Samvinnan - 01.06.1927, Side 76

Samvinnan - 01.06.1927, Side 76
154 SAMVINNAN skatt af félögum sem eru opin. Ensku kaupfélögin taka ætíð móti nýjum félagsmönnum. Þess vegna eru þau skattfrjáls af báðum þessum ástæðum. Dálítið er öðru máli að gegna með gróðann af verslun utanfélagsmanna. Flest kaupfélög í Engfandi skifta við utanfélagsmenn og hafa stundum nokkum hagnað af því, en þau skifta þeim gróða aldrei milli félagsmanna, heldur leggja hann í vara- sjóð eða verja honum til fræðslu eða annara menningar- þarfa. Samkvæmt þessu eru kaupfélögin ekki skyld til að greiða tekjuskatt. En þá vaknar sú spurning hvoii; kaup- félagsmenn eigi að greiða tekjuskatt af endurborguðum tekjuafgangi úr félagi sínu. Þessu er neitað samkvæmt sömu réttarvenju og áður er nefnd. Tekj uafgangurinn er ekki gróði félagsmanns, heldur er honum þar skilað pen- ingum sem hann átti áður, og ekki koma frá félaginu*). En þó að menn kynnu að álíta þessa röksemd veigalitla, þá ber alt að sama brunni með skattskylduna, því að tekju- skattur í Englandi nær ekki til annara manna en þeirra sem hafa 2500 kr. eða meira í tekjur. En flestir verka^ menn í Englandi hafa ekki svo miklar tekjur. Myndu þeir þá ekki að heldur lenda í eignarskatti, þó að tekjuafgang- ur úr félagi þeirra væri talinn gróði, sem auðvitað er með öllu hugsanlegt. Fram að styrjöldinni var álitið að það væri varla meir en 5—6% af ensku samvinnumönnunum, sem ættu að lögum að greiða tekjuskatt. En þó að tekjuskattur komi ekki til greina á kaup- félögin þá eru þó margir aðrir skattar, sem þau verða að greiða, t. d. fasteigna- og lausafjárskattur, og stimpil- gjald. En mjög koma þessi gjöld mismunandi niður. Þann- ig átti t. d. hið geysistóra félag í Basel í Svisslandi að greiða eitt ár 177 franka í skatt, en tiltölulega lítið fé- lag í öðru svissnesku smáríki 9.625 franka. *) Árið 1903 féll ráðherraúrskurður i Danmörku í sömu átt. Tekjuafgangur endurborgaður félagsmanni er ekki skattskyldur í félaginu eða hjá félagsmanni persónulega. Ritstj.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.