Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 76

Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 76
48 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Ég hef hafið störf á tannlæknastofunni í Vesturturni Glæsibæjar 4.hæð, Álfheimum 74 Tímapantanir í síma: 561 3130 Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Áhöfnin á Halastjörnunni, sem er skipuð þeim Gylfa Ægissyni, Hemma Gunn og Ara Jónssyni, hélt tónleika á Kringlukránni í gær- kvöldi og ætla þeir félag- ar að endurtaka leikinn í kvöld. Á efnisskránni eru slagarar á borð við Stolt siglir fleyið mitt og Ég hvísla yfir hafið. „Fyrir 25 árum komum við í eina skiptið fram opinberlega í Búðar- dal. Síðan gerðum við ekkert í málinu fyrr en eftir minningar- tónleikana hjá Rúnari Júl, sem var útgerðarmaður og skipstjóri,“ segir Hemmi Gunn um endur- komu Áhafnarinnar á Halastjörn- unni á Kringlukránni í kvöld. „Við tókum létta æfingu fyrir tveimur mánuðum í Keflavík til að kanna hvort endurkoma væri möguleg og það reyndist vera. Þetta bygg- ist allt á léttum anda. Gylfi er svo ótrúlega skemmtileg týpa, svo „orginal“.“ Áhöfnin æfði saman á fimmtu- daginn og að sögn Hemma var hlegið stanslaust í tvo tíma. „Þetta eru lög sem allir þekkja. Það er svo mikill aragrúi góðra laga sem kallinn hefur samið,“ segir hann og útilokar ekki að sveitin haldi áfram að spila. „Ef þetta gengur vel ætlum við að halda því opnu því við höfum svo mest gaman af þessu sjálfir.“ Stutt er síðan Áhöfnin atti kappi við Sigur Rós í spurningaþættin- um Popppunkti á RÚV þar sem léttleikinn var að sjálfsögðu í fyrirrúmi. „Þeir höfðu rosalega gaman af þessu,“ segir Hemmi um Sigur Rós. „Þetta er sá þáttur sem hefur verið mest „dánlódað- ur“ úr Ríkissjónvarpinu, úti um allan heim. Við viljum meina að það sé út af okkur,“ segir hann og skellihlær. freyr@frettabladid.is Áhöfnin á Halastjörnunni snýr aftur eftir 25 ára hlé ÁHÖFNIN Á HALASTJÖRNUNNI Ari Jónsson, Gylfi Ægisson og Hemmi Gunn skipa hljómsveitina Áhöfnina á Halastjörnunni sem leikur á Kringlukránni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > AFTUR Í MEÐFERÐ Melanie Griffith hefur skráð sig í meðferð á Cirque Lodge-meðferðarheimilinu í Utah. Griffith, sem er gift leikaranum Antonio Banderas, fór í meðferð árið 2000 við fíkn á lyfseðilsskyldum lyfjum sem hún fékk í kjölfar meiðsla. Talsmaður Griffith segir með- ferðina núna hins vegar vera hluta af heilsufarsplani sem leikkonan gerði í samráði við lækni og sé einungis ætluð til að viðhalda heilbrigðum lífs- stíl. Vesturbæingar eru nú á endaspretti söfnunar fyrir nýju fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugarinnar. Mímir − Vináttufélag Vesturbæjar stendur að söfnun- inni sem lýkur með veglegri fjölskylduhátíð í lauginni í dag. „Við erum hópur Vesturbæinga sem störfum undir nafninu Mímir − Vináttufélag Vesturbæjar. Þegar Vesturbæjarlaugin var reist á sínum tíma þá var byggt risastórt fiskabúr í anddyri laugarinnar. Það búr var tekið niður fyrir tæpum þrjátíu árum síðan því það var orðið of mikið umstang í kringum umhirðu þess. Á fundum okkar Mímismanna fór for- tíðarþráin að gera vart við sig og við ákváðum að endurreisa þetta fiskabúr með aðstoð Vesturbæinga,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður Mímis. Söfnunin hefur staðið síðan í júlí og er markmið hennar að safna nægu fé til að reisa nýtt og fullbúið fiskabúr. Að sögn Einars Gunnars hefur þó nokkuð fé safnast nú þegar. „Stefnan er að safna einni millj- ón og við erum næstum hálfnuð með það. Söfnunin er líka ákveðið afturhvarf til þess tíma þegar íbúar létu sjálfir af hendi rakna til að auðga umhverfi sitt því upprunalega fiskabúrið var byggt fyrir samskotafé íbúa hverfisins. Listamennirnir sem taka þátt í hátíðarhöldunum á morgun eru allir að gefa vinnu sína og eru allir Vesturbæingar eða fastagestir laugarinnar,“ segir Einar Gunnar. Meðal þeirra sem munu stíga á stokk og skemmta gestum eru hluti hljómsveitarinnar Ný danskrar, Lay Low og Ólöf Arnalds auk annarra. „Við hvetjum auðvitað alla til að koma og mæta í sund og njóta dagsins með okkur. Þeir sem ekki vilja fara ofan í laugina geta tyllt sér á svæðið í kringum laugina og notið umhverfisins og tónlistarinnar.“ Dag- skráin hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16. - sm Sundlaugarpartí í Vesturbæ „Íslenskir skattgreiðendur borga ekki krónu heldur borgar norræna ráðherra- nefndin brúsann,“ segir Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra. Hún er á leið til Toronto á kvikmyndahátíðina þar í borg til að kynna og veita nor- rænni kvikmyndagerð brautargengi. Íslendingar eru í forsæti fyrir nor- rænu ráðherranefndina í ár og var Katrín beðin um að mæta á vegum hennar til Toronto. „Já, til að sýna að stjórnvöld styddu nú rækilega við bakið á norrænni kvikmyndagerð. Enda skilst mér að það sé mjög mikið af merkilegum myndum frá Norður- löndunum þetta árið,“ segir Katrín. Og það má til sanns vegar færa; Anti-Christ eftir Lars von Trier, The Good Heart eftir Dag Kára og svo auðvitað Sólskins- drengurinn í leikstjórn Friðriks Þórs þar sem Kate Winslet verður sögumaður. Katrín viðurkennir að hún hafi aldrei komið vestur um haf, verandi vinstra megin í hinu pólitíska litrófi hefur Norður-Ameríka ekkert heillað neitt sérstaklega. Þetta sé því í raun tíma- mótaferð í hennar lífi. Og svo skemmtilega vill til að mennta- málaráðherra verður að öllum líkindum í loftinu 11. september, þegar öryggisgæsla verður í hámarki enda dagsetningin meitluð í stein vegna árás- anna á Tvíburaturnana fyrir átta árum. „Já, þetta verður hressandi,“ segir Katrín, sem viðurkennir þó að hún sé spennt fyrir Kanadaferðinni. „Mér skilst að þarna séu sóknarfæri fyrir norræna kvikmyndagerð, að koma henni á framfæri við hinn vest- ræna heim og það er bara gaman að fá að taka þátt í því.“ Menntamálaráðherra til Toronto SAFNA FYRIR FISKABÚRI Einar Gunnar er einn þeirra sem standa fyrir söfnun á nýju fiskabúri í anddyri Vesturbæjar- laugar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á LEIÐ TIL NORÐUR-AMER- ÍKU Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun kynna íslenskar og norrænar kvikmyndir á vegum norrænu ráð- herranefndarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.