Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 61

Andvari - 01.05.1967, Side 61
ANDVARI ÓBÓTAVERKIÐ 59 hátt var á undan sínum tíma, gat hann verið bæði seinheppinn og óraunsær í viðskiptum við menn, sem voru allt öðru vísi skapi farnir en hann. í ástríðufullum friðarvilja sínum virðist hann gleyma, að til voru þeir, sem virtu friðinn miklu minna en hann. Hann gerði sér ekki ljóst, að undanlátssemi dugir ekki við menn, sem blátt áfram vilja ekki láta undan. Honum fór líkt og Chamberlain í við- skiptunum við Hitler. Af þeirri gerð voru fyrst og fremst hans eigin synir. Þeir voru ungir, dugandi menn og miklir vígamenn á þeim tíma, er bardagahetjur nutu mestrar hylli al- mennings. Bardagar voru starf þeirra, hjáverk og stolt þeirra, og i veröld slíkri, sem Njáll þráði, hefðu þeir verið hörmu- lega atvinnulitlir. Eftir nútíma mati voru þeir stríðsæsingaseggir. Þeir gripu til vopna, og að lokum féllu þeir fyrir þeim, eins og þeir hefðu sjálfir óskað. Enda þótt þeir hafi kannski ekki komizt til himnaríkis hinnar nýju, kristnu trúar, sem þeir tóku, hafa þeir þó vissulega komizt til Valhallar hinnar fornu trúar. Þótt undarlegt megi virðast, voru þessir ungu synir miklu forneskjulegri en faðir þeirra gamli. Kannski er Flosi áhrifamesta persónan. Ef Njáll getur talizt vinstri sinnaður vitsmunamaður og synir hans gamaldags íhaldsmenn eða jafnvel fasistar, þá er staða Flosa einhvers staðar til vinstri við miðju, sem alltaf er erfiður staður fyrir alvörugefinn mann. í upphafi ætlaði Flosi, og vildi raunar gjarnan, fylgja lög- um og reglu, og var jafnvel reiðubúinn að þola gagnrýni og móðganir fyrir. En Flosi var hagsýnn maður fremur en vitmaður cins og Njáll, og þegar lögin höfðu brugð- izt honum vegna galla í kerfinu, hafði hann raunar enga rótfasta trú að halda ser í og fannst hann ekki eiga um neitt að velja annað en snúa aftur á gamlar leiðir. Hliðstæðan við aðgerðir Breta og Frakka í Súez þúsund árum síðar er ægi- lega skýr. Góður tilgangur Flosa fórst við sker óþolinmæðinnar. Þar sem lagakerfið starfaði ekki ennþá á réttan hátt, varð að hafna því, og það, sem hann vissi að var siðferðilega rangt, varð þó að gera til þess að ná skjótum árangri. Þá gengur göfugur og siðprúður maður með flokk sinn til kirkju, fer síðan og fremur hræði- legan, siðlausan og gagnslausan glæp og veltir þvi fyrir sér, það sem eftir er æv- innar, hvort hann hafi haft á réttu eða röngu að standa, úr því að bæði nýju að- ferðirnar og þær gömlu virtust hafa brugðizt honum. Hugsanaruglingur Flosa, þessa velvilj- aða, hagsýna manns, er ekki aðeins endur- speglun þjóðfélagsóreiðunnar á hans dög- um, heldur sömu vandamálanna í sér- hverju þjóðfélagi á öllum öldum, líka á öld hans. Á tímum Flosa var Evrópa í þann veginn að rísa upp úr myrkri mið- alda og var að fálma eftir einhverju til að setja í stað þess, sem glatazt hafði við hvarf Grikklands og Rómaveldis. Þróun laga og þjóðfélagsbyggingar hvílir á höppum og glöpum. Islenzka samfélagið var ekki gamalt, og það var ekki að undra, þótt mikil trú væri á ofbeldisverkum, heldur er hitt undravert, að það voru svo margir menn eins og Njáll, 'Hallur á Síðu og Ketill úr Mörk, sem sáu möguleikana í löggjöfinni. Happa og glapa skeiðið stóð enn yfir. Það er um þjóðir nútímans eins og Flosa; þær halda ofsa sínum í skefjum af tveimur ástæðum, — vegna grundvallarreglu og af ótta við afleið- ingar. En um leið og Flosi glataði trúnni á meginreglur þær, sem hann hafði stutt, var óttinn við afleiðingarnar einn sér ekki nægur til að halda aftur af honum. Um siðalærdóminn þarf ekki frekar að orðlengja. Aðalmunurinn á vandamálum sjálfra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.