Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 94

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 94
92 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI skæruliðastríð við Austurríki, gert því allt til bölvunar sem hann gat, reynt að einangra það innan Þýzka ríkjabanda- lagsins og draga úr áhrifum þess. Þrisvar hafði Austurríki skipt um sendiherra í Frankfurt á þessum átta árum, og Bis- marck hafði blóðmarkað þá alla. Þeir voru meira eða minna lamaðir menn eftir viðskiptin. Honum var ljóst, að Þýzka ríkjabandalagið var dauðadæmt sem stofnun, og sjálfum sér treysti hann manna bezt til að framkvæma á því dauðadóminn. Hann hafði nú verið skip- aður sendiherra í Pétursborg og á leið- inni hitti hann að máli gamlan pólitísk- an andstæðing sinn, fyrrverandi forseta prússneska Þjóðfundarins, Viktor von Unruh. Bismarck mælti við þetta tæki- færi: Eini öruggi og varanlegi banda- maður; sem Prússland getur eignazt, ef það hegðar sér skynsamlega, er þýzka þjóðin. Von Unruh leit á hann undrandi, við þessu hafði hann ekki búizt úr munni þessa manns, sem hann hafði kynnzt á byltingarárinu 1848. En Bismarck bætti við: Eg er sami junkarinn og eg var fyrir tíu árum, en eg mætti vera sjónlaus og vitlaus, ef eg skildi ekki hvernig hlut- unum er farið. Um mörg ár hafði þýzka þjóðin verið bannorð í munni Bismarcks. 'Hann hafði átt sinn þátt í að kæfa byltingu þessarar þjóðar, hann hafði í ræðu og riti kallað sameininganronir hennar froðusnakk og hégilju. Sjálfur var hann Prússi og þegar honum varð það á að tala um ætt- jarðarást var hún jafnan prússnesk. En eftir að hafa troðið marvaðann á Sam- bandsþinginu í átta ár minntist hann þess loksins, að til var þýzk þjóð. En það kennir alls ekki þýzkrar þjóðerniskenndar í ummælum hans. Það er athyglisvert, að hann gerir aðeins ráð fyrir þýzku þjóð- inni sem bandamanni Prússlands á sama hátt og hann væri að tala um erlent ríki, sem gæti orðið hugsanlegur aðili að bandalagi. Bismarck er enn sami Prúss- inn og hann jafnan hafði verið: hags- munir Prússlands eru honum fyrir öllu. Og sú varð einnig reyndin, er hann á næsltu árum gekk eftir undarlegum krákustígum til fundar við þýzka þjóð. Hvergi varð ósigur marzbyltingarinn- ar meiri né afdrifaríkari en í Prússlandi. Hin frjálslynda prússneska borgarastétt var ofurliði borin í átökunum við junk- ara, sem höfðu herinn á valdi sínu og úrslitaaðstöðu í embættakerfinu. Kon- ungur valdbauð nýja stjórnarskrá, setti kosningalög, sem skipti kjósendum í þrjá flokka eftir efnahag á þá lund, að báðir efri kjósendaflokkarnir fengu hvor um sig jafnmarga þingfulltrúa og lægsti kjósendaflokkurinn. Þingið skiptist í tvær málstofur, Höfðingjadeild (Herrenhaus) og Fulltrúadeild. I Höfðingjadeildina var ekki kosið og sátu menn þar ýmist fyrir erfðir eða að konungsboði. Við þetta stjórnarfar bjó Prússland síðan fram til loka fyrri heimsstyrjaldar. Junkararnir neyttu sigurs síns með því að tryggja enn betur með lögum vald sitt yfir bænd- um í pólitískum og atvinnulegum efnum. 1 sama mund voru ofsóknir hafnar gegn öllum, sem grunaðir voru um fjandsam- lega afstöðu gegn ríkisstjórninni. Prúss- land varð ósvikið lögregluráki, þar sem njósnað var um allt og alla, jafnvel krón- prins Prússlands hafði spæjara á hælum sér. Dómendur landsins voru sveigðir til hlýðni við framkvæmdarvaldið og hvers kyns spilling gróf um sig meðal embættis- manna. En á þessum áratug pólitískra þreng- inga óx prússneskri borgarastétt ásmegin í atvinnu- og efnahagsmálum. Iðnaður hennar og verzlun taka risaskref fram á veg á þessum árum og þegar á líður fer hún aftur að vakna til pólitískrar vitund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.