Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 8
 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR BANDARÍKIN, AP Jaycee Lee Dugard var aðeins ellefu ára þegar henni var rænt á leiðinni í skólann. Nú átján árum síðar losnaði hún loks úr prísundinni, eftir að hafa eignast tvær dætur með mannræningjanum sem nauðgaði henni ítrekað. Mannræningjarnir voru reynd- ar tveir, Phillip Garrido og eigin- kona hans Nancy, sem bæði voru á fertugsaldri þegar þau sátu fyrir stúlkunni á götu í bænum South Lake Tahoe í Kaliforníu árið 1991. Þau hafa haldið henni fanginni í bakgarðinum heima hjá sér í borg- inni Antioch allar götur síðan, ásamt börnunum tveimur, sem nú eru ellefu og fjórtán ára. „Börnin hafa aldrei komið í skóla, þau hafa aldrei farið til læknis,“ segir Fred Collar lögreglumaður. „Þeim var haldið í algerri einangr- un inni á þessari lóð.“ Upp komst um Garrido eftir að hann sást á ferð með tvö börn á þriðjudaginn fyrir utan Kaliforníu- háskóla í borginni Berkeley. Hann hafði ætlað að fara inn í háskólann til að dreifa þar trúarbæklingum. Lögreglumönnum þótti hann haga sér grunsamlega, og komust að því að hann væri á skrá yfir barnaníð- inga. Hann mætti svo daginn eftir til yfirheyrslu á lögreglustöð ásamt eiginkonu sinni, börnunum tveim- ur, og svo hinni 29 ára gömlu Jaycee Lee Dugard, sem sagðist heita Alissa. Þar viðurkenndi hann svo mannránið. Prísundin í bakgarðinum var þannig úr garði gerð að hún sást ekki, jafnvel ekki þótt gengið væri um íbúðina og bakgarðinn. Skúr- um og trjágróðri var komið fyrir þannig að skyggði á íverustaðina. Dugard hitti móður sína og systur á fimmtudag og voru það fagnaðarfundir. Ekki er vitað til þess að hún hafi haft samband við nokkra aðra en mannræningja sína þessi átján ár. Stjúpfaðir hennar, Carl Probyn, sagðist fyrir löngu hafa gefið upp alla von um að hún fyndist á lífi. Hann varð vitni að mannráninu og var lengi vel grunaður um að hafa átt aðild að því. „Þetta eyðilagði hjónabandið mitt. Ég leið vítiskvalir vegna þessa, enda var ég grunaður maður alveg þangað til í gær,“ sagði Probyn, sem nú er sextugur. Mannræninginn Garrido seg- ist hins vegar vera orðinn trúað- ur maður og reyndi að gera gott úr ódæði sínu. Í sjónvarpsviðtali sagði hann fæðingu fyrstu dóttur sinnar hafa gjörbreytt lífi sínu: „Það sem gerðist var viðbjóðslegt alveg frá byrjun til enda. En ég sneri lífi mínu algerlega við.“ Hann á að baki langa sakaskrá kynferðisbrota. gudsteinn@frettabladid.is Börnin fóru aldrei í skóla né til læknis Jaycee Lee Dugard hitti móður sína og systur á fimmtudag eftir átján ár í klóm mannræningja. Ræninginn réttlætir gerðir sínar með því að segja fæðingu fyrsta barns síns hafa gerbreytt lífi sínu. JACEE LEE DUGARD Stjúpfaðir hennar var lengi vel grunaður um aðild að mannráninu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MANNRÆNINGJARNIR Phillip og Nancy Garrido. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Nú standa yfir við- ræður bæjarfulltrúa á Álftanesi um sameiginlega stjórn bæjar- ins. Stjórnarkreppa hefur verið í bænum eftir endurkomu Kristjáns Sveinbjörnssonar í bæjarstjórn. Kristján hafði í desember stigið til hliðar sem bæjarfulltrúi og sagt af sér sem forseti bæjarstjórnar. Félagar hans í Á-listanum töldu að hann ætti ekki að snúa aftur í bæjarstjórnina á þessu kjörtíma- bili. Margrét Jónsdóttir úr Á-lista sleit viðræðum við félaga sína um myndun meirihluta 18. ágúst og hefur síðan reynt að mynda meiri- hluta bæði Á-lista og D-lista með „þjóðstjórnarfyrirkomulagi“. - gar Viðræður bæjarfulltrúa: Þjóðstjórn á Álftanesi? ÁLFTANES Andstæðar fylkingar reyna að mynda „þjóðstjórn“ í erfiðu ástandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.