Andvari - 01.01.1989, Page 8
6
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
smíðuð við fremur frumstæðar aðstæður á rannsóknastofu sem bjó við
þröngan fjárhag.
Maðurinn með áttavitann, flugmaðurinn og hugvitsmaðurinn voru
ein og sama persóna, Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur. Lausn
þessa mikla verkefnis byggðist á einstæðri hugvitssemi og þrautseigju
Þorbjörns.
Kortlagning segulsviðs íslands var umfangsmesta rannsóknaverk-
efni Þorbjörns og spannaði það tvo áratugi. Samtímis vann hann að
öðrum mikilvægum verkefnum. Þorbjörn var í forustusveit þeirra
manna sem breyttu á undraskömmum tíma frumstæðu íslensku
bænda- og fiskimannasamfélagi í þjóðfélag sem byggir afkomu sína í
ríkum mæli á tækni og vísindum.
II Ágrip lífsferils
Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Austur-Húnavatns-
sýslu 19. júní 1917, og var hann elstur fimm bræðra. Faðir hans var
Sigurgeir, bóndi á Orrastöðum, Björnsson, Eysteinssonar. Móðir Þor-
björns var Torfhildur Þorsteinsdóttir frá Mánaskál, Péturssonar. Með-
al ættmenna Þorbjörns er margt dugnaðar- og lærdómsmanna.
Þorbjörn kvæntist 1948 Þórdísi Aðalheiði Þorvarðardóttur, prests á
Stað í Súgandafirði, Brynjólfssonar. Þau eignuðust fimm syni. Þeir eru:
Þorgeir verkfræðingur f. 1949, Sigurgeir kennari f. 1950, Jón Baldur
verkfræðingur f. 1955, Þorvarður vélstjóri f. 1957 og Arinbjörn
verkamaður f. 1961. Þorbjörn lést í Reykjavík 24. mars 1988, bana-
mein hans var hjartabilum.
Þorbjörn gekk í farskóla en stundaði síðar nám við Menntaskólann á
Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1937. Hann hélt þá til náms í
eðlisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk magistersprófi
þaðan 1943. Vegna heimsstyrjaldarinnar komst hann ekki heim fyrr
en vorið 1945. Hann hafði stutta viðdvöl á íslandi því nokkrum mán-
uðum síðar hélt hann til Bandaríkjanna til framhaldsnáms í lífeðlis-
fræði, en hætti því skömmu síðar til að vinna að rannsóknum á
geimgeislum.
Þorbjörn snéri aftur til íslands sumarið 1947 og vann við stunda-