Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 16
94
SAMVINNAN
bæ, til mikils gagns fyrir Þingeyinga, til mikillar sæmdar
íyrir þá tvo menn sem það á að minna á og væntanlega
fordæmi fyrir samvinnumenn annarsstaðar á landinu.
Nú í sumar hefir verið bygt hið mikla
Heilsuhælið í Heilsuhæli Norðurlands. Það er lang-
Kristnesi. stærsta verk hér á landi sem hrundið hef-
ir verið af stað aðallega með samtökum
manna í einu héraði. Þegar þess er gætt að heilsuhælið
gefur vitaskuld aldrei neinn beinan arð, heldur sparar
mannslíf, dregur úr þjáningum og bætir heilsu veikra
manna, þá er þetta átak enn merkilegra.
Þegar Jónas Þorbergsson enduivakti málið fyrir
nokkrum mánuðum, var kominn dálítill sjóður, en engum
datt í hug að úr framkvæmdum yrði. Hann ritaði nokkrar
\ekjandi greinar um málið og var svo heppinn að hitta á
hið rétta augnablik. Eyfirðingar og Akureyringar tóku
höndum saman. Blað verkamanna og íhaldsmanna þar á
staðnum komu til stuðnings. Samvinnumenn höfðu haft
forgönguna, en flestir héraðsbúar studdu. Og með pólitisk-
um stuðningi alh'a samvinnumanna í þinginu og 3—4
samkepnismanna tókst að koma í gegn fjárveitingu til
hælisins, svo að framtíð þess var trygð.
Þetta ágæta mál mundi ekki hafa verið leyst, nema
fyrir þau miklu og djúptæku uppalandi áhrif, sem Kaup-
félag Eyfirðinga hefir haft. Það hefir bætt allan hag ey-
fjrskra bænda, bæði efnalega og andlega. Það hefir kent
þeim að hugsa stórt, og að margir menn geti unnið stór-
virki, ef þeir taka höndum saman. Heilsuhælið í Krist-
nesi er glæsilegt tákn þess, hve mikils samvinnuhreyf-
ingin getur orkað, þar sem þvilíkir menn eins og þeir
Kristinssynir, Hallgrímur og Sigurður, hafa s?tið við
stýrið, meðan nýmyndunin var að gerast. í öðrum héruð-
um eru sorgleg ný dæmi um hversu fer fyrir almenningn-
um, þar sem samvinnan hefir átt ófullkomna leiðtoga,
svo að fólkið hefir ekki enn lært að beita kröftum sínum
til stórvirkja. í slíkum héruðum getur komið fyrir að
sundrung og sveitardráttur eyðileggi hin bestu mál, þar