Andvari - 01.01.1989, Page 21
ANDVARI
PORBJÖRN SIGURGEIRSSON
19
geislavirkni þeirra í rannsóknastofu. Mælingarnar staðfestu að geisla-
virkni nýja hraunsins var í engu frábrugðin því sem var að finna í gömlu
bergi.
I þessu sambandi er fróðlegt að minnast þess að fyrsta viðfangsefni
íslenskra eðlisfræðirannsókna fjallaði einnig um geislavirkni. Nokkr-
um árum eftir að geislun frá úrani var uppgötvuð fundu vísindamenn
að töluvert var af geislavirkri lofttegund, radoni, í vatni hvera og því
gasi sem oft bólar upp úr hverunum. Þorkell Þorkelsson síðar veður-
stofustjóri, annar íslendingurinn sem lauk prófi í eðlisfræði, gerði árin
1904 og 1906 nákvæmar mælingar á radoni í gasi og vatni frá íslensk-
um jarðhitasvæðum.
I rannsóknum á Heklugosinu er að finna kveikjuna að verkefni, sem
síðar átti eftir að verða mikilvægur þáttur í íslenskum rannsóknum í
jarðeðlisfræði. Á þessum árum töldu margir vísindamenn að vatnsgufa
sem fylgdi eldgosum kæmi djúpt úr iðrum jarðar, og var kallað ósnert
vatn. Mæling á svokölluðu samsætuhlutfalli vatns gat skorið úr þessu.
Að beiðni bandaríska eðlisfræðingsins H. Ureys, sem hlaut Nóbels-
verðlaunin fyrir að uppgötva þungt vetni, safnaði Þorbjörn nokkrum
sýnum af gufu úr gígum Heklu og vatni úr lindum á Heklusvæðinu.
Mælingar Ureys sýndu að enginn munur var á gufunni og grunn-
vatninu. Samsætumælingar urðu síðar einn veigamesti þáttur íslenskra
rannsókna í jarðeðlisfræði.
VII Framkvœmdastjóri Rannsóknaráðs
Þorbjörn var skipaður framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins
1949. Ráðið hafði verið stofnsett með lögum 1940 og hafði það
yfirumsjón með Atvinnudeild Háskólans, gerð fjárhags- og starfsáætl-
unar, starfsmannahaldi og bókhaldi stofnunarinnar. Auk þess var á
vegum ráðsins unnið að margvíslegum nýjungum, sem voru taldar
álitlegar til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi, og að rannsóknum á
gosinu í Heklu og áhrifum þess á gróður og kvikfé. Á þessum árum
voru umsvif ráðsins að aukast hröðum skrefum. Eftir lok heimsstyrj-
aldarinnar snéri heim stór hópur vísinda- og tæknimanna sem margir
hverjir höfðu aukið mjög við reynslu sína með störfum erlendis.