Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 21 UMRÆÐAN Ari Freyr Hermanns- son, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kristján Freyr Kristj- ánsson og Sóley Jónsdóttir skrifa um íslenskan sjávar- útveg. Íslenskur sjávar-útvegur er fullur af tækifærum sem Íslendingar eiga að nýta sér til að við- halda þróun á iðnað- inum sem virðist hafa staðnað undanfarin ár.“ Það eru niðurstöð- ur nýsköpunarhóps Innovit sem sumarið 2009 var falið að vinna verkefni um íslenskan sjávarútveg. Hópurinn, sem saman stóð af fjórum háskólanemendum á aldr- inum 24-27 ára, var mjög fjöl- breyttur. Nemendurnir komu úr verkfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði en höfðu einn- ig grunn á öðrum sviðum. Verk- efnið fólst í því að kanna íslenska markaðinn og meta hvar leyndust hugsanleg tækifæri fyrir nýsköp- un í sjávarútvegi. Verkefni þetta var unnið fyrir Icelandic Group, alþjóðlegt fyrir- tæki í sjávarútvegi, undir hand- leiðslu Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Þar sem hópurinn var mennt- aður á mörgum sviðum, var hann fær um að meta þverfaglega kosti og galla íslensks sjávarútvegs og möguleg tækifæri, þrátt fyrir að hópurinn hefði ekki áður starfað við íslenskan sjávarútveg. Óaðgengileg atvinnugrein Upplýsingar um íslenskan sjávar- útveg eru almennt ekki auð- fengnar. Þar má sem dæmi nefna upplýsingar um virðiskeðju fiska- furða og hvernig kaup og sala á fiskafurðum fer fram. Ekki er heldur um auðugan garð að gresja á veraldarvefnum og vefsíður útgerða og fiskvinnslufyrirtækja eru sjaldan eða illa uppfærðar. Þau gögn sem helst er hægt að reiða sig á eru gögn frá Hagstofu Íslands og Fiskistofu en eru þau þó langt frá því að vera fullnægj- andi þegar farið er út í veigamik- il verkefni. Hópurinn áttaði sig fljótt á því að eigendur útgerða og kvóta, sem og helstu stjórnendur í íslensk- um sjávarútvegi eru oftast nær „fæddir inn í bransann“ og því ekki greið leið fyrir aðra áhuga- sama inn í atvinnugreinina. Til að fræðast um íslensk- an sjávar útveg voru tekin viðtöl við fagaðila á markaðnum. Rætt var við sjómenn, kvótaeigendur, útgerðir og allar helstu stofnanir tengdar íslenskum sjávarútvegi. Sem dæmi má nefna MATÍS, LÍÚ, Útflutningsráð, Landssamband fiskeldisstöðva og Samtök fisk- vinnslustöðva. Niðurstöður þessarar upplýs- ingaleitar voru sláandi. Aðilar á markaði höfðu mjög mismunandi sýn á íslenskan sjávarútveg en til að mynda höfðu sjómenn sem starf- að höfðu í iðnaðnum í 30 ár allt aðrar skoðanir en kaup- og sölu- menn á því hvernig iðnaðurinn gengur fyrir sig. Vitneskja þeirra sem spurðir voru, var mestmegnis hjá þeim sjálfum og í hugum þeirra fremur en í gögnum sem hægt var að vísa í. „Menn bara vita þetta“ var algengt svar þegar hópurinn spurðist fyrir um hvar helst væri að finna gagnlegar upplýsingar um iðnaðinn. Það að mikilvægar upp- lýsingar sem þessar skuli ekki vera skjalfestar á einn eða annan hátt er iðnaðinum síður en svo til fram- dráttar. Upplýsingaskortur kann að vera ein ástæða þess að ungt fólk leitar síður í sjávarútveg en annan íslenskan iðnað því góðar upplýs- ingar eru jú grunnforsenda fyrir sýnileika iðnaðarins. Víða pottur brotinn Að mati hópsins er víða pottur brot- inn í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir- tæki á markaðnum hafa mörg hver ekki tileinkað sér þau fræði og þær stjórnunaraðferðir sem viðgangast í atvinnurekstri nú á dögum. Hugs- anleg ástæða þess kann að vera að ungt háskólamenntað fólk hefur streymt inn í fjármálageirann og sáralítil endurnýjun hefur verið í íslenskum sjávarútvegi síðast liðin ár. Kanna þarf tækifæri sem fel- ast í innleiðingu nýrra starfshátta. Sem dæmi má þar nefna þekkingar- stjórnun, stjórnun og stefnumótun og bestun á hina ýmsu verkferla. Þetta eru þættir sem geta haft virð- isaukandi áhrif á íslenskan sjávar- útveg og gert hann að mörgu leyti skilvirkari. Þröngsýni hefur verið þess vald- andi að margir Íslendingar hafa misst trú á tækifæri í íslenskum sjávarútvegi og því leitað á önnur mið. Rökin eru gjarnan að einung- is sé verið að veiða tiltekið magn sjávar afurða ár hvert og virði þeirra standi í stað. Þetta viðhorf einkennist af gömlum gildum og er vert að gera tilraunir til þess að breyta því með aukinni fræðslu meðal almennings. Hvers vegna er til dæmis hægt að panta norskan lax á öllum fínustu veitingastöðum heims? Það er vegna þess að Norðmönn- um hefur, með einkar öflugri mark- aðssetningu, tekist að gera norska laxinn að sterku vörumerki og stað- setja hann í hugum neytenda sem gæðavöru. Íslendingar gætu beitt ámóta aðferðum og þannig aukið verðmæti íslenska fisksins til muna. Íslenskur