Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 60

Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 60
10 matur Lagt á haustborð Innanhússarkitektinn Ólöf Jakob-ína hefur komið að ýmsu í gegn-um tíðina sem snertir hönnun, hefur sjálf framleitt vörur og held- ur nú úti skemmtilegu bloggi þar sem hún deilir alls kyns hugmynd- um fyrir heimilið - www.olofjakob- ina.blogspot.com. „Mér finnst alltaf betra að hafa skreytingar ekki of flóknar í fram- kvæmd og þessi skreyting snerist í rauninni bara um það að fara út í garð nágrannakonu minnar, sem býr svo vel að eiga ylli, og tína svo fram einhverjar krukkur úr skápum, sem ég notaði bæði sem blómavasa og undir kerti,“ segir Ólöf Jakobína. Ólöf Jakobína valdi ber yllisins því um þessar mundir eru þau fag- urrauð en ber reynitrjánna eru hins vegar enn ekki búin að ná fullum lit. „Svo má nota reynitrésberin þegar lengra líður á haustið.“ Ólöf notaði bæði kerti af nokkrum stærðum, bæði há og lág og svo teljós. Leirtauið er úr ýmsum áttum en kökudiskurinn sem skreytir borðið er það nýjasta sem innanhússarki- tektinn hefur verið að fást við en þá vinnur hún úr gömlu postulíni. - jma PH5 eftir Paul Henningsen er borð- stofuljós Ólafar Jakobínu en ljósmyndin yfir píanóinu er Þórsmerkurmynd tekin af Ólafi Magnússyni árið 1942. Mynd- ina fann Ólöf í Góða hirðinum en svo skemmtilega vill til að sömu mynd má sjá á sýningunni Úrvalið sem opnar um þessar mundir á Listasafni Akureyrar.Hördúkur er á borðinu en stellið er alveg hvítt án nokkurra skreytinga. Rautt og hvítt og rómantískt. Hnífapörin eru falleg við hvítan grunn- inn, kallast Grand Prix, og fást í Epal. Tveggja hæða kökudiskurinn er gerður af húsfrúnni sjálfri en hún selur þá einnig.Ofan í hverja skál setti Ólöf Jakobína smávegis af ylliberjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ylliberin eru fullþroskuð í ágúst. Ólöf Jakobína Ernudóttir innanhússarkitekt segist vilja dekka upp matarborðið á einfaldan hátt þar sem ekki þarf að kosta miklu til. Hún notaði ber af ylli og gamlar sultukrukkur sem uppistöðu í haustmatarboði sínu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.