Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 89

Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 89
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 61 Flottar töskur í skólann ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 47 08 4 08 /0 9 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 KÖRFUBOLTI Íslensku körfu- boltalandsliðin leika í dag sína síð- ustu leiki í B-deild Evrópumótanna í Smáranum, íþróttahúsi í Kópa- voginum í dag. Klukkan 14.00 leik- ur kvennaliðið við Svartfjallaland og klukkan 16.30 tekur karlaliðið á móti austurríska liðinu. Gengi liðanna hefur verið nokk- uð ólíkt. Karlalandsliðið byrjaði törnina á því að vinna tvo afar sterka sigra, fyrst á Dönum á úti- velli og svo Hollendingum hér heima. Liðið tapaði svo stórt fyrir geysisterku liði Svartfjallalands ytra á miðvikudagskvöldið. Kvennaliðið tapaði fyrstu þrem- ur leikjum sínum undir stjórn Hennings Henningssonar sem tók við þjálfun liðsins í vor. En liðið vann svo góðan sigur á Írum á Ásvöllum í vikunni og stefnir aftur á sigur nú, þó svo að kvennalið Svartfellinga gefi karlaliði lands- ins ekkert eftir. „Þetta er alvöru lið frá stórri körfuboltaþjóð. Það kom hingað 35 manna hópur á einkaþotu til landsins í dag (í gær) og greinilega ekkert til sparað,“ sagði Henning. „Þetta er mun sterkara lið á papp- írnum, en með jákvæðu hugarfari og baráttu er aldrei að vita hvað gerist. Við viljum sýna að það býr meira í okkur en árangurinn gefur til kynna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari karlaliðsins, sagði að ferðalagið til Svartfjallalands hefði tekið sinn toll enda langt. „Þetta var tveggja daga ferðalag og leikurinn var mjög erf- iður, eins og við vissum. Það voru reyndar veikindi í hópnum, sem höfðu auð- vitað sín áhrif. Mun- urinn á þessum liðum er ekki jafn mikill og úrslit leiksins sýndu.“ Fannar Ólafs- son er veikur og hefur Hlynur Bæringsson verið kallaður í lands- liðið í hans stað. „Það er gríðar- lega jákvætt að fá hann. Ísland og Austurríki eru jöfn að stig- um í riðlinum og því úrslita- leikur upp á þriðja sætið. Það gefur svo sem ekkert að verða í þriðja sæti frekar en fjórða en við ætlum að sjálfsögðu að vinna. Það væri frá- bær árangur að vinna þrjá af fjórum leikjum okkar í þessari törn.“ - esá Íslensku körfuboltalandsliðin bjóða upp á tvíhöfða í Smáranum í Kópavogi í dag: Væri frábært að vinna þrjá leiki af fjórum SIGURÐUR INGI- MUNDARSON Þjálfari íslenska karla- landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIFÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í gær orðaður við Mónakó sem leikur í frönsku úrvals- deildinni. Franska dagblaðið L‘Equipe staðhæfði að félagið hefði átt í viðræðum við Eið Smára og Arnór, föður hans og umboðsmann, í gær. Báðir voru í Mónakó í gær enda var núverandi lið Eiðs Smára, Barcelona, að etja kappi þar við Shakhtar Donetsk í Meistarakeppni UEFA í gær. Eiður Smári hefur verið orð- aður við fjölda félaga í sumar, helst við West Ham upp á síð- kastið. Félagskiptaglugganum verður lokað á mánudagskvöld og minnka líkurnar á að hann fari frá Barcelona með hverjum degi. Hann er samningsbundinn Börsungum út núverandi keppn- istímabil. - esá Eiður Smári Guðjohnsen: Orðaður við Mónakó EIÐUR SMÁRI Hefur fá tækifæri fengið með Barcelona að undanförnu. NORDIC PHOTOS/AFP EM 2009 - C-riðill Ítalía - Svíþjóð 0-2 England - Rússland 3-2 1. deild karla ÍA - ÍR 1-0 Afturelding - HK 1-3 Haukar - Víkingur 2-2 STAÐAN Selfoss 18 12 2 4 37-20 38 Haukar 19 10 5 4 36-24 35 HK 19 11 2 6 34-23 35 Fjarðabyggð 18 10 2 6 30-27 32 KA 18 7 5 6 24-19 26 Leiknir 18 6 6 6 23-24 24 ÍA 19 6 6 7 22-23 24 Þór 18 8 0 10 22-27 24 Víkingur, R. 19 6 5 8 31-29 23 ÍR 19 7 2 10 33-39 23 Afturelding 19 3 7 9 21-32 16 Víkingur, Ó. 18 3 2 13 18-44 11 ÚRSLIT FÓTBOLTI Barcelona bætti enn einum titlinum í safnið er liðið vann sigur á Shakhtar Donetsk, 1-0 í framlengdum leik, í Meist- arakeppni UEFA í gær. Leikurinn var reyndar ekki mikið fyrir augað en það var vara- maðurinn Pedro Rodrigues sem skoraði eina mark leiksins á 115. mínútu leiksins eftir laglegan samleik við Lionel Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekkert við sögu í leiknum. Börsungar urðu bæði spænskir deildar- og bikarmeistarar á síð- ustu leiktíð sem og Evrópumeist- arar. Liðið varð svo meistari meistaranna á Spáni á dögunum og hafði nú betur í árlegum leik þar sem sigurvegarar Meistara- deildar Evrópu og UEFA-bikar- keppninnar eigast við. - esá Meistarakeppni UEFA: Barcelona enn á sigurbraut HETJAN Pedro skoraði sigurmark Barce- lona í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.