Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 124

Andvari - 01.06.1966, Side 124
122 KRISTMANN GUÐMUNDSSON ANDVARI skavlen brast“ merkastar. Er einkum hin síðarnefnda saga mikið meistaraverk, enda þótt bygging bókarinnar gæti talizt eilítið laus í reipum. Bæði þcssi verk — eins og raunar langflestar bækur Kinck — fjalla um verðmæti hins sérþjóðlega arfs, er verður að bjarga, hvað sem það kostar, og misræmið og baráttuna milli forsvars- manna þessara verðmæta og hinna, er vilja aðeins aðhyllast alþjóðlega strauma heimsmenningarinnar. Eins og áður segir, náði Kinck hæst og lengst i smásögum. Þar er hann í essinu sínu, og þar mistekst honum nálega aldrei. Idin mikla skáldsaga hans, „Sneskavlen brast" ber þess líka Ijós merki, að honum er smásagan tamari og tiltækilegri en hið stærra form. Epíska frásögn ræður hann ekki við. „Sneskavlen brast" er í rauninni samansett af fjölda smásagna, er höfða hver til annarrar, gripa hver inn í aðra, og mynda þannig heild. Þetta skáldverk, ásamt beztu smásögum hans, mun reynast lífseigt í framtíðinni, ekki einungis vegna meistaralegs skáldskapar, heldur einnig vegna hinnar djörfu og skýru sálfræðilegu rannsóknar á leyndum straumum þjóð- lífsins og þeirra menningarsögulegu mynda, er það bregður upp. Stórmerk er einnig drápa hans: „Drif- tekaren", og framhald hennar: „Paa Rindalslægret", er báðar fjalla um ævin- týramanninn Vraal, einskonar samherja, og þó rakta mótsetningu, Per Gynt. Verk þessi eru þung aflestrar og erfitt nokkuð að tileinka sér þau án staðgóðrar þekkingar á norsku þjóðlífi, en þó vel þess vert að reyna. Um ítalska menningu fyrr og síðar hef- ur Kinck skrifað allmikið, bæði í formi ritgerða og skáldskapar, en elcki skal það rakið hér. Ritgerðir Kincks eru margar hverjar svo þýðingarmiklar og merkar, að enginn, sem vill kynna sér verk hans, ætti að ganga framhjá þeim. í safninu „Mange slags kunst“ hefur hann m. a. birt tvær ágætar og skemmtilegar ritgerðir um Islendinga- sögur: „Et par ting om ættesagaen. Skikkelser den ikke forstod", og „Kjærlig- heten i Kormaks saga“. Eins og fyrr segir, hreifst hann mjög af fornsögum okkar og las þær öðru hvoru alla sína ævi, „stundum ganske skjelvende av: hen- rykkelse", eins og hann tekur sjálfur til orða. „Fin menneskeskildring og dyp livskjendskap", segir hann á öðrum stað. Og enn skrifar hann: „Selv om det er naive og enkle sind, som tegnes, — skikkelser som ikke er under forvitring, uten tvil, uten verdensbevidsthed — og det av den grund er önskelitteratur for barn og barnlige sjele, sá er allikevel alt indset, omtrent all psykologisk stof er sagaen borti, og ingen menneskelig liden- skap synes den fremmed". — „Sagaen eier det store, rike grep pá menneske- skjæbner". Laxdælu var hann sérstaklega heillaður af. „En tegning av erotisk psykologi, som kanske ikke stár sá langt fra uovertruffen i litteraturens historie", segir hann um hana. 1 'bókum Kincks er víða fjallað um erótik og frá ýmsum hliðum. Astir Kor- máks og Steingerðar urðu honum efni í mjög forvitnilega ritgerð, enda hafði hann sjálfur nokkrum sinnum notað ekki ósvipað efni: manninn sem virðist heitur og heill í óskum sínum, en hikar og flýr þegar hann er í þann veginn að ná tak- markinu. Reyndar hafa margir fleiri spreytt sig á því ,,mótívi“ í bókmenntum, t. d. Pontoppidan, í „Lykke-Per“. „Kjærligheten í Kormaks saga“ er fjarska vel skrifuð og skemmtileg ritgerð. í báðum ritgerðunum heldur hann því sterklega frarn, að mannlýsingar forn- sagnanna beri þess ljós merki, að þær hafi fyrst orðið til í munnlegri frásögn og að sögumaðurinn hafi allajafna hlotið að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.