Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 104

Andvari - 01.06.1966, Side 104
102 SVERRIR ICRISTJÁNSSON ANDVARI Austurríki, að öðrum kosti fannst hon- um, sem allt hefði verið unnið fyrir gýg. Bismarck varð að berjast við hinn gamla þrjózka konung sinn eins og Ijón til að fá hann ofan af þessu. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun eiga það á hættu að fá yfir sig styrjöld við Frakkland þessa stundina, styrjöld er hefði getað hleypt allri Evrópu í loga. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafði hann háð slíka glímu við þennan prússneska þverhaus, Vilhjálm I. Þegar Bismarck gekk af fundi konungs var hann með öllu bilaður á taugum. Hann þóttist vita að það hús, sem hann var að byggja, mundi hrynja í rústir fyrir augunum á honum. Friðrik krónprins skrifaði í dagbók sína þessi orð: 1 dag grét Bismarck í návist minni. Það var að lokum krónprinsinn, sem bjargaði mál- inu og fékk talið föður sinn á að hlýða ráðum Bismarcks. Hinn aldni Prússi mátti líka vel una við sinn hlut. Fáir ættmenn hans liðnir höfðu aukið Prúss- land svo að löndum og þegnum sem hann: Þrjú hertogadæmi Slesvík, Hol- stein og Lauenburg, konungsríkið Hann- over, kjörfurstadæmið Hessen, stórher- togadæmið Nassau og ríkisborgina Frank- furt am Main. Prússland teygði sig óslitið frá Memel til Kölnar um allt Norður-Þýzkaland og að víðáttu og fólks- fjölda bar það ægishjálm yfir öll ríki í hinum þýzkumælandi heimi. Einu ári eftir sigurinn hafði Prússland sam- einað öll þýzk lönd norðan Mainfljóts í Norðurþýzka sambandsríkið, og gert leynilega hernaðarsáttmála við suður- þýzku ríkin. Því að sú styrjöld, sem Bis- marck hafði háð við Austurríki, fól í sér fræ hinnar næstu. Fjórum árurn síðar átti Bismarck eftir að hefna þess að Napóleon III. Frakkakeisari hafði sett honurn friðarkostina sumarið 1866 í Nikolsburg. Sama dag og orrustan var háð við Königgrátz fóru fram kosningar til prússneska Landsþingsins. Áhrif styrj- aldarinnar sögðu til sín í kosningaúrslit- unum: íhaldsflokkurinn fékk 142 þing- menn í stað 38 í októberkosningunum 1863, þegar stjórnarskrárdeilan stóð sem hæst. Sigrar prússneska hersins í styrj- öldinni við Dani höfðu þegar veiklað pólitískan viðnámsþrótt hinna frjálslyndu borgaraflokka. Þeir höfðu barizt gegn prússneska hernaðarandanum, reynt að ná tangarhaldi á hernum, sem var grund- völlur þess valds, er konungur og junk- araaðall studdust við. Nú hafði þessi her unnið glæsilega sigra í tveimur styrjöld- um, gert Prússland að einu voldugasta ríki meginlandsins og átti enn eftir að auka hróður þess. Frammi fyrir þessum staðreyndum bilaði siðferðisþróttur hinn- ar frjálslyndu, þýzku borgarastéttar. Það liðu nokkur ár, og þær hugmyndir um réttinn, sem fulltrúar hennar höfðu túlkað og varið af svo miklu ofstæki um áratuga skeið, viku fyrir aðdáun á valcl- inu. Junkarinn frá Schönhausen, maður- inn sem endur fyrir löngu hafði hótað að jafna borgir hennar við jörðu, ef hún yrði djarftæk til valdanna, hafði nú tamið hana til hlýðni og auðsveipni. Bismarck neyddi hana til að afsala sér pólitískum metnaði, en gaf henni að lokum það ríki, sem fullnægði efnahagsþörfum hennar og atvinnulífi. Bismarck skildi, að þetta ríki, sem hann var að skapa, yrði ekki lífvænlegt nema í samvinnu við borgarastéttina. Því var það, að eftir styrjöldina við Austurríki fékk hann Vilhjálm I. Prússakonung til að biðja þingið afláts, taka opinberar skriftir fyrir að hafa brotið stjórnarskrána á þeim árum, er ríkið fór sínu fram um útgjöld án fjárlaga. Bismarck lagði fyrir þingið frumvarp, sem fór fram á að það samþykkti ólögleg útgjöld fyrri ára. I fljótu bragði virtist Bismarck með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.