Andvari - 01.06.1963, Síða 20
18
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON
ANDVARI
Persónuleikaþroskann á að setja ofar öllu:
,,Ég vil kenna honum (Emil) listina að
lifa. Sá maður, sem lifað hefur mest, er
ekki sá, sem elztur er að árum, heldur
sá, sem dýpst hefur fundið gildi lífsins."
Hið náttúrlega uppeldi krefst hreyf-
inga- og athafnafrelsis barninu til handa.
Það má ekki hindra hreyfingar þess með
því að reifa það. Barnið er ekki fyrr í
heiminn komið en það er lagt í fjötra.
Þessi siður er táknrænn fyrir ónáttúr-
legt uppeldi. Móðirin á ennfremur að
hafa barn sitt á brjósti, það er þeim báð-
um eðlilegast. Henni er eðlilegt að gegna
þeim móÖurskyldum, sem náttúran hefur
ótvirætt lagt henni á herðar. Hún á að
annast það, vera fóstra þess. Rousseau
leggur mikla áherzlu á mikilvægi upp-
eldisins í frumbernsku og þátt móður-
innar í því. Fyrsta uppeldið er mikil-
vægast og það á að hvíla á móðurinni.
Ef höfundur náttúrunnar hefði ætlazt til
þess, að það hvíldi á karlmönnum, hefði
hann komið því svo fyrir, að þeir hefðu
mjólk í brjóstunum til þess að næra
börnin.
Á sama hátt og móÖirin á að vera
fóstra barnsins, á faðirinn að vera kenn-
ari þess. Rousseau hugsar sér þó í Emil,
að þessu hlutverki gegni heimiliskennari.
Til þess að framkvæma hugsunartilraun
sína, gerir hann ráð fyrir ímynduðum
lærisveini og hugsar sér kennarann á
þeim aldri og gæddan þeirri þekkingu og
hæfileikum, sem með þarf til þess að
annast uppeldi hans, þar til hann er full-
orðinn maður og þarfnast engrar leið-
sögu. Ernil er heilsuhraustur, af góðri
ætt, en foreldralaus. Kennarinn hefur, að
svo miklu leyti sem unnt er, öll uppeldis-
áhrif, sem Emil verður fyrir, í hendi sér,
enda þótt starfsfólk sé á sveitasetri því,
þar sem hann elst upp. Gert er ráð fyrir
góðum efnahag. Emil er ekkert afhurða-
barn að gáfum, en frá fyrstu tíð veitist
honum tækifæri til athafna.
Vanlíðan sína og þarfir lætur barnið í
ljós með gráti. Fullnægja skal þörfum
barnsins, en varast skal að ofgera. Fyrstu
tárin eru bænir, en ef látið er eftir barn-
inu í öllu, verða þær brátt að skipunum.
Ef ekki eru hafðar gætur á, vcrður barnið
brátt að miskunnarlausum harðstjóra.
Við byrjum með því að vera lijálparmenn
barnsins, en endum mcð því að verða
þrælar þess. Á þennan hátt stuðlar upp-
cldið í frumbernsku að röngu viðhorfi
barnsins og er hægara sagt en gert að
breyta því seinna.
Barninu á að veita athafnafrelsi. Því
meir sem það spilar á eigin spýtur, því
óháðara verður það öðrum og sjálfstæð-
ara gagnvart umhverfinu og nær betri
tökum á því. Óþekkt og illska barna
stafa mest af vanmætti þeirra. Gerið
barnið sterkt og þá mun það líka vera
gott. Líkamleg hreysti og þjálfun hafa
því siðferðilegt gildi. Auk vanmáttarins
er óttinn cinnig uppspretta ýmissa skap-
gerðargalla. Þess vegna á að ala barnið
upp í óttaleysi. Með varúð á að kynna
því hið óþekkta, þá mun það síður skelf-
ast óvænta atburöi.
í 1. og 2. bókinni lýsir Rousseau upp-
eldi Ernils til 12 ára aldurs. Þetta er tími
hins neikvæða u'p'peldis, en það er í því
fólgið, að menn eiga að láta hneigðir og
hæfileika barnsins þróast í friÖi, án beinn-
ar íhlutunar, það er aðeins verndað gegn
illum áhrifum. Neikvætt uppeldi bygg-
ist á réttu mati á því, hvcnær heillavæn-
legast er að láta eðli barnsins ráða ótruflað.
Að láta eðli þess ráða, þýðir að koma að-
stæðunum í það horf, að barnið fái neytt
þroskamöguleika sinna. Rousseau veitir
um þetta eftirfarandi reglu: Gerðu öfugt
við það, sem venjulega er gert, og þú
munt oftast hitta á hið rétta.