Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 116

Andvari - 01.06.1963, Side 116
114 ARNÓR HANNIBALSSON ANDVAW Allt sem sagt hefur verið hér á undan um lögmál æðri taugastarfsemi, fellur því undir hugtakið fyrra merkjakerfið. Hið hlutlausa áreiti (t. d. ljós), sem Pavloff notaði við tilraunir sínar með myndun skilyrðisbundinna viðbragða, kallar hann merki (signal), þ. e. það er merki, sem kemur í staðinn fyrir skilyrðislaust áreiti (æti) og veldur sama viðbragði (munn- vatnsrennsli). Oll þau skilyrðisbundin viðbrögð, sem vakin eru af hlutlausum, en jafnframt konkretum áreitum felldi Pavloff undir þetta hugtak: fyrra merkja- kerfið. Skýrgreining Pavloffs sjálfs hljóð- ar á þessa leið: „Á því þróunarstigi líf- veranna, sem maðurinn er á, hefur komið til einstök viðbót við kerfi taugastarfsem- innar. í heimi dýranna gefur raunveru- leikinn tilveru sína til kynna (signalíser- ar hana) því nær eingöngu með áreitum og förum eftir þau í stóru heilahelming- unum, sem eiga sér stað beint í sérstök- um frumum í sjónar-, heyrnar- og öðrum reseptorum líkamans. Þetta er hið fyrra merkjakerfi raunveruleikans, sameigin- legt mönnum og dýrum". (Pavloff, Rit- safn, 3. bindi, 2. bók, bls. 335). „Skynj- anir okkar og hugmyndir, sem vísa til umheimsins, eru fyrir okkur fyrri merki raunveruleikans, hin konkretu merki" (Pavloff Ritsafn, 3. bindi bls. 232). Tengsl líkamans við áreiti, sem virka beint á skynfærin og koma jafnframt í staðinn fyrir skilyrðislaust áreiti, þar með talin alhæfing þeirra, sundurgreining o. s. frv., tengsl milli analýsatora, greining og tenging áreita o. s. frv. eru sérstök tegund af tengslum líkamans við um- heiminn í gegnum merki um áreiti. Ég finn t. d. matarlykt, og það kemur vatn fram í munn mér, — það er viðbragð, sem flokkast undir fyrra merkjakerfið. Þar sem fyrra merkjakerfið er sam- eiginlegt mönnum og dýrum, gildir allt sem segja má um fyrra merkjakerfið bæði um físíólógíu dýra og manna, og er það reyndar niðurstaða af tilraunum Pavloffs og lærisveina hans á dýrum, aðallega hundum. En aðskilur þá ekkert sálarlíf mannanna frá dýrum? Jú, til þess að taka af allan vafa um það, kom Pavloff fram mcð kenningu sína um annað merkja- kerfið. (Það má skjóta því hér inn, að það er mikið deiluefni meðal sovézkra sálfræðinga, hvort dýr hafi sálarlíf. Sú skoðun er ráðandi, að dýr hafi ekki sálar- líf. Sú skoðun er þó í algeru ósamræmi við kenninguna um fyrra merkjakerfið og skýrgreininguna á skynjun sem starfi analýsatoranna og jafnframt sálrænu fyr- irbrigði). Þetta seinna merkjakerfi er eiginlegt mönnum einum. Þessi er skýrgreining Pavloffs sjálfs á því: ..En orðið stofnaði annað merkjakerfi, séreiginlegt mönnum — merki merkjanna. Hið fjölþætta áreiti, orðið, hefur annars vegar fjarlægt okk- ur frá raunveruleikanum, og það verð- um við stöðugt að hafa í huga . . . Idins- vegar var það cinmitt orðið, sem gerði okkur að mönnum. Samt ber ekki að ef- ast um það, að höfuðlögmál, sem stjórna starfsemi fyrra merkjakerfisins, stjórna einnig hinu síðara, vegna þess að þetta er starf eins og hins sama taugavefs". (Pavloff, Ritsafn, 3. bindi, 2. bók, bls. 335). Og enn ein tilvitnun í Pavloff: „Málið, einkum og sér í lagi kínestesísk áreiti, sem koma til heilabarkarins frá talfærunum, eru merki í annarri röð, merki merkj- anna. Þau eru sértekin frá raunveruleik- anum og leyfa alhæfingu, en það er og hin sérstaka, æðri hugsun mannsins, sem byggir fyrst almenn-mannlegan empir- isma og síðan vísindin að lokum, vopnið, sem maðurinn hefur til þess að átta sig á heiminum og sjálfum sér“ (Pavloff, Ritsafn, 3. bindi, 2. bók, bls. 232—233). Þetta eru hinar klassísku skilgreining-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.