Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 59

Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 59
Fjallagrös eru fléttur, það er samlífi sveppa og þörunga, og hafa þau lengi verið nýtt til matargerðar, lækninga og heilsubótar í Evrópu. Þau eru algeng í fjalllendi og á há- sléttum á norðlægum slóðum. Fjallagrös eru sérstak lega al- geng á Íslandi og vaxa um mestallt land en algengast er að finna þau á heiðum. Fjalla- grös geta verið dökkbrún eða nær svört, mjó og rennulaga eða blaðkennd, allbreið og ljósbrún eða grænleit. Á Íslandi tíðkaðist að fara í grasaferðir til að safna fjalla- grösum. Fjallagrös er best að tína í vætu með höndunum því þá fylgja mosi og aðrar jurtir síður með. Nauðsynlegt er að þurrka grösin strax eftir tínslu og best er að dreifa úr þeim og snúa reglulega. Íslendingar hafa um aldir notað fjallagrös til matar- gerðar og lækninga. Litið var á þau sem holla og næringar- ríka fæðu, auðuga af stein- efnum, einkum járni, kalki og trefjaefnum. Grösin voru notuð með margvíslegum hætti til dæmis í fjallagrasa- mjólk, fjallagrasagraut, brauð, slátur og til tegerðar. Fjallagrös voru einnig nýtt til lækninga, einkum gegn kvillum í öndunarvegi og meltingarfærum. Auk þess hafa þau verið notuð útvortis sem bakstrar á exem, þurra húð og sár sem gróa illa. FJALLAGRÖS Í MATARGERÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.