Andvari - 01.01.1989, Page 11
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
9
III Nám í menntaskóla
Þorbjörn stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. Um þær
mundir var stofnað til stærðfræðideildar við skólann. Ungur stjörnu-
fræðingur, Trausti Einarsson, kenndi honum stærðfræði og eðlisfræði
og mun kennsla hans hafa tendrað áhuga Þorbjörns á eðlisfræði.
Guðmundur Arnlaugsson kenndi einn vetur við skólann eftir að hann
lauk fyrrihlutaprófi í stærðfræði. í bókinni í hlutarins eðli rifjar Guð-
mundur upp óbein kynni sín af ungum námsmanni þar:
Þannig kynntist eg af afspurn ýmsum nemendum sem eg kenndi ekki sjálfur. f
þeim hópi var ungur piltur vestan úr Húnavatnssýslu í efsta bekk stærðfræði-
deildar. Eitthvað heyrði eg um ættir hans, að hann væri sonarsonur hins kunna
manns Björns Eysteinssonar í Grímstungu í Vatnsdal, sem sumir töldu eina af
fyrirmyndum Halldórs Laxness að Bjarti í Sumarhúsum. Ekki bar mikið á
þessum pilti í skólalífinu og ekki hafði hann sig mjög frammi í félagsmálum, en
eitthvað heyrði eg af honum sagt sem dró að sér athygli mína, eitthvað sem mér
virtist bera vott um djúpa greind og óvenjulegan þroska. Þessi piltur hét
Þorbjörn og var Sigurgeirsson.
Á stúdentsprófinu um vorið kom sitthvað í Ijós sem staðfesti þessa skoðun.
íslensk tunga var mikil öndvegisgrein á Akureyri. Skólameistari kenndi sjálfur
lokaáfanga og var afburðakennari. Á íslenskan stíl var litið sem eins konar
gáfnapróf er segði sína sögu um greind og þroska. Mér er íslenski stíllinn á
stúdentsprófi 1937 sérstaklega minnisstæður. Skólameistari var ekki af þeirri
gerð kennara sem afgreiðir viðfangsefnin á sem skemmstum tíma og með sem
minnstri áreynslu. Hann lagði sál sína í allt sem hann gerði, hvort heldur það
var að semja ritsmíð sjálfur eða dæma verk annarra. I þetta sinn voru það
einkum bestu stílarnir á prófinu sem vöfðust fyrir honum, hann tók þá til
athugunar og samanburðar aftur og aftur. Eg varð hálfgildings trúnaðarmaður
hans í þessu vandamáli, hann Iét mig lesa stílana og ræddi þá við mig. Við fyrstu
lestra fannst meistara mest til um stíl sem ritaður var á fögru og íburðarmiklu
máli, en við nánari skoðun og samanburð sótti annar stíll á er lét minna yfir sér.
En hann var efnismeiri og þar voru efnistök styrkari. Svo fór að lokum að
þessar tvær ritgerðir sátu saman í efsta sæti. Höfundur hinnar síðari var Þor-
björn Sigurgeirsson.
í skriflegri stærðfræði voru tvö fjögra stunda próf. Verkefni var samið fyrir
þann Iitla hóp sem prófið þreytti á Akureyri. Fljótlega eftir prófið komst sú
saga á kreik að eitt dæmið hefði verið samið sérstaklega með hliðsjón af
Þorbirni, til þess að gefa honum færi á að sýna hvað hann gæti. Sú saga fylgdi í
kjölfarið að Þorbjörn hefði leyst þetta dæmi á snjallari hátt en höfundur þess.2