Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 122

Andvari - 01.06.1966, Side 122
120 KRISTMANN GUÐMUNDSSON ANDVARI innsæi, tilfinningu og trú. Hann segir svo í einni af bókum sínum: International- isme er ingen ting, den er bare omgangs- tone. Men et folk er noget andet, det er sydende som en stor og dunkel ode. Det skrider frem i blinde. Og derfor er det som trenges, den indre fasthed, fortsettelse, kjerne.” Og að þessum kjarna er hann ávallt að leita í skáldverkum sínum. Hann er alltaf að hlusta eftir „óðu” ættliðanna, leita að hinni dularfullu einingu þeirra og upprunans aftan úr grárri fortíð. Þess- ara launhelgu dóma leitar hann fyrst og fremst hjá bændum í hinum afskekktari byggðum, ekki hvað sízt í Setesdal. Æskuár hans þar, meðan lífið í dalnum hafði enn á sér miðaldablæ, hafði geysi- mikla þýðingu fyrir allt hans ævistarf. í greininni „Setesdal", er hann skrifaði 1898, lýsir hann fyrstu kynnum sínum af héraðinu. Hann lærði mállýzku þess á undrastuttum tíma og talaÖi hana alla jafna, svo aÖ foreldrar hans áttu ósjaldan örðugt með að skilja hann. Hann kynntist mjög fljótt fólkinu í dalnum, samdi sig jafnvel að siðum þess, fylgdist með því í starfi og skemmtunum, sorg og gleði, gleypti í sig sagnir þess, þjóðsögur og kvæði, varð í stuttu máli sagt „Setesdöl", eins og hann hefði átt þar heima frá fæð- ingu. Hann var líka heppinn með kenn- ara, því að sjálfur Johannes Skar, höf- undur hins merka safnrits „Gamalt or Sætesdal", veitti honum tilsögn. Þarna kynntist hann einnig Heimskringlu og Mósebókum, og höfðu bæði þessi stórverk heimsbókmenntanna óafmáanleg áhrif á hann. Og faÖir hans las hátt fyrir hann Njáls sögu, er Hans litli lærði því nær utan bókar. A þeim árurn kynntist hann einnig því, er hann síðar á ævinni nefnir „evnen til lengsel". 1 nálega öllum verk- um hans er þessi þrá undirspil atburð- anna sem hvatning og huggun, lyfting og uppbót á fátæklegum ytri kjörum. Hún opnar hugann fyrir því, sem er stórfeng- legt og fagurt, nærir hugmyndaflugiÖ og túlkar bergmál upprunans, —- heldur þjóðerniskenndinni lifandi. Frá Setesdal fluttist héraðslæknirinn til Strandebarm í ytra Harðangri. En syni hans var mjög óljúft að yfirgefa dalinn, og var hann í fyrstu dálítið fjandsamlegur hinu nýja umhverfi sínu. HarÖangurs- fólkið er að ýmsu leyti smærra í stykkinu en Setesdælir, harðara og kaldara, kannski ofurlítið undirförult, og margt var þaÖ, sem piltinum féll ekki vel í geð á þeim slóÖum. En náttúrufegurð er mikil í Harðangri, og hún hafði ævilöng áhrif á Kinck. Þarna kynntist hann, líklega í fyrsta sinn, þeim þunga og myrka rétttrún- aði, er þá gætti viða um Noreg, og enn eimir eftir af. Talið er, að það hafi tekið hann allmörg ár að losna undan áhrifum hans, enda þótt hann riti síðar, að allt eðli hans hafi gert uppreisn gegn hinni mann- legu niðurlægingu, er segja má að felist í þessu trúarkerfi. Seytján ára gamall hóf Kinck nám í Gjertsens latínuskóla í Osló, eða Kristian- íu, eins og borgin hét þá. Þar varð hann fyrir nýjum, sterkum bókmenntaáhrifum af ritum Sallústs, og hælir honum mikið í einni af greinum sínum. Tveim árum síðar varð hann stúdent, og er til á prenti góð lýsing á honum, eins og hann leit út það ár, eftir vin hans Steen Konow. Hann var fjörlegur ungur maður, og hlátur hans smitandi, áhugi hans mjög víðtækur, og mælskan mikil. Ekki tók hann þó oft þátt í rökræðum, en birti hug sinn í „myndum og sýnum“, eins og komizt er að orði. En myndir og sýnir eru einmitt það, sem mest ber á í bókum hans og hrífur lesendur þeirra mest. Svo virðist sem Kinck hafi á yngri árum ekki hrifizt af menningarstraumum sam- tíðarinnar. Hann reis gegn hinum róttæka natúralisma, og álit hans á „bóhemunum"
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.