Andvari - 01.01.1989, Síða 13
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
11
henni frá hinni óvæntu niðurstöðu. Meitner fékk bréfið rétt áður en
hún hélt í jólafrí þar sem hún hitti frænda sinn, O. R. Frisch, sem
starfaði með Niels Bohr. Meitner sýndi honum bréfið og saman tókst
þeim í stuttri skíðaferð að ráða gátuna. Gagnstætt fastmótuðum
kenningum kjarneðlisfræðinga, hlaut nifteindin að hafa klofið úran-
kjarnann. Þau gátu reiknað út hve mikil orka hlyti að losna við kjarna-
breytinguna. Niðurstaðan var næsta ótrúleg, búast mátti við að um
milljón sinnum meiri orka losnaði við klofnunina en þegar tvö atóm
sameinast í bruna.
Þegar Frisch snéri til Hafnar nokkrum dögum síðar var Bohr að
halda til Bandaríkjanna til að flytja fyrirlestur á fjölmennri ráðstefnu
eðlisfræðinga. Varla hefur nokkur frétt vakið svo mikla athygli á
vísindaþingi sem sú er Bohr greindi nú frá, snemma í janúar 1939.
Aður en þinginu lauk hafði samstarfsmönnum hans í Kaupmannahöfn
tekist með mælingum að fá beina staðfestingu á klofnun úrankjarnans
og áþví að svo mikil orka losnaði sem útreikningar sýndu. í Bandaríkj-
unum settist Bohr niður með J. Wheeler, sem hafði starfað um hríð
með Bohr í Kaupmannahöfn, og saman tókst þeim að gefa nákvæma
fræðilega lýsingu á þeim kröftum sem valda klofnuninni.
Við þessa óvæntu uppgötvun var sem flóðgátt opnaðist og fjöldi
vísindamanna snéri sér að þessu viðfangsefni. Ekki leið þó nema tæpt
ár þar til greinar um klofnun úrankjarnans hurfu sem dögg fyrir sólu í
fagritum. Heimsstyrjöldin hafði brotist út og leynilegar tilraunir til að
beisla þessa orku voru hafnar, fyrst og fremst til að reyna að búa til
atómsprengju.
Þorbjörn var nýbyrjaður í seinnihluta náms síns við Eðlis-
fræðistofnun Niels Bohrs þegar vísindamenn lögðu þar nótt við dag að
sannreyna á ótvíræðan hátt kenninguna um klofnun úrankjarnans.
Fyrrihlutanámið, fyrstu tvö námsárin, fór hinsvegar fram við verk-
fræðiháskólann, Polyteknisk Læreanstalt, en að því loknu þreyttu
nemendur próf, fyrst skriflegt en síðan munnlegt. í munnlega prófinu
höfðu kennararnir hjá sér úrlausnir skriflegu prófanna. Þeir eyddu
ekki nema um tveimur mínútum í Forbjörn. Síðari hluti námsins fór
fram við Eðlisfræðistofnunina. Enda þótt meginþungi rannsókna-
starfsins hafi verið á kennilega sviðinu, var þar nokkuð sterkur hópur
tilraunaeðlisfræðinga, en mikilvægasta tæki þeirra var stór hring-
hraðall, hinn fyrsti sem smíðaður var í Evrópu.
Niels Bohr hafði ekki fasta kennslu en stjórnaði fyrirlestrum sem