Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 72

Andvari - 01.05.1967, Side 72
70 MARTIN A. HANSEN ANDVARl átti nú eiginlega að ganga menntaveginn til þess að afla sér lærdóms og stöðu, og hinum horaða soltna manni tekst með erfiÖismunum að ná stúdentsprófi á náms- skeiÖi. En annars tekur hann aldrei próf, mestan hluta tímans býr hann sig undir að verða skáld, hann verður síðar fyrir eina fcók höfundur finnskrar ritlistar í lausu máli, og Kivi les Biblíuna, Hómer, Cervantes, Shakespeare og Lúðvík Hol- berg. AS undanskildum hinum síðast- nefnda eru þetta sömu höfundar og Mel- ville les í Ameríku. Sjómaðurinn Melville og drengurinn Kivi frá litlu byggðinni í hinum geysi- legu skógum eru lágstéttarmennirnir í þessum hópi rithöfunda. Þeir vita ekkert um hvor annars tilveru, en fyrir eÖlis- læga hæfileika, lífsskilyrði og örlög er með þeim nánari frændsemi en nokkrum öðrum snillingum hins óbundna máls frá síÖari öldum. Frásagnarlist þeirra er tigin- borin. Oll þessi 11 söguskáld eru einnar ættar. Þetta verÖur augljósara þegar menn virða fyrir sér tímabilið, sem næst er undan og eftir þeim. Innbyrðis eru þeir ólikir eins og trjátegundir í skógarlundi, en á öld- inni áður er hin epíska list við samanburð gresjukennd og þurr, á tímabilinu, sem á eftir fór, í nútímanum, líkjast bók- menntir hins lausa máls fremur krækl- óttum kjarrskógi, stofnamir undnir á þeim trjám, sem hæst ber, jarðskriÖulir, en sagnaskáldin í miðið eru gædd eÖli hins barnslega og lyfta krónum til himins. Hans Christian Andersen hefur til þessa ekki verið nefndur, en heldur ekki gleymdur. Hann er ekki verulega líkur hinum. Hann er Jósep meðal bræðranna. Meira en öld er liÖin síðan „Moby- Dick“ kom út. Danmörk hafði ekki hrað- an á. Vor norrænu grannlönd hafa raun- ar heldur ekki átt söguna lengi í þýð- ingu, en urðu þó á undan. í mörgum lönd- um hefur hún verið þýdd fyrir löngu. Raunar eru ekki nema 35 ár síðan landar Melvilles uppgötvuðu bókina aftur. Við fórum okkur heldur ekki geyst þegar ræða var um fremsta skáldrit Finna í lausu máli. „Sjö bræður“ eftir Alexis Kivi kom út á dönsku 77 árum eftir frumútgáfuna. Það er ekki bókinni að kenna að svo hljótt var um hana, að finna má margan áhugamann um bók- menntir, sem veit ekki að hún er til á voru máli. Fyrir nokkrum árum kom ,,Moby-Dick“ að vísu í danskri útgáfu á fersku máli Peters Freuchens, en bókin var stytt um allan helming, mikilvægum köflum með öllu sleppt. Þegar eg var drengur og gekk í barna- skóla í sveitinni minni las kennarinn okkar margar góðar bækur fyrir okkur. Sú bezta var „För búrhvelisins." Hún fjallaði um hvalveiðiskip, sem er í margra ára veiðiferÖ í leit að búrhvelum. A skip- inu er svertingi einn, tröll að vexti. Bókin var skreytt fornlegum tréskurðarmyndum af hvölum, fuglum, kolkröbbum, bátum, skutlum og öllu, sem til heyrði. SmáatriÖin í frásögninni voru mér í ljósu minni tuttugu árum síðar. Þegar eg svo seinna las „Moby-Dick“ fannst mér eg kannast við margt, allt frá ótal einstökum atriðum í lýsingum á hlutum til hins risavaxna svertingja. Eg hélt þá, að til væri gömul dönsk þýðing á „Moby- Dick“, það er að segja sú, sem við heyrð- um í skóla. En að endingu hafði eg upp á „För búrhvelisins", sem er allt önnur og yngri bók. Hún er skrifuð í lok fyrri aldar, höfundurinn enskur, Frank Bullen að nafni, sem í mörg ár hafði siglt höfin á hvalveiðiskipi. Bókin segir einlægnis- lega frá því sem fyrir hann bar, hún er góð. En eitt er athyglisvert við þessa bók. Það er formáli fvrir henni og hann hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.