Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 18
18 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Jóga í Garðabæ Byrjar í Kirkjuhvoli 8. september Framhaldstímar mánud. og fimmtud. kl. 18.00–19.15 Byrjendatímar mánud. og fimmtud. kl. 19.30–20.45 Kennari er Anna Ingólfsdóttir, Kripalu jógakennari. Upplýsingar og skráning í símum 565 9722 og 893 9723 eftir kl 17.00 og einnig á annaing@centrum.is. Anna Ingólfsdóttir Byrjar í ir j li 7. september Smárit Ferðafélags Íslands Handhægar gönguleiða- lýsingar til að hafa með í bakpokanum Fást á skrifstofu FÍ og í næstu bókabúð SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is Í nýjasta fræðsluriti FÍ, sem er það fimmtánda í röðinni, er umfjöllunar- efnið fjalllendið milli Snæfellsness og Borgarfjarðar. Ritinu er ætlað að bæta úr skorti á aðgengilegum leiðarlýsingum og kortum, bæði varðandi Vatnaleiðina milli Hnappa- dals og Norðurárdals og eins um önnur áhugaverð göngusvæði á þessum slóðum. Auglýsingasími – Mest lesið Íslensk prentlög eru úrelt UMRÆÐAN Elín G. Ragnarsdóttir skrifar um dómsmál Allt frá því að Sigríður Rut Júlíus-dóttir vann meiðyrðamál á hendur ritsjórum tímaritsins Hér og nú fyrir hönd Bubba Morthens hafa flóðgáttir lögsókna á prent- miðla opnast. Lögfræðingurinn Vil- hjálmur Hans Vilhjálmsson hefur nýtt sér veikleika prentlaganna sem Sigríður fann í Bubba-málinu og límt hennar rökflutning á hin margvíslegustu mál en þó oft án árangurs. Veikleiki prentlaganna er í grunninn túlkað- ur í dag með þessum hætti: Hver maður er frjáls skoðana sinna og sann- færingar og á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður blaðamaður þær fyrir dómi. Skv. stjórnarskrá Íslands er þetta með öðrum hætti, eða: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfær- ingar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Prentlögin samræmast því ekki 73. gr. stjórnar skrár. Laugardaginn 22. ágúst sl. birtist svo grein eftir lögmanninn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson. Sá sem stýrir pennanum virðist fullur reiði og heilagrar vandlætingar í garð Birtíngs útgáfu- félags og starfsmanna þess. Þó er það svo að fátt kemst nærri sannleikanum í greininni og lítið sem ekkert fer fyrir málefnalegum rökum. Of langt mál væri að leiðrétta allar þær rang- færslur sem lögmaðurinn fer með og skal því látið sitja við þær alvarlegustu. Í fyrsta lagi fullyrðir lögmaðurinn að á sl. mánuðum hafi gengið sjö dómar í héraðsdómi eða Hæstarétti, þar sem Birtingur eða blaða- menn þess og/eða tengdra félaga hafi verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot. Þó að skil- greiningin sé víð er þetta þó rangt hjá lögmann- inum. Tvö þessara mála varða ákvæði höfundar- laga en fjalla ekki um hegningarlagabrot. Því er um að ræða fimm dóma og er í öllum þeim tilvikum um að ræða einkarefsimál. Þó að tölfræðin, sem Vilhjálmur styðst mjög við í grein sinni, sé rakin rökvilla í þessum efnum, mætti allt eins draga fram þá staðreynd að í átta málunum hefur verið krafist ómerk- ingar á alls 103 ummælum. Niðurstaðan er að ómerkt hafa verið alls 32 ummæli eða innan við þriðjungur af því sem lagt var upp með. Slík uppskera myndi þykja rýr á flestum bæjum, í það minnsta ekki eitthvað til að stæra sig af, líkt og lögmaðurinn gerir í nefndri grein. Þá er hverjum sem les heimilt að draga eigin ályktan- ir af þeirri tölfræði að Vilhjálmur hefur verið lögmaður stefnenda í sex af þessum átta málum gegn Birtingi og starfsmönnum þess. Sé ein- göngu litið til þessara sex mála verður uppsker- an, er lýtur að ómerktum ummælum, enn rýr- ari. Tjáningarfrelsi skert á Íslandi Þegar spurningu Vilhjálms um það hvort við dómstóla sé að sakast er svarað, verður vart komist fjær málefnalegum rökum en að leggja til grundvallar hversu margir meiðyrðadómar hafi gengið gegn einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Nær er að líta til forsendna dómanna og bera t.d. saman við forsendur mannréttinda- dómstóls Evrópu í málum er lúta að tjáningar- frelsi. Að því virtu má með góðum rökum halda því fram að íslenskir dómstólar líti á tjáning- arfrelsi