Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1989, Page 24

Andvari - 01.01.1989, Page 24
22 PÁLL THEODÓRSSON ANDVARI finna nákvæmlega hvernig segulsviðið þyrfti að vera til að halda saman þröngum geisla kjarnaagna og að finna þá lögun sem pólar rafsegla þyrftu að hafa til að gefa þetta svið. Þorbjörn hafði ekki fengist við verkefni af þessu tagi áður, en hann sökkti sér nú niður í flókna útreikninga á tíma þegar tölvur voru ekki enn komnar til að auðvelda verk af þessu tagi. Vorið 1953 hafði hann lokið verkefninu og rafseglar voru smíðaðir eftir fyrirsögn Þorbjörns og pípu komið fyrir í segul- sviðinu. Til að prófa tækið var alfa-geislandi efni sett í annan enda pípunnar en ljósmyndaplata í hinn endann og pípan síðan lofttæmd. Mundu nú alfaagnir sem höfðu rétta upphafsstefnu haldast í mjóum geisla og skila sér í litlum punkti í um 6 metra fjarlægð eftir að þær höfðu verið sveigðar af segulsviðinu í fjórðung hrings? Á ljósmynda- plötunni kom fram lítill svartur depill, tilgátan hafði verið staðfest og áfanga í undirbúningi að smíði risahraðalanna var lokið. Það var ekki einungis hið sterka segulsvið hraðlanna sem Þorbjörn velti fyrir sér þennan vetur í Kaupmannahöfn, athygli hans beindist einnig að mun veikara sviði, jarðsviðinu. Á þessum árum var vaxandi áhugi hjá vísindamönnum á segulsviði jarðar. Þótt þessar rannsóknir væru aldagamlar hafði ekki enn tekist að finna viðunandi skýringu á frumorsök jarðsviðsins. Enski eðlisfræðingurinn Blackett hafði nokkru áður sett fram þá tilgátu að segulsviðið kynni að vera eiginleiki sem fylgdi hnöttum sem snúast um möndul. Enda þótt þessi kenning yrði ekki langæ hleypti hún nýju lífi í rannsóknir á segulsviði jarðar. í Danmörku var unnið að því að koma upp nýrri segulmælingastöð og Þorbjörn kynntist vel forstöðumanni hennar og átti hann eftir að vera Þorbirni mjög hjálplegur þegar hliðstæðri stöð var komið upp á ís- landi. Á þessum árum voru segulrannsóknir álitlegt rannsóknaverkefni fyrir háskóla í Evrópu, sem var enn að ná sér eftir heimsstyrjöldina, og háskólinn í Manchester, þar sem Blackett starfaði, var mjög virkur á þessu sviði. Þar var meðal annars unnið að því að rannsaka nákvæm- lega hæga færslu segulpóla jarðar. Þetta var gert með því að mæla nákvæmlega segulstefnuna í bergsýnum frá liðnum öldum og árþús- undum. Hollenskur stúdent við framhaldsnám í Cambridge, Jan Hospers, var sendur til íslands 1950 og 1951 til að safna bergsýnum í þessu skyni. Rannsókn Hospers sýndi óvænt að hér á landi mátti víða finna berglög sem höfðu öfuga segulstefnu miðað við það sem hraun ætti að fá við storknun í núverandi jarðsegulsviði. Þetta var þekkt \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.