Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 42

Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 42
 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR2 Hátíðin fer fram í Jósepsdal, Bola- öldu hjá Litlu kaffistofunni. Hefj- ast leikar klukkan 12 og standa fram eftir degi. Alexander Kára- son, einmitt kallaður Lexi, er sá sem skipuleggur leikana. „Viðburðurinn er gerður að bandarískri og evrópskri fyrir- mynd en ég held að jafn stór við- burður af þessu tagi hafi ekki verið haldinn hér á landi áður. Þetta er samvinnuverkefni allra klúbba viðkomandi mótorsporta og með þessu viljum við bæði kynna þessa skemmtilegu íþrótt fyrir almenningi sem og að virkja þá sem iðka mótorsport af ýmsu tagi og gera þeim hátt undir höfði.“ Meðal þeirra greina sem þarna verður keppt í eru fjórhjóla- kross, mótókross, BMX-hjólreið- ar, rallýkross og torfæra en auk þess munu listfélagar fljúga um svæðið. Peningaverðlaun eru fyrir fyrsta sætið í hverjum flokki. „Margar þessara greina hefur fólk séð áður en önnur hafa ekki verið sýnd á svona hátíð áður. BMX-hjólin munu þarna sýna list- ir sínar og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Svo er hug- myndin að gera þessa veislu það skemmtilega að á næsta ári verði þetta að enn stærri viðburði: Tveggja daga veislu,“ segir Alex- ander en um 100 keppendur eru skráðir til leiks. „Þetta verður eins konar sleitu- laus flugeldasýning með fjöri og gaman en X-ið mun spila tónlist á svæðinu.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast hjá N1 Ártúnshöfða og hjá Nítró, mótorhjólaversluninni á Bíldshöfða. - jma Mótorsportið kynnt í dag Stórt samvinnuverkefni margra klúbba mótorsports lítur dagsins ljós á Lexi Games sem fram fer í dag. Hátíðin er tileinkuð mörgum helstu jaðar- og mótorsportsgreinum sem æfðar eru á Íslandi. Keppt verður í mörgum greinum í dag, allt frá torfæru til BMX-hjólreiða. Alexander Kárason, skipuleggjandi mótorsporthátíðarinnar Lexi Games, býst við margmenni í Jósepsdal í dag þar sem keppt verður í alls kyns greinum mótorsports. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BURSTABÆRINN KRÓKUR á Garðaholti í Garðabæ verður opinn á sunnudaginn frá klukkan 13 til 17. Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Aðgangur er ókeypis. „Vinkona okkar, Hjördís Hugrún Sig- urðardóttir, er að fara að flytja til Sví- þjóðar, með kærastanum sínum og er í raun að tæma alla íbúðina sína því hún má taka svo lítið með sér,“ segir Margrét Jústa Pétursdóttir. Hún og Jóhanna Ragnheiður Lárusdóttir hafa haldið úti bloggsíðum þar sem þær selja fötin sín. Auk þeirra og Hjördís- ar verða systur Jóhönnu, Gerða Kristín og Þórdís Harpa Lárusdætur með föt á markaðnum. „Við erum að selja föt fyrir stelpur, stráka og börn. Flest af þessu eru mjög fín föt, sérstaklega af Hjördísi, hún er að selja föt sem hún er nýbúin að kaupa, merkjavöru og allt, þannig að þetta er ekkert drasl. Þetta er á mjög hagstæðu verði. Það eru allir að græða, sérstaklega kaupendurnir,“ segir Margrét. Hún hélt eigin fata- markað í byrjun sumars við góðar undirtektir. „Þetta er voða skemmti- legt og allir mjög ánægðir með þetta.“ Markaðurinn verður opinn frá hádegi til sex á Laugarnesvegi 110. Þeir sem vilja kynna sér bloggsíður stelp- nanna er bent á að slá inn blog.cent- ral.is/odyr-flott-fot og blog.central.is/ kreppufot. - kbs Selur og flytur FIMM STELPUR ÆTLA AÐ HALDA FATAMARKAÐ Í HEIMAHÚSI Á LAUGARDAGINN. Hjördís, til vinstri, selur allt og fer úr landi. Með henni á myndinni eru Gerða og Þórdís. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Opið hús DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s Kínverskur heilsudagur • Frí Ráðgjöf á kínverskri heilsumeðferð • Kynning á hugrænni teigjuleikfimi • Tai-Chi og Kung-Fu fyrir börn og fullorðna • Kynning á kínversku heilsu tei og heisubætandi áhrif te drykkju Skeifunni 3j. Laugardaginn 29. ágúst kl. 9-16. Heilsudrekinn og Wu-Shu félag Reykjavíkur kynna: Skráning er hafin Frístundakort Kennari: Meistari Zhang einkatímar og hópatímar Tao lu og Tai chi MATUR Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is Lótus jógasetur • www.this.is/asta YOGA HEFST 7. SEPT MORGUN HÁDEGI SÍÐDEGI BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 7. SEPT HEILSUFRÆÐSLA HEFST 14. SEPT HUGLEIÐSLA HEFST 16. SEPT KRAKKAYOGA HEFST 7. OKT FJÖLSKYLDUYOGA HEFST 12. SEPT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.