Andvari - 01.01.1989, Page 18
16
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
mitt starf hér, svo að annað kom vart til greina“6, eins og hann sagði um
þetta í framangreindu viðtali.
VI Þraukað á íslandi
Þorbjörn var nú búinn að missa af einasta tækifærinu sem sem honum
hafði boðist til rannsókna á íslandi. í viðtalinu í Tímariti Máls og
menningar lýsir hann heimkomunni á eftirfarandi hátt:
Ég held að afstaðan til rannsóknarstarfsemi á íslandi hafi m jög lítið breytzt þau
ár sem ég var í Bandaríkjunum, þrátt fyrir hin djúptæku áhrif sem beizlun
kjarnorkunnar hafði haft á afstöðu manna víða um heim. Á þessum árum litu
íslenzk stjórnvöld á rannsóknarstarfsemi sem einskonar atvinnubótavinnu.
Við heimkomuna olli það mér vonbrigðum að finna, hve litlir möguleikar voru
til að halda áfram rannsóknarstarfsemi, en ég ákvað að þrauka og vonaði að úr
rættist.7
Á íslandi var á þessum árum engin aðstaða til rannsókna í eðlisfræði
og lítil trú var á því að fámenn þjóð sem íslendingar hefði bolmagn til
að stunda slíkar rannsóknir og reyndar engin ástæða talin til þess þar
sem þær mundu ekki færa okkur neitt í askana. Þær yrðu því í besta falli
atvinnubótavinna. Hér var mikið verk að vinna við að brjóta niður
fordóma, útrýma fáfræði og skapa nokkra aðstöðu til rannsókna.
Þorbjörn tók nú með seiglu og þolinmæði að ryðja og plægja grýttan
jarðveg, en áratugur, sem jafnan er frjóastur í lífi vísindamanna, leið
þar til hann fékk fasta aðstöðu til rannsókna á íslandi, og enn liðu síðan
fimm ár þar til sú aðstaða gat talist góð.
Hann fékkst í fyrstu við stundakennslu við Menntaskólann í
Reykjavík og við Verkfræðideild Háskóla íslands. Þegar siglingar til
Norðurlanda lögðust niður vorið 1940 eftir hernám Noregs og Dan-
merkur, var kennsla í verkfræði tekin upp við Háskólann. í fyrstu mun
hafa verið litið á þetta sem ráðstöfun sem skyldi standa þar til styrj-
öldinni væri lokið. en kennslu til fyrrihlutaprófs í verkfræði var þó
haldið áfram eftir að ferðir til Norðurlanda hófust að nýju eftir lok
styrjaldarinnar. Nemendahópurinn var fámennur fyrstu 15 árin, enda
sett það skilyrði fyrir inngöngu að nemendur hefðu náð 1. einkunn á
stúdentsprófi og hliðstæðri einkunn í stærðfræði og í eðlisfræði.
Vorið 1947, þegar ég útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík,