Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 6
6 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR UMHVERFISMÁL „Það geta allir verið rólegir því að þetta gerist ekki aftur,“ segir Ásgeir Pétursson, minkabóndi í Mosfellssveit, sem á von á áminningu frá heilbrigðis- nefnd eftir að minkaskítur barst út í vatnakerfið í Helgadal. Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæð- is bárust kvartanir 28. júlí síðast- liðinn um að mikið magn af skít hefði borist í Katlagilslæk og þaðan í Suðurá. „Það voru mikil ummerki mengunar þegar sam- starfsmaður minn kom á staðinn. Við tókum sýni og niðurstaðan var sú að þarna mældist mikið magn saurgerla,“ segir Þorsteinn Narfa- son heilbrigðisfulltrúi. Ásgeir Pétursson segir að um algert óhapp hafi verið að ræða. Það megi skrifa á kunnáttuleysi erlends starfsmanns sem hafi hreinsað skít út úr röngu minka- húsi. Sú leðja hafi borist út í skurð sem gerður hafi verið til að leiða vatn sem kemur úr fjalli ofan við búið framhjá húsunum. Allt hafi síðan borist niður í Kálfagil- slæk. Ásgeiri verður gert að loka umræddum skurði. „Vonandi skilja menn að þetta var bara klaufaskapur,“ segir Ásgeir. „Við viljum vera í góðri sátt við okkar nágranna og síðan er það þeirra að sjá um sitt,“ bætir hann við. Þorsteinn segir að jafnvel þótt mengunin hafi skolast niður Kat- lagilslæk og þaðan um Suðurá og Köldukvísl alla leið til sjávar í Leirvogi á tiltölulega stuttum tíma hafi verið um afar alvarleg- an atburð að ræða. „Saurgerlar eru vísbending um sjúkdómsvaldandi bakteríur. Þarna eru krakkar að leika sér og skepnur að drekka og hefði getað farið illa ef fólk hefði veikst,“ bendir heilbrigðisfulltrú- inn á. Íbúar í nágrenni við Dalsbú sögðu við Fréttablaðið að börn- um væri haldið frá Katlagilslæk. Það væri erfitt því Laugarnesskóli væri með sumarbústað skammt undan og lækurinn hefði mikið aðdráttarafl fyrir þau. Undir venjulegum kringum- stæðum er minkaskíturinn borinn á tún og haga Ásgeirs og ýmissa nágranna hans í sveitinni. „Það fæst varla betri áburður enda er allt hér iðjagrænt,“ segir minka- bóndinn á Dalsbúi og bendir í kringum sig. Þorsteinn heilbrigðisfulltrúi tekur undir með Ásgeiri. „Þetta er gríðarlega góður skítur og upplagt að dreifa þessu á tún og úthaga. Það þarf aðeins að gæta þess að dreifa ekki of miklu magni.“ gar@frettabladid.is Saurgerlar bárust frá minkabúi í Helgadal Dalsbú í Helgadal fær áminningu fyrir að veita minkaskít í bæjarlækinn. Saur- gerlamengunin hefði getað valdið veikindum hjá fólki, segir heilbrigðisfulltrúi. Minkabóndinn segir um að kenna klaufaskap sem ekki muni endurtaka sig. ÁSGEIR PÉTURSSON Eigandi Dalsbús segir klaufaskap hafa orðið til þess að minka- skítur barst frá búi hans í vatnakerfi Helgadals og lofar að það gerist ekki aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þarna eru krakkar að leika sér og skepnur að drekka og hefði getað farið illa ef fólk hefði veikst. ÞORSTEINN NARFASON HEILBRIGÐISFULLTRÚI KJÓSARSVÆÐIS Skeifan 11B • 108 Reykjavík • Sími 511-3080 • isoft@isoft.is • www.isoft.is OPIÐ HÚS í dag kl. 13-16 Komdu og kynntu þér náms- framboðið með kennurum. MENNING Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi umhverfisráðherra, hefur bæst í hóp þeirra umsækjenda um stöðu þjóðleikhússtjóra sem andmæla umsögn þjóðleikhúsráðs. Ráðinu ber samkvæmt lögum að meta hæfni umsækjenda og leggja mat sitt fyrir menntamálaráðherra, sem skip- ar í stöðuna. Gagnrýni umsækjendanna fjögurra, sem vitað er til að andmæli umsögn- inni, snýst meðal annars um að ráðið sé vanhæft til umsagnarinnar, enda hafi náinn samstarfsmaður ráðsins, sitjandi þjóðleikhússtjóri, sótt um. Einnig hafi ráðið hvorki rökstutt umsögn sína né boðað fólk í við- töl. Kolbrún fer fram á það að ráð- herra ógildi umsögnina, svo ekki skapist fordæmi fyrir því að það að hafa stýrt „stofnanaleikhúsi“ verði eina starfsreynslan sem hefur verulegt vægi í mati ráðsins. „Það gæti þýtt að næst þegar staðan losnar yrði bara einn Íslendingur, fyrir utan Tinnu Gunnlaugsdóttur, raunverulega hæfur í stöðuna