Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 62

Andvari - 01.05.1967, Page 62
60 NIGEL BALCHIN ANDVASU vor og íslendinganna er fremur fólginn í stærS en eðli þeirra, — einingin var frem- ur fjölskylda en þjóð. Samt eru vanda- málin, sem aSgreindir hópar og ólík tryggðabönd skapa, aS verulegu leyti hin sömu. Land mitt, með réttu eSa röngu, er aðeins ritað stærra letri en fjölskylda mín með réttu eða röngu og getur því orðið stórfelldara eyðingarafl. Hin mikla 'fjölskyldutryggð Islendinganna olli því, að gáfuðum mönnum fannst þeir ekki hafa frelsi til aS halda fram sannfær- ingu sinni, ef aðgerSir þeirra færu í bág við hagsmuni fjölskyldunnar og heiður hennar. Þannig verður Njáll, vinstri sinnaður vitmaður, að styðja syni sína, stríðlynda og forneskjulega, af því einu, að þeir eru synir hans. Ketill úr Mörk, mjög skynsamur friðsemdarmaður, verður að vera viðstaddur brennuna, af því að hann er einn af Sigfússonum. Flosi varð að taka að sér blóðhefndina, af því að það var eiginmaður frænku hans, sem myrtur var; og Hallur af Síðu, annar vitur friðarsinni, verður að styðja Flosa, af því að hann er tengdasonur hans. Ef hér hefði verið um þjóð að ræða, en ekki fjölskyldu, finnst oss, að Njáll, Hallur og Ketill og jafnvel Flosi hefðu getað stofnað flokk og sameinazt gegn þeim, sem afneituðu lagaboðum eins og Njáls- synir og Þráinn gerðu. Stærri hópur manna er vitaskuld mikilvægari en hinn smærri að því leyti, að hann gefur góðviljuðum mönnum tæki- færi til að vinna saman. En stærri hópur veldur einnig því, að heimskir, afturhalds- samir og glæpahneigðir menn fá unnið saman og koma svo ár sinni fyrir borð, að slysin verða í stærri stíl, ef eitthvað fer úrskeiðis. Flokkurinn, sem Flosi safn- aði, var óvenjulega stór eftir íslenzkum mælikvarða, og vafalaust hefur Flosa óljóst fundizt hann vera að framkvæma eins konar löggæzlustarf. Hvað sem um er að segja góðvild eða illvilja flokks- mannanna, voru þeir þó aðeins fulltrúar fyrir þröngan hóp, og allt og sumt, sem þeim tókst að lokum, var að skapa úr til- tölulega lítilsháttar fjölskyldudeilu ástand, sem leiddi til blóðugs bardaga á alþingi. „Löggæzla" hagsmunasamtaka var nær því búin að valda sömu örlögum í Súez og jafnvel í Kongó. Vissulega er svarið við vandamálinu barnalega einfalt og fjarskalega erfitt að samræma orð og athöfn. Gerum ráð fyrir, að fleiri séu góðvildarmenn en illviljaðir, þá er það flokkshollustan, sem stendur í vegi fyrir skynsamlegu þjóÖfélagi og hindr- ar það, að allir góðviljaðir menn starfi saman, hversu stórir sem flokkarnir eru. íslendingar sigldu burt frá Noregi og Haraldi konungi hárfagra af ákafri sjálf- stæðisþrá, — svo að hver maÖur væri hani á sinum haug og gæti lifað sínu eigin lífi með sinni eigin fjölskyldu án íhlutunar fólks, sem ekki var af sama sauðahúsi. Sjálfstæði og tryggð við ættingjana eru mjög dáðir eiginleikar. Þúsund árum síðar óska milljónir Rússa, Ameríkumanna, Kínverja og Indverja og jafnvel Breta að lifa lífinu eftir sínu höfði án íhlutunar óskylds fólks, og þá stendur eftir vanda- mál íslendinga margfaldað með mörgum milljónum, en óleyst þann dag í dag. Nú sjáum vér, hvað Flosi hefði átt að gera, þegar alþingi reyndist þess ekki umkomið að veita honum réttlæti. Hann hefði átt að taka við bótunum, sem Njáll bauÖ, annar maður góðs vilja, og síðan átti hann að starfa fyrir alþingi, sem hefði getað gert að veruleika hugsjónir, sem báðir trúðu á. En þessi hagsýni, óþolinmóði inaður missti stjórn á skapi sínu, reið á brott og hvarf frá þeim meginreglum, sem hann var nýbúinn að finna, og brenndi hið góða ásamt hinu illa í óbóta- verki. Það er ekki glæpamaöurinn, sem vér þurfum að óttast, heldur er það Flosi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.