Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 110
108
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON
ANDVARI
V
Mörgum lesendum íslendingasagna
hefur orðið hugstæð frásögnin af skáld-
unum Gunnlaugi ormstungu Illugasyni
frá Gilsbakha í Hvítársíðu og Hrafni Ön-
undarsyni frá Mosfelli og konunni, er þeir
unnu báðir, Helgu hinni fögru Þorsteins-
dóttur frá Borg á Mýrum. Sú ástarsaga
mun vera einna frægust í íslenzkum bók-
menntum, og hafa þó mörg skáld bæði
fyrr og síðar gert líku efni dágóð skil.
Báðir voru þeir garpar, glæsimenni og
skáld góð. Sagan lýsir Gunnlaugi svo:
„Svá er sagt frá Gunnlaugi, at hann var
snemmendis bráðgerr, mikill ok sterkr,
ljósjarpur á hár, ok fór allvel, svarteygr
ok nökkut nefljótr ok skapfellingr í and-
liti, miðmjór ok herðimikill, kominn á sik
manna bezt, hávaðamaðr mikill í öllu
skaplyndi ok framgjarn snemmendis ok
við allt óvæginn ok harðr ok skáld mikit
ok heldr níðskár ok kallaðr Gunnlaugr
ormstunga."
Hrafni er svo lýst, að hann hafi verið
„mikill maðr og sterkr, manna sjáligastr
ok skáld gott," en auðséð er, að höfundur
sögunnar gerir hlut Gunnlaugs meiri og
dregur því mynd hans skýrari dráttum
en Hrafns. Er og einkar eftirminnileg
skapgerðarlýsing höfundarins á þeim
skáldunum, er þau stóðu frammi fyrir
Ólafi Eiríkssy ni Svíakonungi og fluttu
honum kvæði sín. En sá atburður varð
upphaf óvináttu þeirra og síðar hörmu-
legra æviloka.
Um ‘Helgu hina fögru kemst höfundur
sögunnar svo að orði:
„Helga var svá fögr, at þat er sögn
fróðra manna, at hon hafi fegrst kona
verit á Islandi. Hár hennar var svá mikit,
at þat mátti hylja Iiana alla, ok svá fagrt
sem gull barit, ok engi kostr þótti þá
þvílíkr sem Helga in fagra i öllum Borgar-
firði ok víðara annars staðar."
Þegar Gunnlaugur var átján vetra,
reið hann eitt sinn norður að Ási í Vatns-
dal ásamt öðrum manni, Þorkeli svarta.
I þeirri för kvað Gunnlaugur sína fyrstu
vísu, sem sagan greinir. Um það segir
svo í Gunnlaugs sögu:
„Ok er þeir riðu norðan, gistu þeir í
Grímstungum at auðigs bónda, er þar bjó.
Ok um morgininn tók smalamaðr hest
Gunnlaugs, ok var þá sveittr mjök, er
þeir fengu. Gunnlaugr laust smalamann-
inn í óvit. Bóndi vildi eigi svá búit hafa
ok beiddi bóta fyrir. Gunnlaugr bauð
at gjalda bónda mörk. Bónda þótti þat of
lítit. Gunnlaugr kvað vísu:
Mörk bauðk mundangs sterkum
manni, tyggja ranna.
Grásíma skaltu góma
glóðspýtis þat nýta.
Iðrask munt, ef yðrum
allráðr flóða ór sjóði
lætr eyðanda líða
linns samlagar kindar.
Merking vísunnar er:
Eg bauð meðalsterkum manni, hinum
heimaríka bónda, mörk. Þú skalt þiggja
þetta silfur hins blóðuga (smala)-manns.
Þú rnunt iðrast, ef þú lætur að sjálfráðu
fjársjóð þennan ganga þér úr greipum.
Þessi var sætt þeira, sem Gunnlaugr
bauð, ok riðu þeir suðr heim við svá búit.“
Hér kemur fram ofstopi og óvægni hins
unga hávaðamanns í samskiptum hans og
bóndans. Þessi illi eiginleiki fylgdi Gunn-
laugi æ síðan, þar til sverð hins helsærða
Hrafns klauf höfuðskel hans austur á
Dinganesi í Noregi og þeir garparnir féllu
fyrir höggum hvors annars. Þar ineð hafði
líka rætzt frægasta draumspá sem íslenzk-
ar bókmenntir greina.
VI
Sjálfsagt þætti bókmenntaunnendum
skemmtilegt, ef höfundur Sturlunga
sögu hefði fest á skinn fyrstu vísu Snorra