og það er Magnús Geir Þórðarson [Borgarleikhússtjóri],“ segir hún. Ekki náðist í Ingimund Sigfússon, for- mann þjóðleikhúsráðs og fyrrverandi sendiherra, en Halldór Guðmundsson, varaformaður ráðsins, sagði í gær að eðlilegast væri að bíða með viðbrögð við andmælunum þar til andmæla- frestur líður. Síðustu andmælin gætu borist í pósti á mánudag. - kóþ Þjóðleikhúsráð bregst ekki við kvörtunum umsækjenda að svo stöddu: Kolbrún andmælir einnig ANDMÆLIR Kolbrún er ein af mörgum umsækjendum um stöðu þjóðleik- hússtjóra sem hafa sent mennta- málaráðherra andmæli. MYND/ÚR SAFNI EFNAHAGSMÁL Hagsmunasam- tök heimilanna hafa boðað til greiðsluverkfalls hinn 1. október. Greiðsluverkfallið á að standa í tvær vikur, eða til 15. október. Samtökin funduðu í gær með ríkissáttasemjara og héldu að því loknu blaðamannafund þar sem málið var kynnt. Samtökin óskuðu eftir því við ríkissáttasemjara að hann miðlaði málum í samninga- viðræðum milli samtakanna og ríkisins, samtaka fjármálafyrir- tækja og Landssambandi lífeyris- sjóða. Að sögn samtakanna tók Magnús Pétursson ríkissáttasemj- ari vel í erindi þeirra. Á fundinum voru áform um greiðsluverkfallið og ályktun samtakanna kynnt. Í ályktuninni kemur fram að þúsundir Íslend- inga séu nú þegar í óskipulögðu greiðsluverkfalli, og samtök- in ætli að veita þeim aðgerðum stuðning. Í greiðsluverkfallinu felast nokkrar aðgerðir. Meðal þeirra er að draga afborganir af öllum lánum í þessa fimmtán daga, takmarka greiðslu af lánum við greiðslu áætlun, taka út inni- stæður frá ríkisbönkunum og segja upp kortaviðskiptum og greiðsluþjónustu. Samtökin von- ast með þessu til að telja ríkið og aðra aðila á að ganga til samninga við sig. - þeb Hagsmunasamtök heimilanna funduðu með ríkissáttasemjara: Boða til greiðsluverkfalls REYKJAVÍK Hagsmunasamtök heimil- anna hafa boðað til greiðsluverkfalls og vonast til að nokkur þúsund manns muni taka þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SAMGÖNGUMÁL Vegamálastjóri, fulltrúar tryggingarfélaganna og fulltrúar bílaleiganna undir- rituðu nýlega samstarfssamning um kostun, gerð og uppsetningu upplýsingaskilta. Á skiltunum verða upplýsingar fyrir ökumenn um reglur þær og ástæður fyrir því að utanvegakstur á Íslandi er bannaður. Frá bílaleigunum og trygg- ingarfélögunum eru jafnframt þau skilaboð að akstur fólksbíla frá bílaleigum inn á hálendið er bannaður. Skiltin verða sett upp við innkomur á helstu leiðir inn á hálendi landsins. - shá Merkingar bættar: Setja upp skilti fyrir ferðafólk Amfetamín gert upptækt Lögreglan á Selfossi gerði fjórtán grömm af amfetamíni upptæk í gær. Efnið fannst við húsleit hjá manni á þrítugsaldri. Lögreglu grunar að efnin hafi verið ætluð til sölu. Maðurinn var yfirheyrður en sleppt að því loknu. ÁRBORG Kannabis gert upptækt Lögreglan í Reykjanesbæ handtók í gær karlmann eftir að 25 kanna- bisplöntur fundust á heimili hans. Manninum var sleppt að yfirheyrsl- um loknum en lögregla lagði hald á plönturnar sem verður eytt. LÖGREGLUMÁL ÍSAFJÖRÐUR Ísfirska fyrirtækið 3X Technology sagði upp níu starfsmönnum í gærmorgun. Uppsagnirnar eru tilkomnar vegna samdráttar í sölu á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið býður upp á lausn- ir fyrir matvælaiðnað, einkum í tengslum við sjávarútveg. Það starfar mikið í Bretlandi, á Spáni og í Kanada, og á þessum stöðum hefur verið samdráttur á mörkuðum. Alls hefur ellefu manns verið sagt upp hjá fyrirtækinu á árinu, en einhverjar uppsagn- anna verða endurskoðaðar ef breytingar verða á næstu mán- uðum. 45 manns störfuðu hjá fyrirtækinu. - þeb Fyrirtækið 3X Technology: Níu manns sagt upp á Ísafirði Tafir á Breiðamerkursandi Vegna málningarvinnu verða umferðar- tafir yfir brúna yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi í dag og á morgun frá klukkan 8 til 20. Búast má við allt að fimmtán mínútna töf hverju sinni. SAMGÖNGUR Ætti að selja Kanadamönnum hlut Orkuveitunnar í HS Orku? Já 21,7 Nei 78,3 SPURNING DAGSINS Í DAG Ferð þú oft í Þjóðleikhúsið? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.