Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 93

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 93
ANDVARI BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD 91 Evrópu. Sá stjómmálamaður meðal Prússa, sem skildi þetta fyrstur, var Ottó von Bismarck. Hann varð einnig fyrstur til að vefengja rétt Austurríkis til for- ræðis í Þýzka ríkjabandalaginu. 1 þessari furðulegu stofnun, Sambands- þinginu, var öll afgreiðsla mála ótrúlega svifaseiu, fulltrúsarnir urðu jafnan að leita ráða og samþykkis ríkisstjórna sinna um það hvernig þeir skyldu greiða at- kvæði. Þingsköpin voru með þeim hætti, að hægt var að teygja þau og túlka á ýmsa lund. Með ríkjum bandalagsins ríkti eilífur ótti og tortryggni við hvert annað: meðalstóru ríkin, svo sem Hann over, Bajern, Wiirttemberg og Baden óttuðust stórveldin Prússland og Austur- ríki, og reyndu því stundum að samfylkja sér til mótvægis við þau. Smáríkin grun- aði, að meðalstóru ríkin hefðu löngun til að hremma þau svo sem farið hafði þegar Hið heilaga rómverska ríki þýzkrar þjóðar lá í andarslitrunum í upphafi ald- arinnar, og leituðu þá lags við stórveldin. Öll var þessi pólitíska iðja á Sambands- þinginu svo andstutt, grátbrosleg og lág- kúruleg, að þeir sem kynna sér þessa sögu fá varla skilið, hvernig hin þýzka menningarþjóð gat látið bjóða sér slíkt. En junkarinn frá Pommern kunni vel við sig í þessum félagsskap. Hér naut hann meðfæddra pólitískra hæfileika, sem þegar höfðu komið í ljós í starfi hans á Landsþingi Prússlands og í hirðklíkunni í Berlín: hann var gæddur æði ríku undir- ferli og kunnugur öllum vinnubrögðum baktjaldamakksins. Hann var ekki aðeins leikinn í þeirri list hins gamla franska refs, Talleyrands, að láta orðin hylja hugsun sína. Hann átti það einnig til að segja andstæðingum sínum hug sinn allan og ætlun í trausti þess, aS viðmæl- andinn skildi orð hans svo, að hann tal- aði þvert um hug sér. Frá upphafi veru sinnar í Frankfurt einsetti Bismarck sér að keppa að jafn- rétti Prússlands og Austurríkis á Sam- bandsþinginu. Raunar var þetta aðeins áfangi á lengri leiS. Því aS mjög snemma skildist honum, að vinslit yrðu fyrr eða síðar með hinum þýzku stór- veldum. 1 skýrslum og bréfum til von Manteuffels forsætisráðherra og Leo- pold von Gerlachs vinar síns og trún- aðarmanns, ber æ meir á kala hans til Austurríkis. Hann vildi ekki binda hina góðu prússnesku gnoð viS ormétinn or- logsdall Austurríkis, svo sem hann kemst að orði. ÞaS má þá þegar greina nokkrar útlínur pólitískrar stefnu hans er hann segir, aS hinar miklu pólitísku kreppur muni gefa Prússlandi byr í segl- in og efla vöxt þess, ef „vér hagnýtum þær án ótta og ef til vill með fullu til- litsleysi." ÞaS er einnig um þetta leyti, að hann túlkar þá nauðsyn Prússlands að efla vináttu við Rússland og jafnvel leita bandalags viS þaS. ÞaS má einnig glöggt skilja hvers vegna: bæði ríkin eiga sameiginlegra hagmuna að gæta þar sem eru hin pólsku héruð, er þau skiptu á milli sín á 18. öld. Þegar KrímstríðiS skall á og Austur- ríki hervæddist án þess þó að taka bein- an þátt í styrjöldinni beitti Bismarck allri orku sinni til að afstýra því, að Prússland gerði hernaðarbandalag við Austurríki gegn Rússum. Hann vildi láta veðrin mæða sem mest á Austurríki og veikla stöðu þess í Þýzka ríkjabanda- laginu. Þegar friSur var saminn 1856 skrifaði hann Gerlach skýrt og skorin- ort: Þýzkaland er of þröngt til að hemja Prússland og Austurríki innan marka sinna. 1 þessum orðum lá falin stefnu- skrá, sem Bismarck framkvæmdi tíu árum síSar. í átta ár var Bismarck fulltrúi Prúss- lands á Sambandsþinginu í Frankfurt. Öll þessi ár hafði hann háð þrotlaust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.