Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 88

Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 88
60 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Chelsea hefur farið vel af stað undir stjórn Carlo Ancelotti og unnið alla þrjá deildarleiki sína til þessa. Lundúnafélagið mætir svo Burnley á Stamford Bridge- leikvanginum í dag. Nýliðar Burn- ley hafa komið hressilega á óvart til þessa og unnið bæði Manchest- er United og Everton og það er spurning hvað þeir gera gegn Chelsea. Burnley komst í fréttirn- ar á síðasta keppnistímabili þegar félagið lék í b-deildinni eftir röð góðra úrslita í deildarbikarnum þar sem Chelsea var eitt fórnar- lambið en Arsenal og Fulham lágu þá einnig í valnum. Þrátt fyrir góða byrjun á tíma- bilinu er knattspyrnustjórinn Owen Coyle hjá Burnley ekkert að tapa sér í gleðinni. „Markmið okkar fyrir tímabilið er einfalt og það er að sjá til þess að við séum ennþá í deildinni á næsta tímabili. Markmið Chelsea eru talsvert öðruvísi þar sem liðið setur stefnuna á að vinna alla þá titla sem í boði eru,“ segir Coyle. Búist er við því að Jóhannes Karl Guðjónsson verði á vara- mannabekknum gegn Chelsea en hann hefur komið við sögu í einum leik af þremur til þessa í deildinni. - óþ Enska úrvalsdeildin: Nær Burnley að stoppa Chelsea? JÓHANNES KARL Í baráttunni í bikarsigri Burnley gegn Chelsea á síðasta tímabili. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en allra augu verða á Old Trafford-leikvangin- um þar sem Englandsmeistarar Manchester United taka á móti Ars- enal. Leikurinn hefst kl. 16.15. Eftir hæga byrjun á tímabilinu hjá meisturum United, þar sem liðið virkaði hægt og ósannfær- andi í sigurleik gegn Birmingham annars vegar og tapleik gegn Burn- ley hins vegar, opnuðust allar flóð- gáttir í 0-5 stórsigri gegn Wigan á DW-leikvanginum. Mikið var rætt fyrir tímabilið um hvernig sóknar- leikur United yrði eftir að Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez yfirgáfu félagið en knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hlýtur að hafa verið ánægður með að framherjarnir Dimitar Berbatov, Wayne Rooney og Michael Owen voru allir á meðal markaskorara gegn Wigan. Á síðasta tímabili vann United aðeins einn af sex leikjum sínum gegn hinum þremur af „stóru fjór- um“ liðunum, Arsenal, Chel- sea og Liverpool og Fergu- son vonast til þess að geta gert betur á þessu tíma- bili. „Við þurfum nauðsyn- lega að gera betur í þessum leikjum gegn stóru liðun- um. Við töpuðum sex stigum til Liverpool, fjór- um stigum til Arsenal og tveim- ur stigum til Chel- sea á síðasta tímabili og það þarf að breytast. Við þurf- um að draga línuna strax gegn Arsenal um helgina. Arsen- al hefur byrjað tímabilið af krafti og við vitum að okkar bíður erfiður leikur. Við erum þegar búnir að tapa einum leik til þessa og megum ekki við því að tapa öðrum,“ segir Ferguson. Síðan knattspyrnu- stjórinn Arsene Wenger tók við hjá Arsenal fyrir þrettán árum hafa hann og Ferguson eldað saman grátt silfur og bendir ekk- ert til þess að þeir hætti því í bráð. Wenger kveðst hlakka mjög til þess að mæta United. „Ég er fullur tilhlökkunar að fara á Old Trafford-leikvanginn vegna þess að heimsókn- in markar fyrsta alvöru prófið fyrir okkur á þessu keppnistíma- bili. Það er mikilvægt að vera með mikið sjálfs- traust þegar komið er að því að heimsækja Unit- ed og við erum virkilega vel stemmdir núna,“ segir Wenger. United verður án Edwin van der Sar, Rio Ferdin- and og Rafael da Silva vegna meiðsla en Wes Brown er leikfær að nýju eftir að hafa spil- að með varaliði United fyrr í vik- unni. Hjá Arsenal er fyrirlið- inn Cesc Fabregas meiddur og Aaron Ramsey tæpur en Robin van Persie og Andrey Arshavin verða líklega á byrjunarliðinu að nýju eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Celtic í miðri viku. Þó svo að titlar séu hvorki unnir né tapaðir í ágúst mun útkoman úr stórleik United og Ars- enal eflaust gefa tóninn fyrir harða toppbaráttu á nýhöfnu keppnistímabili á Englandi. omar@frettabladid.is Fyrsti stórleikur tímabilsins í dag Manchester United og Arsenal mætast í sannkölluðum stórleik á Old Trafford í ensku úrvalseildinni í dag. Leikurinn markar fyrsta skiptið sem einhver af „stóru fjórum“ liðunum mætast á yfirstandandi tímabili. ARSHAVIN Er mikilvæg- ur hlekkur í sóknarleik Arsenal. NORDIC PHOTOS/GETTY ROONEY Hefur skorað þrjú mörk í þremur deildarleikjum til þessa. NORDIC PHOTOS/GETTY STÓRLEIKUR Það er alltaf mikið í húfi þegar erkifjendurnir Manchester United og Arsenal mætast og leikurinn á Old Trafford í dag er sannarlega engin undantekning frá því. NORDIC PHOTOS/GETTY Föstudaginn 11. september kl 19.00 verður glæsileg afmælishátíð á Broadway, þar munu ungir sem aldnir Þróttarar fagna því að 60 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Boðið verður upp á fordrykk, þriggja rétta kvöldverð og glæsilega hátíðardagskrá þar sem veittar verða heiðursviðurkenningar. Aðalstjórn Þróttar hvetur alla sem koma að starfi deilda Þróttar í dag auk þeirra sem hafa með einhverjum hætti komið að starfi Þróttar síðustu 60 ár að gera kvöldið að eftirminnilegu Þróttarkvöldi. Það er fátt mikilvægara fyrir starfi ð í félaginu en að Þróttarar þekkist vel og hafi gaman af því að koma saman. Mætum öll ! Í tilefni 60 ára afmælis Þróttar Hátíðarkvöldverður 11. september á broadway Leikmenn • Eldri Þróttarar • Foreldrar Þróttara • Velunnarar • Stuðningsmenn K n a tt sp y r n u d ei ld • Te n n is d ei ld • K r u ll u d ei ld H a n d k n a ttleik sd eild • Sk á k m en n • B la k d eild Verðið á þessa glæsilegu skemmtun er aðeins kr 5.000 Þeir sem vilja tryggja sér miða á hátíðarkvöldverðinn geta haft samband við Ásmund (asiv@trottur.is) eða Eystein (eysteinn@trottur.is), eða pantið miða í síma 580-5900 fyrir þriðjudaginn 08. september. Dagskrá Kl 19.00 Húsið opnar með fordrykk. Kl 20.00 Borðhald hefst. Matseðill Púrtvínstónuð skógarsveppasúpa Lambavöðvi prime smurður balsamic sinnepi og kryddjurtum Eftirréttafantasía a la Chef Veislustjórar Halldór Gylfason, leikari og Jón Ólafsson, tónlistarmaður. Heiðurviðurskenningar Skemmtiatriði Viggó og Violetta, söng og skemmtiatriði Karl Örvarsson, eftirherma og söngvari. Dansleikur Að lokinni dagskrá verður dansleikur þar sem hljómsveitin Hunang leikur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.