Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 22

Andvari - 01.06.1963, Page 22
20 SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON ANDVAIU að komast að raun um, hvað það getur leyft sér gagnvart öðrum mönnum, ekki síður en hlutum. A seinna hluta 19. aldar tók Herbert Spencer upp kenningu Rousseaus um refsingar og rökstuddi hana betur. Rousseau veitist mjög að ótímabæru bóknámi. Ifvað kenna uppeldisfræðingar okkar börnunum? Orð, innantóm orð og aftur orð. Menn kenna börnunum orð, án þess að veita þeim hugmynd urn þá hluti, scm orðin tákna. Barnið á að afla sér þekkingar á hlutunum sjálfuin, með því að athuga þá, handleika þá og beita þeim. „Fyrstu kennarar okkar í heimspeki eru fætur okkar, hendur, augu og eyru.“ Þess vegna er engin áherzla lögð á að kenna Emil að lesa og skrifa, fyrr en hann finnur sjálfur þörf á því. Og ein- mitt vegna þess, að kennarinn gerir ekki ráð fyrir því, að hann verði snemma læs, mun hann vera orðinn læs og skrifandi við 10 ára aldur. Allt, sem með þarf, er að vekja áhuga hans. Hann fær t. d. boðskort. Enginn er við til þess að lesa það fyrir hann og hann verður af boð- inu. Hann saknar þess nú að kunna ekki að lesa og vill nú óður og uppvægur hefja lestrarnám. Emil er nú orðinn 12 ára. Hann er vel þroskaður líkamlega, frjálslegur, sjálf- stæður og eðlilegur í framkomu. Hann hefur nær ekkert lært af bókum, en allt af reynslunni. Bók náttúrunnar hefur hann lesið þeirn mun betur. Dómgreind hans er þroskuð. Hann kann aðeins móðurmál sitt, en skilur þau orð, sem hann ber sér í munn. Hann spyr ekki óþarfra spurninga, heldur athugar hlut- ina sjálfur. Yfirleitt má segja, að kenning Rous- seaus hafi mest gildi fyrir uppeldi barna fram að 12 ára aldri. Emil 12—15 ára. Á þcssu tímabili er uppeldi hans háttað á töluvert annan veg. Þetta er tími hins jákvæða uppeldis. Þetta má þó ekki skilja svo, að uppeldis- aðferðunum sé skyndilega breytt á gagngerðan hátt, heldur skal nú nota betur tímann til náms. Bráðum knýja ástríðurnar dyra og draga hug Emils frá öllu öðru. Til þessa hefur Emil lært mest af skynjunum sínum, en nú myndar hann hugmyndir og hugtök úr skynreynslu sinni. Nú hefst tími skynsemi og kennslu. En námið er mest fólgið í sjálfstæðu starfi hans. Idonum er bent á viðfangs- cfni, hann á sjálfur að finna lausn þeirra. Kennarinn er frekar leiðbeinandi en kennari í venjulegum skilningi. Kennslan er verkleg, Hvað á Ernil að læra? Framar öllu á hann ekki að læra neitt það, sem hann hefur ekki náttúrlegan áhuga á. í öðru lagi á hann ekki að læra allt, sem hon- um er mögulegt að læra, hcldur einungis það, sem hann skilur, að sér sé gagn- legt. 1 Iöfuðviðfangsefni námsins er nátt- úran. Maðurinn og samfélagið eru miklu torveldari viðfangsefni. Þeirra tími er ekki enn kominn. Oflugasta hvötin til þess að afla sér þekkingar og tækni er gagnsemin. Barnið verður að skilja, að það geti notað þekk- ingu sína til einhvers, geti beitt henni með árangri við viðfangsefni daglegs lífs. Rousseau snýst hatramlega gegn Jesúít- um og öðrum, sem ala á samkeppnis- andanum. Enginn samanburður við aðra, segir hann. „Ég vil hundrað sinnum held- ur, að Emil læri ekki neitt, en hann læri af hégómagirnd og öfund.“ Sam- keppnisandinn getur af sér öfund og aðrar spilltar tilhneigingar. Rousseau er þarna talsmaður sjálfskeppninnar, löng- unarinnar til þess að taka sjálfum sér fram. Tími bókalestrar er ekki enn kominn: „Ég hata bækur, þær kenna okkur að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.