Andvari - 01.01.1989, Page 29
ANDVARI
PORBJÖRN SIGURGEIRSSON
27
ingin leitaði stöðugt á hann næstu árin.
I lok sjötta áratugarins kemur fram ný aðferð til að ákvarða aldur
bergs, kalín-argon (K/A) aðferðin, og vonir stóðu til að hana mætti
nota á berg frá því skeiði, sem ísland var að myndast. Þorbjörn skrifaði
þá m.a. til þýskra vísindamanna, sem notuðu afbrigði af þessari nýju
aðferð, þar sem þeir geisluðu sýnið í kjarnaofni og mældu geislavirkni
sem myndaðist. Þeir gátu þó ekki aldursgreint berg sem var aðeins
nokkurra milljón ára gamalt, aðeins mun eldra berg. Porbjörn fann
þá snjalla leið til að draga verulega úr þeim vanda sem fylgdi K/A
aðferðinni við aldursgreiningu á ungu bergi. Aðferð Þorbjörns byggð-
ist einnig á því að geisla bergsýnin en nú skyldi argonið mælt með
massagreini. Hann sótti um styrk til Vísindasjóðs snemma árs 1962, en
lýsir í umsókninni ekki nákvæmlega þeirri aðferð sem hann hyggst
beita.
Um sumarið vann þýskur vísindamaður, dr. Begemann, á Eðlis-
fræðistofnun við að undirbúa þrívetnismælingar. Á rannsóknastofu
Begemanns í Mainz í Þýskalandi var unnið við rannsóknir þar sem
næmur massagreinir var notaður og hjá honum fékk Þorbjörn ýmsar
tæknilegar upplýsingar sem gerðu honum kleift að móta hina nýju
aðferð skýrt. Áðferðinni lýsti hann svo í sprittfjölritaðri skýrslu, sem
var gefin út í nóvember 1962 á vegum Eðlisfræðistofnunar og var
skrifuð á íslensku.9 Þar var ekki einu sinni ágrip á ensku. Hann lýsir
þar aðferð sinni í smáatriðum. Hann ræðir þar hvaða næmni megi ná,
hvaða afbrigði af massagreini megi nota, um truflanir frá argoni lofts-
ins sem kann að hafa smeygt sér inn í kristalgrindina og hvort önnur
efni í berginu geti truflað og hvort þá sé unnt að leiðrétta fyrir því.
Þorbjörn hefur ekki sett ritgerð sína í svo óvandaðan búning sökum
þess að hér væri um að ræða verk sem ekki væri fullunnið. Þvert á
móti, ekki hefði þurft annað en að snara greininni á erlent mál til að
koma henni í eitthvert hinna þekktari rita á sviði jarðeðlisfræði.
En það var víðar glímt við að ákvarða aldur á ungu bergi og banda-
rískir vísindamenn fundu sömu aðferð og lýstu henni í tímaritsgrein
1966. Fyrir hreina tilviljun fréttu bandarískir vísindamenn nokkrum
árum síðar af ritgerð Þorbjörns og hafa þeir gert skilmerkilega grein
fyrir lýsingu hans á aðferðinni í erlendum ritum.
Athyglisvert er að skoða hvernig Þorbjörn finnur aðferð sína. Hann
er að leita markvisst að aðferð til að aldursgreina ungt berg en hefur
litla reynslu af þeirri tækni sem beita þarf. Hann les nokkrar greinar