Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 26

Andvari - 01.05.1967, Page 26
24 JÓN GÍSLASON ANDVARI giftast móður sinni og vega föður sinn. Laíos hlýðir ekki þessu banni, en getur við konu sinni sveinbarn. Hvorugt for- eldranna getur fengið af sér að deyða það. Barnið er fengið smalamanni í hendur. En honum verður einnig um megn að gera út af við þetta saklausa líf, sem á þó svo hörmulega framtíð fyrir höndum. Smali Polýbosar, konungs í Korinþu, tekur við barninu. Konungur og drottn- ing í Korinþuborg voru barnlaus. Tóku þau sér þetta efnilega sveinbarn í sonar stað. Vex nú Oidípús upp við hirð Polýbosar, sem hann telur vera föður sinn. En er véfrétt birtir Oidípúsi hin geigvænlegu örlög, sem bíði hans, flýr hann. Þannig hugðist hann forða sér frá voðanum, þvi að hann vissi ekki betur en konungshjónin í Korinþu væru hinir réttu foreldrar sínir. Astæðan til þess, að guðirnir höfðu varað Laíos við að eiga börn, var sú, að þeir vissu, að í þessum syni hans mundi fólgið tvíþætt eðli: hárhvöss greind, en einnig taumlaus ofsi, æðisgengin heift. Er öldungur einn, sem hann mætir á förn- um vegi, ögrar honum, vegur hann hann, grunlaus um, að það er faðir hans. Loks ber Oidípús á ferðum sínum til Þebu, leysir gátu Svingsinnar, (þ. e. vængj- aðrar óvættar, sem ógnaði Þebuborg), bjargar borginni úr miklum nauðum og giftist ekkju hins látna konungs, sjálfri móður sinni. Guðirnir leiða glæpinn í ljós, Oidípús stingur úr sér augun, en móðir hans, sem er kona hans, hengir sig. Bölvun sú, er á ættinni hvílir, held- ur áfram sinni verkan. Synir Oidípúsrr, Eteokles og Polýneikes, vega hvor annan. „Oidípús konungur" er því harmleikur tortímingarinnar. Það er harmleikur þess manns, sem öruggum, hægum og óstöðv- andi skrefum stefnir að algerum einstæð- ingsskap, sem er höfuðeinkenni hinnar harmsögulegu hetju. í upphafi leiksins birtist oss Oidípús, hetja harmleiksins, sem voldugur kon- ungur. 1 hans augum er hann sjálfur og borgin eitt. En að lokum kemst hann að raun um, að einmitt hann er viður- styggð allra borgarbúa, réttrækur úr mannlegu samfélagi. Þar sem er Oidípús konungur, hefur Sófokles annars vegar viljað sýna yfir- burði mannlegrar skynsemi, en hins vegar einnig takmarkanir hennar. Æðri mannlegu hyggjuviti eru máttur og vald guðanna. Fulltrúi þeirra í leiknum er Teiresías spámaður. Þá fer fyrir alvöru að kárna gamanið, er þeir Oidípús leiða saman hesta sína. Allt þar fyrir framan var aðeins undirbúningur eða inngangur. En hér í þessu leikatriði er markalína greinilega dregin milli þessara tveggja heima: heims mannlegrar skynsemi og heims hinnar guðlegu vitneskju og þekk- ingar. Jafnframt birtist oss hér glöggt skaplöstur Oidípúsar, sem á svo ríkan þátt í að steypa honum í glötun: Ofsinn blind- ar strax hina skörpu greind hans, svo að hann ber fyrst spámanninn hinum fáránlegustu sökum og síðan Kreon, mág sinn. Hámarki sínu nær ef til vill snilld Sófoklesar í þessum leik, er hann lætur Jóköstu rökstyðja þá skoðun, að eigi sé mark takandi á véfréttum, með dæmi úr lífsreynslu hennar sjálfrar, þ. e. a. s. véfréttinni, sem Laíosi hlotnaðist á sín- um tíma. Ahorfendur vita að sjálfsögðu, að sterkari sönnun fyrir gildi véfrétta var eigi unnt að finna. En Jókasta veit ekki betur en að Oidípús sé sonur kon- ungsins í Korinþuborg og dæmir því hér á annan veg. Raunar er í frásögn Jóköstu eitt orð sem ekki gat farið fram hjá skarpskyggni Oidípúsar: Laíos beið bana á krossgötum, á stað, þar sem mætast þrír vegir. Þessi vitneskja, sem kemur fram óvart, eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.