Andvari - 01.05.1967, Page 50
48
NIGEL BALCHIN
ANDVARI
mennirnir fram sjálfir. Engar fyrri frá-
sagnir eru til um slíkt, og hér var ekki að-
eins sýndur höfðingsskapur, heldur áhugi
á almenningsheill í því fólginn að setja
niður deiluna. Þegar fyrir þúsund árum
virðast norrænir menn hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að þjóðfélag sé ódeil-
anlegt, og friður hagsmunamál allra.
Njáll var hinn ánægðasti með úrskurð-
inn, en mælt er, að Skarpheðinn hafi
ekkert sagt, en glott við tönn. Þetta er
skiljanlegt. Dómurinn og aðferðin við
bótagreiðsluna var hugvitsamleg tilraun
til að halda friðinn, en stoltum og reiðum
mönnum eins og Skarpheðni og Flosa
hefur varla geðjazt það. Skarpheðinn kann
að hafa tekið illa upp þá hugmynd,
að bætur fyrir verk hans væru goldnar
með eins konar almennum samskotum,
og Flosi hefur vafalaust veitt því athygli,
að Njáll og synir hans greiddu aðeins
þriðjung af þrennum manngjöldum, sem
komu í bætur fyrir Höskuld.
Slíkar hugrenningar geta skýrt það,
sem nú gerðist. Féð var reitt fram opinber-
lega eins og venja var í slíkum kringum-
stæðurn, — sennilega í sveigðum silfur-
stöngum, sem líktust armbaugum. Nú
var það hlutskipti Flosa að skipta fénu
með þeim, sem taka áttu, og um leið
yrðu frekari vinahót og yfirlýsingar um
frið og vináttu framvegis. Hér urðu Njáli
þó á hrífandi sérkennileg og örlagarík
mistök. Hann tók silkislæðu og skó og
lagði ofan á peningahrúguna. Auðvitað
var þessum hlutum ætlað að sýna góðan
vilja,-----persónuleg gjöf í mótsetningu
við nákvæma greiðslu bótanna. Flosi
benti þó þegar á slæðurnar og spurði
hæðnislega, hver mundi hafa gefið þær.
Skarpheðinn spurði hann stuttur í spuna,
hvað hann héldi um það. Flosi svaraði
spotzkur, að hann gerði ráð fyrir, að
það hlyti að vera Njáll, því að þetta væri
kvenleg gjöf, og þar sem Njáll væri skegg-
laus, vissu margir ekki, hvort hann væri
karl eða kona.
Ómerk margnotuð móðgunarorð, mælt
á þessari stundu, verða aðeins skýrð með
því, að Flosi hafi óskað, að samning-
arnir færu út urn þúfur. Hann hafði rétt
áður sagt opinberlega, að ástæðan til að
hann sættist á bæturnar væri virðing
hans fyrir Njáli. Skarpheðinn svaraði
reiðilega og snjallt, að það væri illa gert
að sneiða að gömlum manni og Flosi mætti
vera viss um, að Njáll væri karlmaður,
því að hann ætti sonu, sem aldrei hefði
brugðizt að hefndu ættingja sinna. Flann
tók síðan silkislæðurnar sjálfur og kastaði
brókum til Flosa og kvað hann þurfa á
þeim að halda, og þegar Flosi spurði hann
hvers vegna, svaraði hann hæðnislega:
„Því þá —■ ef þú ert brúðr Svínfellsáss,
sem sagt er, hverja ina níundu nótt ok
gerir hann þik at konu.“ Brækur, eða aðrar
slíkar þröngar flíkur, voru í augum norr-
ænna manna sterkt kynferðislegt tákn.
Það var skilnaðarsök, ef kona gekk í þeim,
og sama máli gegndi, ef karlar gengu í
skyrtum, senr voru of víðar í hálsmálið
og því kvenlegar. Orð og athafnir Skarp-
heðins gáfu til kynna, að Flosi væri kyn-
villingur og seiðmaður, og þau bundu
snöggan endi á sættirnar allar. Flosi
neitaði að snerta féð, sagði, að Höskuldur
skyldi annaðhvort falla óbættur eða hefnd-
ir koma fyrir hann. Flann vildi nú hvorki
veita frið né þiggja og reið af þingi ásamt
flokki sínum. Sama gerðu þeir Njáll og
synir hans, og Njáll að nrinnsta kosti
í þungu skapi. Kannski furðaði hann
ekkert í raun og veru, en forlög þau,
sem hann hafði séð fyrir, er Höskuldur
var veginn, virtust óumflýjanleg. Skarp-
heðinn var glaður í bragði og benti á,
að Flosi og menn hans gætu eigi sótt þá
að landslögum. Ef til vill voru þetta ljúfar
hugleiðingar athafnamanni, sem hvorki
þekkti lögin né lét sig þau neinu skipta,