fiskur gæti með þessum aðferðum náð vinsældum á alþjóðamarkaði því augljóst er að hann á hann jafn mikið erindi þangað og sá norski. Mörg tækifæri Margar leiðir eru til þess færar að gera íslenska fiskinn það eftir- sóknarverðan að hann skeri sig úr meðal annars fisks. Til dæmis væri hægt að sérmerkja allar umbúðir utan um íslenskan fisk þannig að neytendum væri gert kleift að sjá hvar og hvenær hann var veiddur. Vörur framleiddar úr roði, til að mynda skófatnaður og bindi gætu einnig aukið sýnileika íslenska fisksins á alþjóðamarkaði. Þar sem fiskur er takmörkuð auðlind væru þetta ákjósanlegar leiðir til þess að ná fram auknu virði með aukinni eftirspurn. Mikið hefur verið um tæknilega þróun innan sjávarútvegs á Íslandi en lítil þróun hefur verið í aðferð- um til að auka virði fiskafurða. Íslenska þjóðin gæti tekið sér aðrar þjóðir til fyrirmyndar, til að mynda þjóðir sem ekki búa yfir miklum auðlindum en hafa á hinn bóginn skapað sér eigin verðmæti með hugviti og tækni. Þróun óumflýjanleg Ef sömu aðferðum væri beitt á íslenskan sjávarútveg væri hægt að auka virði hans til muna. Íslenskur sjávarútvegur á að opna dyr sínar fyrir nýjum hugmyndum og nýju og kraftmiklu fólki. Hann á beita aðferðum til að laða að menntafólk úr háskólum landsins og virkja hugvit þess til að efla iðnaðinn. Þróun er óumflýjanleg í íslensk- um sjávarútvegi. Þau fyrirtæki sem átta sig á því og grípa til aðgerða munu að öllum líkind- um sjá aukinn hag í sjávar útvegi á komandi árum. Áhugavert verð- ur að sjá hverjir munu leiða þá þróun. Ari Freyr Hermannsson, BSc í iðnaðarverkfræði frá HÍ, stundar meistaranám í fjármálaverkfræði við HÍ. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, BSc í viðskiptafræði frá HR, stund- ar meistaranám í stjórnun og stefnumótum við HÍ. Kristján Freyr Kristjánsson, BA í stjórnmálafræði frá HÍ, stundar meistaranám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við HÍ. Sóley Jónsdóttir stundar nám í viðskiptafræði við HR. Sýn ungra háskólanema á íslenskan sjávarútveg Upplýsingar um íslenskan sjávarútveg eru almennt ekki auðfengnar. Þar má sem dæmi nefna upplýsingar um virðis- keðju fiskafurða og hvernig kaup og sala á fiskafurðum fer fram. Icesave-frumvarpið til almennings UMRÆÐAN Hjörtur Hjartarson skrifar um Icesave Icesave-frumvarp-ið er úr höndum Alþingis. Á www. kjosa.is er verið að safna undirskrift- um við áskorun til forseta Íslands um að synja frumvarp- inu staðfestingar þannig að almenningur geri út um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meg- inrökin eru þríþætt: Fjárskuld- bindingin sem frumvarpið gerir ráð fyrir að þjóðin gang- ist undir er fordæmalaus, bæði stærð skuldbindingarinnar og hvernig til hennar var stofn- að. Í öðru lagi á almenningur kvölina af Icesave-hneykslinu, hvort sem ríkisábyrgðinni verð- ur hafnað eða hún samþykkt. Í þriðja lagi virðist fullreynt að ná sæmilegri sátt meðal þjóð- arinnar um málið eftir hefð- bundnum leiðum. Sé litið til ástandsins í sam- félaginu, þyngjast enn rökin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér ríkir vantraust á stjórn- málamönnum, embættismönn- um og stjórnsýslustofnunum. Líklega fordæmalaust í „vest- rænu lýðræðisríki“. Stjórnmála- stéttin hefur að formi til umboð þjóðarinnar í málinu, en ekkert umfram það. Icesave-krísan er orðin að táknmynd hrunsins og almenningur verður að fá að gera út um hana sjálfur. Að öðrum kosti verður Icesa- ve-gremjan viðvar- andi næstu árin til stórkostlegs skaða fyrir samfélagið. Farsæl niðurstaða er sú sem þjóðin nær sátt um. Niðurstaða sem magnað ósætti ríkir um er röng. Forsetaembætt- ið getur ekki tekið afstöðu til málsins. Embættið getur aðeins gert þjóðinni kleift að eiga síðasta orðið. Aumt væri að gefa upp á bátinn, baráttu- laust, stjórnarskrár varinn rétt sem almenningur á til þess að taka mál í sínar hendur. Þegar þetta er ritað hefur hátt á fjórða þúsund manns skorað á forseta Íslands að vísa málinu „í okkar hendur“. Það eru um 1,5% kjós- enda, en á Ítalíu og í Sviss, til dæmis, myndi það duga ríf- lega til að knýja fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um mál. Áskorunin er sett fram í trausti þess að forseti Íslands fallist á röksemdirnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við vonum samt og treystum á framtakssemi almennings – þeirra sem munu borga Icesave-reikninginn. Takið undir áskorunina. Tím- inn er naumur. Höfundur er talsmaður „Í okkar hendur“ á vefsíðunni www.kjosa.is. HJÖRTUR HJARTARSON ARI FREYR HERMANNSSON JÓHANNA DÝRUNN JÓNSDÓTTIR KRISTJÁN FREYR KRISTJÁNSSON SÓLEY JÓNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.