Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 86

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 86
84 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Þessi stétt, sem stóS svo föstum fótum í sveitabyggðum og her Prússlands og sat í flestum háembættum skrifstofuveld- isins, skipaði sér einhuga í órofa svin- fylkingu um konungsvaldið og alræSi þess og stóS vörS um forréttindi og fríS- indi sjálfrar sín og konungsveldisins þeg- ar öldur þeirrar byltingar, sem Metternich hafSi óttazt mest, fóru eins og syndaflóS um Þýzkaland vestan frá Rín austur aS landamærum Rússaveldis. Örlög þýzkq byltingarinnar voru undir því komin, hvort takast mætti aS brjóta á bak aftur þetta hervædda þjóSfélagsafl Prússlands. Prússland varS síðast allra ríkja Þýzka bandalagsins til að efna heit 13. gr. skipu- lagsskrárinnar um lögstéttaþing. Þó hafði konungur þess, FriSrik Vilhjálmur III., heitið þegnum sínum fulltrúaþingi eftir heimkomu Napóleons frá Elbu þegar alls þurfti viS til að sigra hinn hættulega Korsíkumann . Árið 1823 var að vísu kom- ið á lögstéttaþingum í 8 stjórnarumdæm- um Prússlands, fullkomlega valdalausum, en þetta voru ekki efndir á gefnu loforði. Árið 1840 urSu konungaskipti í Prúss- landi, er Friðrik Vilhjálmur IV. settist í hásæti, einn af þessum kynlegu kvistum, sem stundum hafa sprottið á meiði Hohenzollernættarinnar. Hann var ekki hermannlega vaxinn og sat illa hest, prússneskum herforingjum til mikilla von- brigða og hneykslunar, en hann var að mörgu leyti góðum gáfum gæddur, allra manna málglaðastur, og svo sem þeim mönnum hættir til, sem hlotið hafa mælskulistina í vöggugjöf, varð hann svo bergnuminn af flaumi sinna eigin orða, að hann sagði oft það, sem hann meinti ekki, og hafði sérstakt lag á að láta áheyr- endur misskilja sig. í upphafi ríkisstjómar hans hugSust menn hafa himin höndum tekiS, hér væri konungur, er mundi upp- fylla vonir þýzku þjóðarinnar um frjáls- lyndara stjórnarfar og sameiningu Þýzka- lands. En þar misskildu þeir hann hrapal- lega: hann var Prússi af lífi og sál og ein- valdskonungur, sem í bókstaflegasta skilningi trúði því, að vald hans væri frá guði og hann bæri engum ábyrgð gerða sinna nema almættinu einu. Snemma árs 1847 kvaddi hann til SameinaSs lögstéttaþings, sem skipað var fulltrúum allra þinga prússnesku stjórn- arumdæmanna. Ástæðan var sú, að Prúss- land þurfti að taka ríkislán. I boðskap konungs til þingsins tók hann af allan vafa um það, aS hann mundi ekki gefa landinu stjórnarskrá né slaka á konung- legu einveldi sínu, gaf engin loforð um framhaldslíf þessa sameinaða fulltrúa- þings. Þingið felldi öll frumvörp stjórnar- innar og í júnímánuði var því slitið án þess að nokkurt samkomulag hefði orðið með konungi og þingfulltrúum. Margir, sem voru staddir á þessu þingi, minntust þeirra tíma, er Frakkakonungur kvaddi stéttir ríkisins til þings vorið 1789. Loft allt var lævi blandiS, enda dró nú brátt til stórtíðinda. Febrúarbylting Frakklands 1848 varð marzbylting Þýzkalands. Þessi bylting var í fyllsta skilningi orðsins bylting hinnar menntuðu þýzku borgarastéttar. Kröfur hennar um samfellt þýzkt ríki og frjáls- lynt stjórnlagabundiS þjóðfélag voru að vísu stéttarkröfur. En þær voru annaS og meira: hún gat í þessu efni talað fyrir munn langsamlega meirihluta þjóðarinn- ar, smáborgara, handiðnamanna, verka- manna og bænda. ÞaS var aðeins hin gamla forréttindastétt lénskra aðalsmanna, einvaldra fursta og þeirra fylgiliðs, sem átti á hættu að missa völd, áhrif og eignir, ef þessi borgaralega bylting yrði sigursæl. Borgarastétt Þýzkalands var akademískari en títt var í öðrum löndum, bar í ríkum mæli brag háskólagenginna manna og því er þaS engin tilviljun, að prófessorar skipa svo mikinn sess í pólitísku foringja-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.