sem undanþágu hér á landi, frekar en meginreglu öfugt við mannréttindadómstól Evrópu. Þegar þetta er haft í huga þarf engan að undra að ákveðið hafi verið að vísa svo- nefndu Vikumáli til meðferðar hjá mannrétt- indadómstólnum. Það er forsenda fyrir því að vísa Vikumálinu svokallaða til Strassborgar að íslenskir dómstólar hafi farið út af sporinu við að fylgja eftir lögfestum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og þeim sjónarmiðum sem beitt er af mann- réttindadómstólnum sjálfum í málum er varða tjáningarfrelsi. Hver einasti dómur þar sem ummæli eru ómerkt reisir tjáningarfrelsinu skorður. Það er mat þeirra sem að kærunni til Strassborgar standa að íslenskir dóm- stólar hafi gengið of langt í að setja tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi skorð- ur. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort blaðamanninum Eiríki Jónssyni yrði í dag aftur gert að þola ómerkingar- dóm og greiða miskabætur með þeim rökum að „Stefnandi er fjárfestir og orðspor hennar í viðskiptalífinu því mikilvægt. Telja verður að framangreind ummæli, sem eiga ekki við rök að styðjast, séu óviðurkvæmileg, ærumeiðandi og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda sem persónu og fjárfestis.“ Ummælin hafði blaða- maðurinn eftir viðmælanda sínum og voru þau þess efnis að tiltekin efnamanneskja hefði ekki staðið í skilum við skuldbindingar sínar. Það er í það minnsta mat undirritaðs að eitthvað virðist hafa slaknað á kröfum samfélagsins um að ekki megi tala með þessum hætti síðan þessi dómur féll, hvað sem líður afstöðu dómstóla. Loks er í þessu samhengi fróðlegt að rifja upp dóm yfir tveimur blaðamönnum frá miðjum síðasta ára- tug, sem fullyrtu að fölsuð málverk væru seld í fyrirtækinu Gallerí Borg. Þeim var gert að þola ómerkingardóm og greiða bætur, þrátt fyrir að hafa viðamiklar heimildir fyrir skrifum sínum. Ekki leið þó á löngu eftir þennan dóm þar til starfsmaður gallerísins var dæmdur fyrir mál- verkafölsun. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá? Þá er loks ótalin sú staðreynd að blaðamönnum prentmiðla er með lögum gert að bera ábyrgð á sannfæringu, öllum skoðunum og hugsunum viðmælenda sinna. Prentlögin virðast þannig að mati dómstóla ganga framar 73. gr. stjórnarskrár Íslands, sem kveður á um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær sjálfur fyrir dómi. Slíkum hlutlægum ábyrgðarreglum, þar sem fólki er gert að bera ábyrgð án sakar, hefur fækkað undanfarið, enda þykja þær óréttlátar. Ábyrgðarreglur íslenskra prentlaga enduróma hugsunarhátt löngu genginna kynslóða. Með Vikudómnum, þar sem blaðamaður var sakfelldur fyrir ummæli viðmælanda síns sem sagði frá sárri reynslu sinni af því að vinna á Goldfinger, er búið að setja miklar skorður við því að prentmiðlar fjalli um viðkvæm málefni, sem oftar en ekki snúa að konum. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá sárri reynslu sinni i því umhverfi sem ríkir í dag? Ákafur lögmaður hefði sjálfsagt fundið einhvern til að fara í mál við hana. Með slíkum dómum sem Vikudómnum hafa dómstólar heft veru- lega tjáningarfrelsi í landinu og lamað að hluta prentmiðla til að uppfylla hlutverk sitt. Ekki bætir úr skák þegar fólk, sem þarf að bera slíka ábyrgð án sakar, er kallað síbrotamenn af lög- mönnum, sem eiga að vita betur. Af framangreindu ætti öllum að vera ljóst að greinarskrif Vilhjálms eru byggð á röngum forsendum og fullyrðingum. Í raun fer Vil- hjálmur fram með rangar fullyrðingar sem hæglega væri hægt að kæra. Og með fram- ferði sínu og fullyrðingum gerist Vilhjálmur að öllum líkindum brotlegur við siðareglur Lögmanna félagsins. Að framansögðu er ómögu- legt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að lögmaðurinn setji vísvitandi fram rangfærslur, þar sem honum er kunnugt um allar framan- greindar staðreyndir. Tilgangurinn virðist vera sá að nýta sér gölluð prentlög og auglýsa nýjar málssóknir á hendur starfsmönnum Birtíngs. Höfundur er framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags. ELÍN G RAGNARSDÓTTIR Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.