Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 25
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 25 FRÉTTABLAÐIÐ/KIDDI „Þótt ég sé orðinn fullorðinn skammast ég mín ekkert fyrir að segja að mömmu sakna ég mest,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, fyrrverandi frétta- maður hjá RÚV, sem nú nýtur sumarsins í Düsseld- orf, þrátt fyrir að sakna fjölskyldu sinnar og vina. Þar býr hann nú ásamt kærasta sínum, Símoni Ormarssyni. „Símon var flugþjónn hjá Icelandair en missti vinnuna í hópuppsögn í fyrrasumar. Ég fylgdi í kjölfarið hjá RÚV í lok nóvember. Þá urðum við að endurmeta allt lífið. Símoni hafði boðist vinna sem klippari á hárgreiðslustofu Vidal Sassoon. Þegar boðið barst sýndum við því mátulegan áhuga en þegar þessi staða var komin upp hjá okkur slógum við til. Síðastliðið haust hefði mig ekki grunað að ég yrði fluttur til Þýskalands innan árs, enda vorum við nýbúnir að festa kaup á íbúð í Garðabænum og ætluðum að skjóta þar rótum. Nú sjáum við fyrir okkur að vera hér í nokkur ár.“ Guðfinnur ætlar að láta það verða sitt fyrsta verkefni í nýja landinu að læra þýsku. „Ég er búinn að finna málaskóla hér í næsta nágrenni við heimili okkar. Þegar ég hef náð tökum á málinu verða mér allir vegir færir og ég ætla að finna mér vinnu hér. Ég er þegar með járn í eldinum hvað það varðar.“ Álit heimsins á Íslandi er orðið að óþarf- lega stóru skrímsli í hugum Íslendinga, að mati Guðfinns. „Almennt er mér vel tekið sem Íslendingi. Við fórum sem dæmi til Hollands um daginn. Við fórum þar út að borða og konan á næsta borði fór að forvitnast um hvaðan við værum. Við svöruðum því og áttum von á Icesave-skotum úr öllum áttum. Konan brosti þá sínu blíðasta og sagði: „Já, alveg rétt, þið kusuð fyrstu konuna til forseta, er það ekki?“ Álitshnekkir hvað, spyr ég nú bara.“ Honum finnst út í hött að tala um að fólk sem flytur af landi brott sé á flótta. „Jú, ef þetta hörmung- arástand hefði ekki komið til þá væri ég og margir aðrir sjálfsagt heima. Ég kýs hins vegar að líta á þá sem fóru sem útverði Íslands. Þar leita ég í smiðju Jóns Sigurðssonar, forseta og langfrænda míns. Jón hefði aldrei náð slíkum árangri í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ef hann hefði fundað í hátíðarsal MR lon og don. Hann náði árangri af því hann flutti til Kaupmannahafnar og talaði máli þjóðar sinnar þar.“ Útverðir Íslands en ekki á flótta GUÐFINNUR SIGURVINSSON Guðfinnur flutti nýverið til Düsseldorf ásamt kærasta sínum, Símoni Ormarssyni. Þar ætlar hann að læra þýsku og finna sér vinnu. MYND/ÚR EINKASAFNI Hún kann vel við sig í Danmörku. „Kaupmannahöfn er yndisleg og ég gæti vel hugsað mér að vera hérna áfram. Fari ég ekki í doktorsnám finnst mér líklegt að ég reyni að finna mér vinnu hér. Ég ætla samt ekki að taka neinar ákvarðanir strax og sjá hvernig ég verð stemmd eftir þetta ár. En ég verð að viðurkenna að mér finnst ástandið heima mjög óspennandi: Ráðstöfunartekjur hafa lækkað mikið, verðbólga og almenn leiðindi. Ég verð nú að segja að það fer lítið fyrir hinni umtöluðu skjaldborg heimilanna og hvet ríkis- stjórnina til þess að standa við gefin kosningaloforð. Finna þarf úrræði fyrir fyrirtæki og heimilin í landinu sem allra fyrst.“ Þrátt fyrir að kunna vel við sig í Danmörku er ekki laust við að hún fái að finna fyrir uppruna sínum af og til. „Já, ég hef alveg fengið nokkur skot, enda keyptu Íslending- ar þjóðargersemar Dana og margir þeirra skildu svo eftir sig sviðna jörð. Núna finna Danirnir dálítið til sín og eru óhræddir við að skjóta á mann fyrir að vera Íslendingur. En almennt held ég að Danir séu með dálitla fordóma fyrir útlend- ingum, og Íslendingar eru ekki þar undanskildir.“ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N ÓLAFUR OG EINAR BENEDIKT Ólafur Haukur Gíslason hand- boltamaður býr nú í Haugasundi í Noregi ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum. Það sem námsmenn hugsa - eða þannig Kaupþing námsmenn - þegar námið skiptir höfuðmáli Kaupþings námsmenn láta hugann reika vítt og breitt en þeir fá hins vegar: - Afslátt af færslugjöldum - Fyrsta árgjald af kreditkorti ókeypis - Mánaðarleg framfærslulán - Tölvukaupalán til allt að þriggja ára - 1.500 kr. endurgreiðslu nemendafélagsgjalda til háskólanema - Yfirdráttarlán á hagstæðum kjörum Meiri fróðleikur á kaupþing.is ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 67 83 0 8/ 09
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.