Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 79

Fréttablaðið - 29.08.2009, Síða 79
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 Nemakortin eru til sölu á strætó.is Ef X = 15000/2x5x30x8 þá er X bestu kaupin í strætó!* *Ef þú notar vetrarkort tvisvar sinnum á dag, fimm sinnum í viku, þá borgar þú aðeins 37 kr. fyrir ferðina. Vetrarkort: 15.000 kr. Haustkort: 8.000 kr. www.strætó.is Auðveldasta leiðin til að kaupa far með strætó ÍS L E N S K A S IA .I S S T R 4 65 46 0 8. 20 09 strætó.is Jón Kristján Kristinsson er ungur teiknari sem býr í Kaupmannahöfn og rekur þar fyrirtækið Frame- bender auk fjögurra annarra. „Fyrirtækið er aðeins tveggja mánaða gamalt en við höfum haft nóg að gera síðan við komum þessu á laggirnar og höfum meðal annars gert auglýsingar fyrir veitingastað- inn Jensens bøfhus og fyrir Hró- arskelduhátíðina. Núna erum við einnig að vinna að tónlistarmynd- bandi fyrir íslensku hljómsveit- ina Valrós,“ segir Jón Kristján, en hann og söngvari hljómsveitar- innar eru gamlir vinir. „Þetta var uppástunga frá hljómsveitarmeð- limum og ég ákvað að slá til. Lagið kallast Millionaire og mun mynd- bandið fjalla um milljónarmæring sem vill kaupa hvað sem er handa konu sinni. Stíllinn verður svolítið gamaldags og í anda teiknimynda á borð við Tomma og Jenna og Bleika pardusinn.“ Jón Kristján segir vinnuna við myndbandið vera mjög tímafreka, enda þurfi að teikna hvern ramma fyrir sig. „Þar sem við gerum þetta ekki í þrívídd þá þarf að teikna ramma fyrir ramma, þannig að það getur tekið okkur allt að tvo mánuði að teikna einnar mínútu mynd.“ Aðspurður segist Jón Kristján hafa mikinn áhuga á að gera teikni- myndasögu í framtíðinni og gefa út í bókarformi. Áður hefur hann hlotið fyrstu verðlaun í mynda- sögukeppni á vegum DR.dk, en sú saga fjallaði um búsáhöld. „Ég tók þátt í teiknimyndakeppni fyrir tveimur árum síðan og hlaut fyrstu verðlaun fyrir söguna sem ég sendi inn. Ég hefði mikinn áhuga á að fara lengra með þetta og jafn- vel gefa út bók með teiknimynda- seríum, en það er erfitt að finna einhvern til að styrkja þess háttar verkefni í þessu árferði,“ segir Jón Kristján að lokum. - sm Teiknari á uppleið í Kaupmannahöfn LANGAR AÐ GEFA ÚT BÓK Jón Kristján rekur fyrirtæki í Kaupmannahöfn sem býr til teiknimyndir. Breski sjónvarpskokkurinn Gor- don Ramsay virðist hafa orðið hug- fanginn af dvöl sinni í Vestmann- eyjum og ekkert síður af hinum íslenska lunda. Hann getur hreinlega ekki hætt að tala um fuglinn og eyjarnar í erlend- um fjölmiðlum. Ramsay var þannig í viðtali við spjallþáttastjórnand- ann Jimmy Kimmel og ræddi þar um hvernig hann hefði veitt lund- ann, rifið úr honum hjartað og borðað það hrátt. Fuglinn hefði síðan verið grillaður og borinn fram með fersku gúrkusalati. Ramsay hefur auglýst Íslandsferð sína nokkuð mikið og má varla mæta í blaða- eða sjónvarpsviðtal án þess að minnast á lundahjartað, þegar hann datt fram af bjargi eða ældi eftir að hafa smakkað íslensk- an hákarl. Lundainnslagið í þætti Ramsays, The F Word, vakti enda hörð viðbrögð á sínum tíma því fjöldi breskra sjónvarpsáhorfenda kvart- aði mikið undan aðförum Ramsays og töldu meðal annars að lundinn væri í útrýmingarhættu. - fgg Gordon hættir ekki að tala um lundann TALAR GJARNAN UM LUNDANN Gordon Ramsay talar um lunda- veiðarnar í Vestmannaeyjum við hvert tækifæri, nú síðast hjá spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.