Andvari - 01.01.1989, Page 28
26
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARl
jarðar hafa verið nokkuð regluleg á þeim jarðsögutíma, sem íslenski
hraunlagastaflinn hefur verið að byggjast upp. Það studdi mjög til-
gátuna um umskipti pólstefnunnar þegar þeim tókst að finna syrpu af
hraunlögum sem hafði runnið á skeiði þegar segulsviðið var að breyta
um stefnu, og þeir gátu sýnt fram á hvernig það dofnaði á þessu tímabili
án þess þó að hverfa nokkurn tíma að fullu. Við þessar mælingar var
tæki Ara notað, en með því er unnt að ákvarða segulstefnuna ná-
kvæmlega og mæla samtímis styrk hennar í berginu. Áttavitinn segir
einungis til um hvort stefnan sé rétt eða öfug.
Niðurstöðum þeirra Þorbjörns, Trausta og Ara var fyrst lýst í grein í
Nature 1955 en síðar mun ítarlegar á ráðsefnu um segulmögnun í
bergi, sem var haldin í London í nóvember 1956. Þeir lögðu þar fram
ítarleg og í raun óvefengjanleg rök fyrir pólveltu, en enn leið áratugur
þar til vísindamenn höfðu að fullu sannfærst um réttmæti þessarar
kenningar.
British Council bauð Þorbirni í nokkurra vikna ferð til Englands
1963 til að kynna bergsegulmælingar sínar við breska háskóla og til að
kynnast hliðstæðum rannsóknum þar. í þessari ferð var samið um
umfangsmikið samvinnuverkefni þar sem stefnt var að því að taka um
1000 bergsýni á Austurlandi og Suðvesturlandi. Unnið var að töku
sýnanna 1964 og 1965 og var þetta umfangsmesta verkefni berg-
segulrannsókna fram til þess tíma. Skilaði verkefnið stórmerkum
árangri og varð mjög til að örva íslenskar rannsóknir í bergsegulfræði.
Nokkru eftir ráðstefnuna í London voru önnur verkefni, sem greint
verður frá síðar, farin að taka vaxandi hluta af tíma Þorbjörns. Hann
vann þó að bergsegulrannsóknum enn í hálfan annan áratug, en hjá
honum var þetta þó frekar orðin ígripavinna. Trausti hélt rannsóknun-
um hinsvegar áfram meðan honum entust kraftar og fleiri íslenskir
jarðeðlisfræðingar og jarðfræðingar tóku þátt í þessum rannsóknum.
Við Háskólann hefur Leó Kristjánsson átt stærstan þátt í þeim.
Á sama tíma og Þorbjörn tók að draga sig úr bergsegulrannsóknun-
um vann hann töluvert að verkefni sem var afsprengi þeirra. Honum
var þegar í upphafi þessara rannsókna ljóst að mikilvægt væri að reyna
að ákvarða aldur bergs til að vita hve langur tími hefur liðið milli
umskipta í segulsviði jarðar. í árslok 1953, þegar hann hafði aðeins
unnið að þessum athugunum í nokkra mánuði, grennslast hann fyrir
um það hjá erlendum sérfræðingum hvort til sé aðferð til að ákvarða
aldur á svo tiltölulega ungu bergi. Engin aðferð var þekkt þá. Spurn-