Andvari - 01.01.1989, Page 24
22
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
finna nákvæmlega hvernig segulsviðið þyrfti að vera til að halda saman
þröngum geisla kjarnaagna og að finna þá lögun sem pólar rafsegla
þyrftu að hafa til að gefa þetta svið. Þorbjörn hafði ekki fengist við
verkefni af þessu tagi áður, en hann sökkti sér nú niður í flókna
útreikninga á tíma þegar tölvur voru ekki enn komnar til að auðvelda
verk af þessu tagi. Vorið 1953 hafði hann lokið verkefninu og rafseglar
voru smíðaðir eftir fyrirsögn Þorbjörns og pípu komið fyrir í segul-
sviðinu. Til að prófa tækið var alfa-geislandi efni sett í annan enda
pípunnar en ljósmyndaplata í hinn endann og pípan síðan lofttæmd.
Mundu nú alfaagnir sem höfðu rétta upphafsstefnu haldast í mjóum
geisla og skila sér í litlum punkti í um 6 metra fjarlægð eftir að þær
höfðu verið sveigðar af segulsviðinu í fjórðung hrings? Á ljósmynda-
plötunni kom fram lítill svartur depill, tilgátan hafði verið staðfest og
áfanga í undirbúningi að smíði risahraðalanna var lokið.
Það var ekki einungis hið sterka segulsvið hraðlanna sem Þorbjörn
velti fyrir sér þennan vetur í Kaupmannahöfn, athygli hans beindist
einnig að mun veikara sviði, jarðsviðinu. Á þessum árum var vaxandi
áhugi hjá vísindamönnum á segulsviði jarðar. Þótt þessar rannsóknir
væru aldagamlar hafði ekki enn tekist að finna viðunandi skýringu á
frumorsök jarðsviðsins. Enski eðlisfræðingurinn Blackett hafði
nokkru áður sett fram þá tilgátu að segulsviðið kynni að vera eiginleiki
sem fylgdi hnöttum sem snúast um möndul. Enda þótt þessi kenning
yrði ekki langæ hleypti hún nýju lífi í rannsóknir á segulsviði jarðar. í
Danmörku var unnið að því að koma upp nýrri segulmælingastöð og
Þorbjörn kynntist vel forstöðumanni hennar og átti hann eftir að vera
Þorbirni mjög hjálplegur þegar hliðstæðri stöð var komið upp á ís-
landi.
Á þessum árum voru segulrannsóknir álitlegt rannsóknaverkefni
fyrir háskóla í Evrópu, sem var enn að ná sér eftir heimsstyrjöldina, og
háskólinn í Manchester, þar sem Blackett starfaði, var mjög virkur á
þessu sviði. Þar var meðal annars unnið að því að rannsaka nákvæm-
lega hæga færslu segulpóla jarðar. Þetta var gert með því að mæla
nákvæmlega segulstefnuna í bergsýnum frá liðnum öldum og árþús-
undum. Hollenskur stúdent við framhaldsnám í Cambridge, Jan
Hospers, var sendur til íslands 1950 og 1951 til að safna bergsýnum í
þessu skyni. Rannsókn Hospers sýndi óvænt að hér á landi mátti víða
finna berglög sem höfðu öfuga segulstefnu miðað við það sem hraun
ætti að fá við storknun í núverandi jarðsegulsviði. Þetta var þekkt
\