt. Ritstj.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.