Andvari - 01.01.1989, Page 26
24
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
Það þurfti nokkurt áræði til að leggja áætlun sem þessa fyrir Rann-
sóknaráð. Með tillögu sinni leggur Þorbjörn til að ráðið teygi sig langt
út fyrir verksvið sitt, sem var einungis á sviði nytjarannsókna, og geri
segulrannsóknirnar jafnvel að forgangsverkefni. Hann hafði að sjálf-
sögðu kynnst vel þeim sem áttu sæti í ráðinu og hefur getað gert sér
nokkra grein fyrir hve langt þeir væru reiðubúnir að hætta sér inn á
braut grunnrannsókna. Hversu auðvelt hefði ekki verið fyrir ráðið að
hafna þessum tillögum með því að benda á að verkefni af þessu tagi
væri ekki innan verksviðs ráðsins, það væri hlutverk Háskólans að
sinna grunnrannsóknum. Ráðsmenn hafa hinsvegar vitað jafn vel og
Þorbjörn að sá tími væri enn allnokkuð framundan að Háskólinn tæki
upp slíkt verkefni og þeir höfðu næga framsýni til að leggja verkefnið á
Rannsóknaráð. Þorbjörn gerði sér grein fyrir að ráðið gæti ekki vistað
þessar rannsóknir til frambúðar og varla hefur hann haft aðra stofnun í
huga sem gæti tekið við þeim en Háskóla íslands þegar hann skrifar:
„eða feli annarri stofnun að annast þær í framtíðinni“. Eftirtektarvert
er að hann nefnir þó ekki Háskólann í þessu sambandi og lýsir þetta vel
hve rannsóknir í raungreinum hafa verið fjarri skólanum á þessum
árum. Þó var þess ekki langt að bíða að breyting yrði í þessum efnum og
átti framtak Þorbjörns og Rannsóknaráðs allnokkurn þátt í því.
Þegar Þorbjörn skrifaði bréfið átti hann aðeins eftir að dvelja í
Kaupmannahöfn um tveggja mánaða skeið, en hann hefur ekki viljað
tapa tíma því hann hafði hug á að fá eðlisfræðinema við Hafnar-
háskóla, Ara Brynjólfsson, til að taka að sér smíði á tæki til að ákvarða
nákvæmlega segulstefnu í bergi, en Ari átti þá skammt eftir í námi.
Þegar svar barst frá Rannsóknaráði lagði hann verkefnið fyrir Ara en
tryggði jafnframt að aðstoð fengist við smíðina á verkstæði Eðlis-
fræðistofnunarinnar. Hann hafði til hliðsjónar lauslega lýsingu af
frönsku tæki en kaus að fara allfrábrugðna leið. í þessu verkefni sjáum
við í fyrsta sinn þátt í fari Þorbjörns sem átti eftir að verða heilladrjúg-
ur, en það var að fá efnilega unga menn til samstarfs á þann hátt að
hann lagði verkefni fyrir þá með ýmsum ábendingum um lausnir, en lét
þá síðan leysa þau sjálfstætt. Meginhluti smíðavinnunnar var unninn á
verkstæði Eðlisfræðistofnunar Bohrs og naut Þorbjörn þar einstakrar
velvildar prófessors J. C. Jacobsens. Vélsmíðin var í höndum meistara,
Boie Hansens, sem lagði um langt árabil íslenskum eðlisfræðirann-
sóknum gott lið með smíði margvíslegra mælitækja.
Ari Brynjólfsson leysti þetta verkefni af mikilli prýði og tókst að