Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 32
32 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Á Þingeyri hefur kaffihúsið Simbahöll verið starfrækt í sumar. Kaffihúsið er í húsi sem reist var árið 1916 en þar var lengi verslun. Húsið hafði staðið mannlaust lengi þegar parið Wouter Van Hoeymissen og Janne Kristensen fékk það og gerði upp. „Ég hafði verið að ferðast um Ísland og vinna á bóndabæjum um landið þegar ég rakst óvart inn á Þingeyri. Mér bauðst að kaupa húsið fyrir 2.500 krónur og ákvað að slá til,“ segir Wouter. Um helgina verður haldið lokahóf í Simba- höll en kaffihúsinu verður lokað í vetur. „Við fengum bara rekstrarleyfi til bráðabirgða í sumar,“ segir Wouter. „Það gekk mjög vel í sumar og við áætlum að hafa opið á veturna líka í framtíðinni.“ Wouter segir að í upphafi hafi þau Janne hugsað Simbahöllina sem almenningsstofu. „Okkur langaði að gæða Þingeyri lífi og búa til stað þar sem fólk gæti hist,“ upplýsir Wouter og bætir við að þau hafi aldrei ætlað sér að setjast að á Þingeyri. Wouter og Janne gerðu húsið sjálf upp á og sköpuðu gamaldags stemningu þar. „Mér hefur alltaf líkað stemningin á Árbæjarsafni og það var rökrétt að nýta sjarma hússins í Simbahöll,“ segir Wouter en þau innréttuðu kaffihúsið með búslóð sinni að utan, sóttu markaði með notaða vöru í Belgíu, fóru á ruslahauga og eldri Íslendingar gáfu þeim hluti sem skapa gamaldags stemningu. Nýta sjarma Simbahallarinnar Wouter Van Hoeymissen og Janne Kristensen eignuðust Simbahöllina svokölluðu fyrir 2.500 krónur. Þau hafa gert það upp og opnað kaffihús. Ljósmyndari Fréttablaðsins, Anton Brink, leit í heimsókn í sumar og Marta M. Friðriksdóttir sló á þráðinn. KAFFIHÚSIÐ Simbahöllin á Þingeyri er á leið í vetrarfrí en aftur verður opnað næsta sumar. HORFINN TÍMI Reynt var að skapa gamaldags stemningu í Simbahöll. EIGENDURNIR Janne Kristensen og Wouter Van Hoeymissen hafa unnið að því síðastliðin þrjú ár að gera kaffihúsið upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKÍFUSÍMI Wouter og Janne fengu ýmsa hluti gefins frá eldri Íslend- ingum í kaffihúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJARMERANDI Parið sótti markaði í Belgíu með notaða vöru til að setja í Simbahöllina. GAMALDAGS Janne og Wouter hefur alltaf líkað stemningin í Árbæjarsafni og fannst rökrétt að nýta sjarma hússins í Simbahöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.