Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 36

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 36
34 NIGEL BALCHIN ANDVARI ákveðin lög, heldur ákveðið umhverfi, og það er þetta umhverfi, sem flestir geta sætt sig við, er gerir vissa menn að afbrota- mönnum. Það er nokkurn veginn víst, að afbrot eru ekki arfgeng, og aldrei hefur verið til maður „fæddur til að hengjast". Félagsfræðingar eru alltaf að segja, að meginsökin á afbrotum unglinga sé for- eldranna. Þeir hafa ekki skapað viðunandi umhverfi og hæfilegt aðhald fyrir börn sín. Foreldrar kynnu að svara, að nákvæm- lega sama gilti um afbrot fullorðinna. Foreldrinu, — sem hér er samfélagið, — hefur mistekizt að sjá fyrir heppilegu um- hverfi og hæfilegu aðhaldi. Glæpur sá, sem ég ætla að taka til með- ferðar, var framinn á Islandi fyrir hér um bil þúsund árum, þegar göfuglyndur, örlát- ur og vitur öldungur, sem allir virtu, var brenndur inni á bæ sínum ásamt konu sinni og allri fjölskyldu. Glæpurinn var framinn að skipun annars manns, sem var íhugull og hjartaprúður og naut næstum sömu virðingar. Fyrir vali mínu eru ýmsar ástæður. Þetta er stórfengleg saga og frá- 'bærlega sögð í þeirri mynd, sem hún er til vor komin. Ollum ber saman um, að Brennu-Njáls saga sé mikilfenglegust og fullkomnust allra Islendingasagna. Hún er ekki aðeins frásögn af blóðugri deilu og glæpum, sem af henni leiddi, heldur sögulegur harmleikur á æðsta stigi, og þolir samanburð við hvað sem er í verkum hinna miklu grísku leikritaskálda eða Shakespeares og fer fram úr þeim að sumu leyti. Flestir hinna stærstu harm- leika hafa sýnt menn í fjötrum örlaganna eða einhverra ægilegra, yfirnáttúrlegra afla. f grísku harmleikunum eru persón- urnar a;ðeins leikföng guðanna. Upp- byggingin á Havilet og Macbeth er að nokkru leidd af yfirnáttúrulegu efni. Harmsaga Othellos er sprottin af ofboðs- legri mannvonzku Jagos, — manns, sem hefur að kjörorði: „Illska, vertu guð minn“. Njáls saga notar ekkert af þess- um hjálpargögnum. Duttlungafullir guðir koma ekki við sögu. Yfirnáttúrleg atriði finnast varla í sögunni, og þar eru engin stórkostleg illmenni. Allar aðalpersónur sögunnar eru menn gæddir mörgum ágæt- um eiginleikum, hugrekki, virðuleik og oft vizku og framsýni. Þeir hafa galla, en þeir eru mjög skiljanlegir. Samt sprettur harmleikurinn alveg óumflýjanlega fram úr skapgerð þessara manna og jarðvegi þess samfélags, sem þeir bjuggu í. Þessi síðast taldi eiginleiki er að minni hyggju merkilegasta atriðið í Njáls sögu. Harmsagan er ekki aðeins mjög mannleg og skiljanleg; hún hefur einnig djúpa félagslega merkingu með óþægilega Ijósri samsvörun við ástand veraldarinnar í dag, ■—- veröld okkar séða í öfugum enda sjón- pípunnar. Við sjónglerið segjum vér ekki. „Þangað fer ég nema náð Guðs komi til,“ heldur, „Þangað fer mannkynið nema hjálp Guðs komi til.“ UMHVERFI GLÆPSINS Árið 872 hafði Haraldur hárfagri loks brotið undir sig aðra höfðingja Noregs og stofnað konungsríkið Noreg. Margir af höfðingjunum sigldu burt fremur en hlita valdi konungsins, í norður og vesturátt til Skotlands, Orkneyja og loks til Islands, þar sem land fékkst að frjálsu og sérhver höfðingi gat verið eiginn húsbóndi og þurfti ekki að viðurkenna neinn yfir- mann. Þetta íslenzka samfélag var eitt hið athyglisverðasta og merkilegasta þjóðfélag, sem sagan getur um. íslendingarnir voru ekki neinir siðleysingjar. Þeir voru hæfi- leikamenn og hugrakkir, áttu ósvikna kímnigáfu og voru smekkvísir í bezta lagi. Kvenfólk þeirra bjó við kjör, sem konur nutu ekki víðast í Evrópu fyrr en nokkrum öldum síðar. Þeir voru frábærir sæfarar og komust jafnvel til Ameríku um það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.